Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 32

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 32
400 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R „Það sem breytist er að vandamálum á borð við blæðingar og sýkingar hefur snarfækkað. Sjúklingarnir fá miklu síður verki og þeir útskrifast fyrr, langflestir fara heim daginn eftir aðgerð sem er mik- ill munur. Þeir eru fljótari að jafna sig og eru komnir mun fyrr til vinnu. Þetta sést best þegar þeir koma í eftirlit nokkrum dögum eftir aðgerð. Áður voru þeir gjarn- an allir í keng en nú ganga þeir hnarreistir inn.“ Engar hömlur á notkun þjarkans – Gefur þjarkinn möguleika á að gera nýja hluti sem ekki hefur verið hægt að gera? „Ekki endilega nýja hluti. Sjúklingarn- ir og sjúkdómarnir eru þeir sömu og áður en við getum gert hlutina betur og með minna inngripi og áverka fyrir sjúklinginn. Við gerum nú orðið flestar stærstu og flóknustu aðgerðirnar í þjark- anum og ég get sagt það fullum fetum að það eru ekki margar deildir við sjúkrahús á Norðurlöndunum sem eru með jafn- öflug teymi og mikla starfsemi hvað þetta varðar eins og hér á Landspítalanum. Þótt landið og spítalinn séu ekki stór er samt hægt að gera hluti hér sem ekki eru gerðir hvar sem er. Það er afskaplega ánægjulegt.“ – Er hægt að beita þessari tækni hvar sem er í líkamanum? „Já, í raun er þetta bara tölvustýrður rafeindahnífur sem hefur þann tilgang fyrst og fremst að gera flóknari hluti á betri hátt. Það eru því í sjálfu sér engar hömlur á því á hvar honum er beitt, enda eru gerðar aðgerðir með þjörkum í flestum sérgreinum skurðlækninga. Í raun er þetta áframhald á tækniþróun frá opnum að- gerðum yfir í kviðsjáraðgerðir og áfram í tölvustýrðar kviðsjáraðgerðir þar sem nútímatölvutækni og háskerpuþrívíddar- myndir nýtast. Ég á ekki von á öðru en að þessi þróun haldi áfram á komandi árum og áratugum. Ég geri ráð fyrir því að þegar ég fer að nálgast eftirlaunaaldur verði komin enn öflugri og sennilega allt öðruvísi tækni til að gera hlutina. Við sjáum þetta alls staðar, til dæmis í fluginu og ekki síst í drónunum. Tæknin eykur öryggi sjúklinga svo fremi þeir sem nota tækið viti hvað þeir eru að gera. „A fool with a tool is still a fool“ er sagt á ensku og það gildir hér sem annars staðar. Tækið gefur engan afslátt af því að menn þurfa að vinna vel og vanda sig.“ Snýst á endanum um starfsfólkið – Sérð þú fram á að þjarkinn auki afköst skurð- deilda spítalans? „Nú erum við að gera hluti sem eru svipaðir því sem gert er á stærstu sjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar austan hafs og vestan. Þetta opnar ýmsa möguleika, svo sem að sinna sjúklingum í kringum okkur, til dæmis Færeyjum og Grænlandi þar sem þessi tækni er ekki til. Afköstin er hægt að auka og eitt tæki er alveg nóg eins og er. Það er hægt að vinna á vöktum við svona tæki ef starfsfólk sem kann á þau er tiltækt. Það gæti þó breyst með aukinni notkun og fleiri sérgreinum. Það sem hamlar er helst skortur á legu- rýmum fyrir sjúklinga, stærri spítali og fleiri skurðstofur. Þjarkinn krefst þess að sérhæft starfs- fólk sé til staðar og það mun ekkert breytast. Með því að hafa yfir að ráða tækjum og búnaði sem er sambærilegur við það sem gengur og gerist á stórum sjúkrahúsum í nágrannalöndunum erum við að skapa forsendur fyrir því að fólk sem er að læra og vinna á þessum stöðum komi hingað til Íslands. Það hefur þegar gerst. Hingað hafa komið til starfa færir skurðlæknar sem hafa unnið með þessa tækni í útlöndum. Það skiptir sköpum því á endanum snýst þetta um að hafa hæft starfsfólk. Þetta er grunnforsenda fyrir því að hægt sé að láta skynsamlegt samfélag virka hér á landi. Við þekkjum vandann sem skapast þegar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hverfa – þá fer fólkið, barnafólkið fyrst af því þjónusta við það hverfur. Það sama á við um allt landið ef grunnstoðir heilbrigðiskerfisins virka ekki. Það skiptir höfuðmáli að hér sé öflug heilbrigðisþjónusta og hægt að gera alla hluti, jafnvel þótt Ísland sé lítið. Ef við ger- um það ekki fer fólk einfaldlega eitthvert annað,“ sagði Rafn Hilmarsson. Rafn sestur í „ökumannssætið“ sem er í næsta herbergi við sjálfa skurðstofuna. Stjórntæki þjarkans, hér fer vinnan fram.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.