Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 38

Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 38
406 LÆKNAblaðið 2016/102 Páll Ásmundsson Sumarið 1810 ferðuðust þrír breskir ferðalangar um Ísland í rannsóknaskyni og voru ýmist nafntogaðir þá þegar eða öðluðust frægð síðar. Fararstjóri var skoski baróninn Sir George Steuart Mackensie (1780-1848). Ferðafélagar hans, ensku vinirnir Henry Holland og Richard Bright, stunduðu læknisnám við Edinborgarhá- skóla. Með þeim var í för sem túlkur og fylgdarmaður, Íslendingurinn Ólafur Loftsson. Þeir félagar komu til landsins 7. maí og sneru heimleiðis 19. ágúst. Þeir höfðu þá ferðast vítt um suðvestanvert landið allt frá Snæfellsnesi austur í Fljótshlíð. Lítum nú betur á hverjir þessir ferða- langar voru og hver framtíð beið þeirra. Sir George Steuart Mackenzie of Could (1780- 1848) nam náttúrufræði, einkum steinafræði, og var kjörinn meðlimur hins þekkta vísindafélags The Royal Society bæði í London og Edinborg. Tvítugur sýndi hann fram á að demantar væru kolefni með því að brenna demanta móður sinnar til ösku. Eftir Íslandsförina jók Mackenzie frama sinn. Bók hans Travels in the island of Iceland: during the summer of the year 1810 kom út 1811 og var gefin út fjórum sinnum á ensku og þýdd á þýsku og hol- lensku. Hann jók þekkingu í jarðfræði, var fyrstur til þess að telja að hrafntinna verði til við eldgos. Þá vakti steinasafn hans frá Íslandi aðdáun þekktra fræðimanna. Henry Holland (1788 –1873) var læknissonur, fæddur í Knutsford í Cheshire. Hann var náskyld- ur Charles Darwin. Henry vingaðist við Richard Bright er þeir stunduðu nám í unitaraskóla í Bristol. Holland hóf nám í læknisfræði 1808 við Ed- inborgarháskóla sem þá var talinn einn besti skóli í Evrópu. Hann lauk þaðan námi 1811. Lokaritgerð hans var kafli sá er hann skrifaði um sjúkdóma á Íslandi í bók Mackensies. Holland skrifaði dagbók í Íslandsferðinni og gaf hana út sjálfur. Henry Holland telst ekki afreksmaður á sviði læknavísinda en var þó í góðu áliti sem læknir og hafði ríkan hæfileika til að umgangast fólk og vinna traust þess og vináttu. Í vinahópi hans var fjöldi þekktra manna. Hann varð líflæknir margra fyrirmanna, þar á meðal Viktoríu drottningar og Alberts prins. Henry hafði mikið yndi af ferðalögum og fór víða um heim og færði dagbækur um allar ferðir sínar. Henry var hlýtt til Íslands og minnist þess víða í endurminningum sínum Recollection of past life. Holland kom aftur til Íslands í stutta heimsókn árið 1871, tveimur árum áður en hann dó og hlaut góðar viðtökur. Í endurminningunum gleðst hann yfir þeim framförum sem hér hafa orðið á sex ára- tugum. Richard Bright Jr. (1789 –1858) var sonur athafna- manns í Bristol. Hann hóf nám í læknisfræði við Edinborgarháskóla 1808. Eftir Íslandsferðina var hann tvö ár í starfsnámi á Guy’s Hospital í London en sneri aftur til Edinborgar og lauk þar námi 1813. Eftir framhaldsnám í Berlín og Vín og störf á Fever Hospital í London hóf Bright störf á Guy’s Hospital árið 1820 og tengdist honum út starfsævina. Meðal þekktra lækna er störfuðu við Guy’s samtímis Bright má nefna Thomas Addison (1793- 1860) og Thomas Hodgkin (1798 -1866). Á Guy’s var lögð áhersla á tengingu sjúkdóms- einkenna við meinafræðilegar breytingar sem má telja grunn nútíma sjúkdómsgreiningar. Í fyrsta hefti Reports of Medical Cases árið 1837 tengir Bright bjúgsöfnun og hvítumigu við breytingar í nýrum og aðgreinir slík tilfelli frá bjúg vegna hjarta- eða lifrarsjúkdóma. Bright var hér ósértækt að lýsa nýrnabólgu. Sjúkdómurinn gekk lengi undir nafninu Bright’s disease. Nú fellur fjöldi skilgreindra sjúkdóma undir þennan hatt. Vegna þessarar uppgötvunar hefur Bright gjarnan borið heiðursnafnbótina faðir nýrnalækninga. Þegar Bright lést var hann heimsþekktur sem kennari í meinalíffræði og lyflækningum. Ólafur Loftsson var fæddur 1783 í Fljótshlíð. Hann nam í Hólavallaskóla í Reykjavík og hóf síðan læknisnám hjá Tómasi Klog landlækni. Að ráði hans sigldi Ólafur utan til frekara náms. Hann komst þó ekki lengra en til Suðureyja þar sem skipið var hertekið. Hann ílentist þar og fékkst við lækningar á eyjunum og síðar á meginlandinu. Þar rakst Mackensie á Ólaf, gerðist velgerðarmaður hans og kom honum til frekara náms í Edinborg. Það lá því beint við að taka hann með til Íslands. Ólafur reyndist þeim félögum ekki eins vel og skyldi og mislíkaði þeim margt í fari hans. Hann varð eftir á Íslandi en fór utan til Englands tveimur árum seinna. Síðast er vitað til hans 1815 sem að- stoðarskipslæknis á amerísku herskipi. Hann hefur verið léttur á kostunum því hann skildi eftir 6 lausaleiksbörn á Íslandi. Hér á eftir er að mestu stuðst við bók Henrys Holland Dagbók í Íslandsferð 1810 sem út kom hjá Almenna bókafélaginu 1960 í ágætri þýðingu Steindórs Steindórs- sonar frá Hlöðum. Í fyrrnefndri bók Mac- kensies er ferðasagan að talsverðu leyti byggð á Dagbók Hollands. Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Snorri Ingimarsson, Tryggvi Ásmundsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Enskir læknanemar heimsækja Ísland 1810 Richard BrightHenry Holland

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.