Læknablaðið - 01.09.2016, Qupperneq 40
408 LÆKNAblaðið 2016/102
Frá Ólafsvík gengu þeir á Snæfellsjökul,
Bright, Holland og Ólafur Loftsson ásamt
tveimur fylgdarmönnum sem aldrei höfðu
á jökulinn komið. Þeir komust á einn af
þremur tindum á toppnum en þurftu að
feta sig eftir mjórri snjóbrú yfir djúpa
sprungu og „hef aldrei í slíkan háska kom-
ist“ segir Henry í dagbók sinni.
Frá Ólafsvík var haldið til Grundar-
fjarðar um hrikalega slóð í Búlandshöfða.
Þeir koma þar steinasafni sínu í skip til
Reykjavíkur. Þegar til Stykkishólms kemur
kynnast þeir Oddi Hjaltalín lækni, syni
Saurbæjarprestsins.
Oddur fylgdi þeim að Drápuhlíðarfjalli
en þaðan var för haldið áfram inn Skóga-
strönd með gistingu á Narfeyri og í Snóks-
dal. Síðan var farið yfir Bröttubrekku og
gist að Hvammi í Norðurárdal.
Næsta dag fylgdi Hvammsbóndi þeim
að Síðumúla en þar hittu þeir sýslumann
sem varð þeim samferða yfir Hvítá að
Hvanneyri. Margir gistu að Hvanneyri
þá nótt og þótti Englendingunum nóg
um hvernig konum og körlum var hrúgað
saman í herbergi.
Daginn eftir fóru Mackensie og Hol-
land að Reykholti og skoðuðu hveri þar
í grenndinni. Þótti þeim mest koma til
Deildartunguhvers.
Daginn eftir var farið að Innrahólmi.
Reið Stefán amtmaður á leið og gaf Mac-
kensie frábæran reiðhest sinn að skilnaði.
Að Innrahólmi var þeim vel tekið en
um kvöldið var þeim síðan róið til Reykja-
víkur og höfðu þá verið mánuð í burtu.
Austur yfir Fjall
Eftir vikudvöl í Reykjavík þar sem fátt bar
til tíðinda nema hvað yfir stóð aðalkaup-
tíðin í höfuðstaðnum, voru ferðalangarnir
búnir til ferðar um Suðurland. Í för með
þeim að Geysi slógust nokkrir kunningjar
þeirra.
Fyrst var haldið til Þingvalla. Holland
lýsir Almannagjá og aftökustöðum en er
annars fremur fámáll um staðinn og sögu
hans. Hann segir kirkjuna þá næsthrörleg-
ustu er þeir gistu á ferðum sínum.
Þeir halda síðan í Skálholt sem Holland
finnst fegursta bæjarstæði sem hann leit á
Íslandi. Þótt biskupsstóllinn væri fluttur
til Reykjavíkur stóð þó kirkjan þar enn og
þar var sofið.
Frá Skálholti er farið að Geysi og dvalið
þar í tvær nætur. Geysir gýs nokkrum
sinnum fyrir þá og „Nýi Geysir“ sem
sennilega er Strokkur gýs einnig hressi-
lega rétt við tjaldskör þeirra.
Næst var haldið áleiðis að Heklu, ferjað
yfir Hvítá og Þjórsá. Gist er á tveimur stöð-
um áður en komið er í Næfurholt 1. ágúst.
Frá Næfurholti er farið í tvær dags-
ferðir. Hin fyrri er inn á Dómadal og
hugsanlega allt inn í Hrafntinnuhraun
þar sem þeir sannfærast um að hrafntinna
sé til orðin við eldgos. Sú ferð tók nærri
sólarhring. Daginn eftir ganga þeir á
Heklu. Holland segir í endurminningum
sínum að hann sé sennilega eini maður-
inn í heimi sem hafi staðið á tindi Heklu,
Vesúvíusar og Etnu.
Frá Næfurholti er farið að Hlíðarenda
stystu leið en þar áttu þeir heimboð hjá
Vigfúsi Thorarensen sýslumanni. Héðan er
mikilfenglegt útsýni. Skemmtileg er lýsing
Hollands af samskiptum við drukkinn
prest og messuhaldi hans.
Þeim félögum bárust nú boð um að þeir
yrðu að hraða sér til Reykjavíkur til að ná
fari með skipinu Flora. Þeir hættu því við
frekara ferðalag austur á bóginn og fóru
frá Hlíðarenda að Odda og gistu þar en
riðu þaðan alla leið til Reykjavíkur með
stuttri viðkomu á Eyrarbakka.
