Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2016/102 405 Tæplega sjötug kona með sögu um ristil- brottnám vegna sáraristilbólgu og með garnastóma (ileostomy), leitaði læknis vegna slappleika og svima, rúmum þrem- ur vikum eftir að hluti smágirnis var fjar- lægður. Einkenni höfðu farið vaxandi eftir aðgerð. Við skoðun mældist magnesíum- gildi í blóði lágt eða 0,33 mmól/l (við- miðunargildi 0,7-1,0 mmól/l), kalíumgildi mældist innan marka og nýrnastarfsemi var eðlileg. Sjúklingurinn tók eftirfarandi lyf: ómeprasól, metóprólól, flúoxetín, ox- azepam, zópíklón og parasetamól. Sjúklingur fékk hleðsluskammt af magnesíumhýdroxíði, 1500 mg um munn og viðhaldsmeðferð, 1000 mg tvisvar á dag. Vegna niðurgangs gat konan ekki haldið áfram á þessari meðferð um munn. Magnesíumgildi í blóði mældist áfram lágt (0,38 mmól/l) og var ákveðið að gefa magnesíum hleðsluskammt í æð á göngu- deild. Ráðlegging lyfjafræðings var að gefa 20 mmól af magnesíumsúlfati í innrennsli í bláæð á 6 klukkustundum. Sjúklingurinn var ósáttur við þennan langa innrennslis- tíma og var dreypið gefið á styttri tíma, tveimur klukkustundum. Mælingar sýndu áfram lágt magnesíum (0,66 mmól/l). Mælt er með því að gefa magnesíum í æð ekki hraðar en 2,5-3 mmól/klst til að tryggja nýtingu þegar magnesíum er gefið vegna magnesíumskorts. Hjá heilbrigðum einstaklingum með eðlilega nýrnastarf- semi er um 95% magnesíums endurupp- tekið í nýrum. Þessi endurupptaka getur þó takmarkast ef þéttni magnesíums í þvagi fer yfir ákveðið hámark (renal thres- hold). Sé magnesíum gefið of hratt í æð hækkar þéttni þess skyndilega þannig að endurupptakan mettast og umframmagn magnesíums skilst út með þvagi og tap- ast.1,2 Þremur vikum seinna fékk sjúklingur aftur 20 mmól og nú gefið mun hægar, eða á 6 klukkustundum. Mæling í kjölfarið sýndi magnesíum rétt innan marka (0,73 mmól/l) en það lækkaði aftur og mældist 0,66 mmól/l viku síðar og síðan enn lægra þremur vikum seinna. Ákveðið var að leita í heimildum að leiðbeiningum um magnesíumgjöf í æð við magnesíumskorti hjá sjúklingum með stutta görn, til að sjá hvernig best væri að haga innrennslinu. Jafnframt var ákveðið að sjúklingur hætti að taka ómeprasól til reynslu, en magnesíumskortur er þekkt aukaverkun prótónupumpuhemla og talinn stafa af því að lyfin dragi úr frásogi magnesíums í meltingarvegi.3 Við heimildaleit fundust engar gagn- reyndar klínískar leiðbeiningar eða slembiraðaðar samanburðarrannsóknir á gjöf magnesíums við magnesíumskorti. Er það í samræmi við upplýsingar hjá NICE (National Institution for Clinical Excellence)3 og UK medicines information (UKMI).4,5 Engin rannsókn hefur sýnt töl- fræðilega marktækan mun á magnesíum- söltum hvað varðar árangur til hækkunar á magnesíumgildi, líkur á niðurgangi sem aukaverkun, né heldur mun á árangri magnesíumgjafar í æð umfram meðferð um munn.3-5 Stungið er upp á því að forða- lyf sé betri kostur og þannig náist betra frásog í meltingarvegi og minni líkur á niðurgangi.4 Magnesíum forðalyf er ekki til hér á landi. Hugsanlega leiddi nýtilkomið brottnám af hluta smágirnis til hýpómagnesemíu hjá okkar sjúklingi. Rúmum tveimur vik- um eftir að ómeprasól meðferð var hætt, mældist magnesíum eðlilegt (0,8 mmól/l) án viðbótar magnesíums. Mánuði seinna var gildið enn innan marka. Samantekt Mikilvægt er að gefa magnesíum ekki of hratt í æð. Sjúklingur með hýpó- magnesemíu svaraði ekki meðferð með magnesíum í æð. Ákveðið var að stöðva ómeprasólmeðferð til reynslu þar sem hýpómagnesemía er þekkt aukaverkun prótónupumpuhemla. Eftir það mæld- ist magnesíum í blóði eðlilegt og hélst þannig. Aukaverkunin hefur verið til- kynnt til Lyfjastofnunar. Heimildir 1. Martin KJ, González EA, Slatopolsky E. Clinical Consequences and Management of Hypomagnesemia. Clinical Commentary. J Am Soc Nephrol 2009; 20: 2291. 2. Dickerson RN. Guidelines for the management of hypophosphatemia, hypomagnesemia, hypokalemia and hypocalcemia. Hospital Pharmacy 2001; 36: 1201-8. 3. National Institute for Health and Care Excellence (2013). Preventing recurrent hypomagnesaemia: oral magnesium glycerophosphate. Nice advice (ESUOM4) Published date: January 2013 nice.org.uk/advice/esuom4/chapter/ Overview-for-healthcare-professionals - júní 2016. 4. UKMI Q&A 111.5. What oral magnesium preparations are available in the UK and which preparation is preferred for the treatment and prevention of hypomagnesaemia? - júní 2016. 5. UKMI Q&A 350.4 How is acute hypomagnesaemia treated in adults? - júní 2016. 6. William JH, Danziger J. Proton-pump inhibitor-induced hypomagnesemia: Current research and proposed mechanisms. World J Nephrol 2016; 5: 152-7. L Y F J A S P U R N I N G I N Elín I. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. Björnsson prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands og lyflækningasvið Landspítala. einarsb@landspitali.is Magnesíumskortur - óvænt skýring

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.