Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 18
386 LÆKNAblaðið 2016/102 Y F I R L I T S G R E I N ið stöðugur, komið í köstum og verið öðrum megin eða báðum megin í höfðinu, og líkist gjarnan mígrenihöfuðverk.13 Staðbundin taugaeinkenni Staðbundin taugaeinkenni eins og helftarlömun, máltruflun, skyn- eða sjónsviðsbrottfall koma fyrir. Einkenni ráðast af staðsetningu flækjunnar. Í æðaflækjunni þar sem slagæðablóð á greiðan aðgang að bláæðakerfinu getur orðið blóðþurrð í aðliggjandi heilavef (cer- ebral steal syndrome).14 Blóðþurrðin getur leitt til einkenna skamm- vinnrar heilablóðþurrðar eða heiladreps. Einnig getur æðaflækjan með fyrirferð sinni valdið staðbundnum brottfallseinkennum. Blásturshljóð Einstaklingar geta heyrt hljóð í höfði sem þeir lýsa oft sem púlser- andi í takt við æðasláttinn. Hljóðinu er lýst inni í höfðinu eða nær öðru hvoru eyranu. Slíkt getur verið vísbending um æðaflækju. Myndrannsóknir Hægt er að greina æðaflækjur með tölvusneiðmyndaæðarann- sókn, segulómskoðun (SÓ) og SÓ-æðarannsókn og hefðbundinni æðamyndatöku (conventional catheter angiography) (mynd 1). Hefð- bundin tölvusneiðmynd er næm til greiningar á bráðri heilablæð- ingu en varpar ekki fullnægjandi ljósi á æðaflækjuna sjálfa. Leggja verður áherslu á að hefðbundin tölvusneiðmynd útilokar ekki æðaflækju. Tölvusneiðmyndaæðarannsókn sýnir æðaflækjur með Mynd 1b. TS æðamynd sýnir æðaflækjuna með stóru hreiðri (nidus) (3,5 cm í stærsta þvermál, löng hvít ör). Sjá má tvær nærandi slagæðar (grannar svartar örvar). Einnig má sjá tvær stórar fráflæðisbláæðar (stuttar hvítar örvar). Mynd 1a. Tölvusneiðmynd sem sýnir blóð í hægra hliðarheilahólfi (löng ör) og þriðja heilahólfi (stutt ör). Í hægra heilahveli sést háþéttnibreyting sem vekur grun um æða- flækju (grannar örvar). Klínísk einkenni Algengast er að sjúklingar með æðaflækju í heila leiti læknis vegna eftirfarandi: 1) heilavefsblæðingar, 2) floga, 3) staðbundinna taugaeinkenna, 4) höfuðverkjar og 5) blásturshljóðs í höfði (bruit). Heilavefsblæðing Heilavefsblæðing er algengasta upphafseinkennið (42-72%), ásamt flogum.9,10 Blæðingarnar verða einkum á aldrinum 20 til 40 ára.9 Þær valda um 2% af öllum heilablóðföllum.11,12 Heilavefsblæð- ingin er oftast staðbundin þó að blæðing inn í heilahólf eða inn- anskúmsblæðing komi fyrir. Einkennin ráðast af staðsetningu og umfangi blæðingarinnar. Brottfallseinkenni ásamt höfuðverk koma skyndilega eins og við aðrar tegundir heilavefsblæðinga. Flog Flog er fyrsta einkenni hjá 28-67% einstaklinga. Hjá helmingi þeirra verður flogið innan við þrítugt. Þessi hópur veikist að jafn- aði fyrr en þeir sem blæða. Athyglisvert er að flog eru tvöfalt al- gengari en blæðingar þegar æðaflækjur eru stórar. Höfuðverkur Höfuðverkur vegna æðaflækju kemur fyrir hjá 5-35% þessara einstaklinga. Verkurinn er yfirleitt ósértækur. Hann getur ver-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.