Flora fór þó ekki fyrr en hálfum mánuði
seinna. Var þeim haldið kveðjusamsæti
og mættu þar allir fyrirmenn, enskir jafnt
sem danskir og íslenskir.
Þeir félagar komust heilir heim þrátt
fyrir erfiða siglingu og mikla sjóveiki.
Sjúkdómar Íslendinga
Hér skal drepið á nokkur atriði úr ritgerð
Henrys Hollands um sjúkdóma á Íslandi
en hana er að finna sem viðauka við ferða-
söguna í bók Mackensies.
Hann byrjar á að ræða strjálbýlið og
erfiðleika við að halda uppi heilbrigðis-
þjónustu. Auk landlæknis séu 5 læknar
dreifðir um landið. Hver og einn þeirra
þjóni stóru landsvæði og gegni nær óyfir-
stíganlegu hlutverki. Í landinu séu þrjú
sjúkrahús er öll annist holdsveika. Þau séu
fjármögnuð með því að hver fiskibátur á
landinu gefi einn hlut veiði einn dag á ári,
þó aldrei færri en fimm fiska. Hann ræðir
um skyrbjúg vegna lítils grænmetisáts.
Hann talar um holdsveiki sem lengi hafi
verið landlæg og engin úrræði að gagni
önnur en einangrun sjúklinga.
Þá ræðir hann um bólusótt sem herjað
hafi með löngum millibilum og þar af leið-
andi miklu mannfalli. Hann fjallar um far-
aldurinn 1707 er banaði meira en fjórðungi
landsmanna. Hann nefnir kúabóluefni
sem þeir gáfu og kom bólusetningum aft-
ur af stað. Loks ræðir hann ginklofavanda-
málið í Vestmannaeyjum og skín í gegn
það ráðaleysi sem menn búa við meðan
engin skýring fæst á því.
Heimildir
Holland H. Dagbók í Íslandsferð 1810. Almenna Bókafélagið,
Reykjavík 1960.
Mackensie GS. Travels in the island of Iceland, during the
summer of the year MDCCCX. Edinburgh 1811.
Holland H. Recollections of past life. D. Appleton and
Company, New York 1872.
Eyjafjallajökull frá Hlíðarenda
Ö L D U N G A D E I L D
Læknafélag Akureyrar heldur haustþing laugardaginn 15. október í sal Menntaskólans á Akureyri
Kvensjúkdómar og fæðingahjálp á 21. öldinni
08:30-09:00 Skráning
09:00-09:10 Setning: Valur Þór Marteinsson formaður LA
09:10-09:30 Ógleði og uppköst á meðgöngu. Valur Guðmundsson læknir
09:30-09:50 Meðgöngusykursýki. Málfríður Þórðardóttir ljósmóðir
09:50-10:10 Viðhorf til fæðinga: til þess eru vítin að varast þau. Sigfríður Inga
Karlsdóttir ljósmóðir
10:10-10:45 Fyrirspurnir og kaffihlé
10:45-11:05 Óvæntar fæðingar, er hægt að spá fyrir hvað konur fæða fljótt. Björn
Gunnarsson læknir
11:05-11:25 Áhrifaþættir heimafæðinga á Íslandi: heilsufarslegar frábendingar og
viðhorf kvenna. Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir
11:25-11:45 Framköllun fæðinga og áhrif á tíðni keisaraskurða. Alexander Smárason
læknir
11:45-12:45 Fyrirspurnir og matarhlé
12:45-13:05 BRCA gena breytingar. Þórunn Rafnar erfðafræðingur
13:05-13:25 Hormónameðferð eftir tíðahvörf. Orri Ingþórsson læknir
13:25-13:45 Grindarbotnsþjálfun til styrkingar í þvagleka og til slökunar við
kynlífsvandamál og hægðavandamál. Soffía Einarsdóttir sjúkraþjálfari
13:45-14:05 Vandamál í neðri þvagvegum kvenna. Jóhannes Heimir Jónsson læknir
14:05-14:35 Fyrirspurnir og kaffihlé
14:35-14:55 Inngrips röntgen og kvensjúkdómalækningar. Hjalti Már Þórisson læknir
14:55-15:15 Treatment of uterine fibroids – current and new perspectives (Meðferð á
vöðvahnútum í legi – reyndar leiðir og nýir valkostir). Kirsten Hald læknir
15:15-15:35 Konur og kynlíf í Íslendingasögum. Óttar Guðmundsson læknir
15:35-16:00 Fyrirspurnir og þingslit
Þátttökugjald er 7000 kr. og 3000 kr. fyrir nema. Skráning á haustthing2016@gmail.com