Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 2
Veiðar á hrefnu
Nær allar, eða 321 af þeim
335 hrefnum sem veiddar
hafa verið á Faxaflóa frá
árinu 2007, hafa verið
veiddar á því svæði sem
hvalaskoðunarfyrirtæki
vilja að afmarkað verði
sem hvalaskoðunar-
svæði. Hræjunum
er kastað
fyrir
borð
en að
jafnaði eru 40
prósent af skepn-
unni nýtt.
Glæný Vísnabók með geisladiski
Fæst í helstu bókabúðum
Útgefandi
Tónagull
Helga Rut Pétur Ben Mæja
Vísnagull -Vísur og þulur fyrir börn í fangi
H
öf
un
du
r
Tó
nl
is
t
M
yn
dl
is
t
Sami maður hefur veitt nær
allar hrefnur á Faxaflóa frá
árinu 2007. Þrjú fyrirtæki
á hans vegum hafa stundað
veiðarnar en tvö þeirra eru
gjaldþrota og skildu eftir sig
tugmilljóna skuldir.
Frá árinu 2007 hafa hrefnuveiðar
á Faxaflóa að mestu verið stund-
aðar af fyrirtækjum sem Gunnar
Bergmann Jónsson hefur verið í
forsvari fyrir. Tvö þeirra, Hrefnu-
veiðimenn ehf og Hrafnreyður
ehf, voru úrskurðuð gjaldþrota
á árunum 2012 og 2013, en þau
eru bæði skráð
til heimilis
hjá Gunnari
Bergmann
sem er sonur
Jóns Gunnarssonar,
formanns atvinnuvega-
nefndar Alþingis.
Frá árinu 2007 hafa verið veidd-
ar 335 hrefnur á Faxaflóa en um
ein milljón króna fæst fyrir hverja
hrefnu þegar hún er komin á land.
Kröfuhafar þurftu að afskrifa 38
milljónir vegna gjaldþrots Hrefnu-
veiðimanna ehf og 35 milljónir
vegna gjaldþrots
Hrafnreyðar ehf, eða samtals 78
milljónir króna.
IP útgerð stundar veiðarnar
núna en hún er einnig skráð til
heimilis hjá Gunnari Bergmann.
| þká
Hrefnuveiðar Afskriftir lánardrottna nær fjórðungur af aflaverðmæti
Þungur róður á hrefnuveiðum
3 metrar
Kennarinn kvartaði
yfir einelti og fær ekki
að mæta í skólann
Skólamál Eineltiskvörtun endaði illa
Kennari í barnaskólanum á
Eyrarbakka og Stokkseyri
fær ekki að mæta í skólann
eftir að hafa sakað skóla-
stjóra og tvo aðra starfsmenn
um einelti. Útilokar ekki að
leita til dómstóla ef sættir
nást ekki.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Kennarinn hafði kennt í tvö ár
við barnaskólann á Eyrarbakka og
Stokkseyri þegar hann sakaði skóla-
stjóra og tvo aðra starfsmenn um
einelti. Ári síðar heldur kennarinn
enn stöðu sinni, en fær ekki að
stunda starfið og engin laun.
Málið má rekja til ágreinings um
kennslu tveggja nemenda með sér-
þarfir við skólann, þegar kennari
tók niður myndræna stundaskrá af
borðum nemenda og lét nægja að
hafa hana á veggnum. Ágreiningur-
inn virtist lítill í upphafi en endaði
með eineltiskvörtun kennarans og
aðstoðarkennara, fyrst til skóla-
stjóra sem tók kvartanir þeirra ekki
alvarlega, og að lokum kennarans til
fræðslustjóra. Í samtali við Frétta-
tímann segir kennarinn að ekki hafi
verið tekið fagmannlega á kvörtun
hennar hjá fræðslustjóra og hún hafi
verið algjörlega útilokuð frá starfs-
mannahópnum í kjölfarið og því hafi
eineltið orðið verra eftir kvörtunina.
Fræðslustjórinn komst að þeirri
niðurstöðu í júní 2015 að ásakanir
um einelti væru ekki á rökum reist-
ar. Frekar væri um faglegan ágrein-
ing að ræða sem kennarinn hafi
túlkað á versta veg. Lögfræðingur
konunnar segir hinsvegar að óeðli-
legt eftirlit, baktal, yfirgangur og af-
skiptasemi lúti ekki að vinnutengd-
um skipulagsmálum og gerendur
geti ekki skýlt sér á bak við það.
Tæpu ári seinna hefur hún ekki
enn fengið að snúa aftur til kennslu.
Lögfræðingur hennar hefur sent
greinargerð til bæjaryfirvalda og
krafist þess að hún fái að gegna stöðu
sinni og gerð verði úttekt á málinu af
þar til bærum aðilum. Síðan er eru
liðnar fimm vikur.
Gerð er krafa um endurgreiðslu
kostnaðar vegna málsins, bæði
vegna vangoldinna launa frá því í
desember í fyrra, kostnaðar við sál-
fræðiaðstoð, ferðalags sem kennar-
anum var meinað að fara í vegna
málsins og lögfræðiaðstoðar.
Kennarinn segir í samtali við
Fréttatímann að það virðist vera
skoðun skólastjórnenda og fræðslu-
stjóra að það sé alvarlegra mál að
upplýsa um einelti en að verða fyrir
því. Tilveran hafi farið á annan end-
ann vegna málsins. Hún hafi lent í
verulegum fjárhagsvanda, meðal
annars misst leiguhúsnæði og sjái
fram á að lenda á götunni ef ekki
verði breyting á. Hún ætlar að höfða
mál fyrir dómstólum til að ná fram
rétti sinum ef sættir nást ekki.
Glæpamál Grunur um stórfelld auðgunarbrot og jafnvel mansal
Forsvarsmenn Brotafls
og Kraftbindinga
sitja í gæsluvarðhaldi
Mennirnir í miðju rann-
sóknarinnar eru tengdir
fjölskylduböndum.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Lögreglan rannsakar nú hvort verk-
takar sem sitja í gæsluvarðhaldi
vegna stórfelldra auðgunarbrota
hafi gerst sekir um mansal. Lög-
reglumenn voru slegnir þegar þeir
sáu hvar sumir verkamennirnir frá
Austur-Evrópu bjuggu en sumstað-
ar voru aðstæðurnar nöturlegar,
raflagnir í ólagi sem og hiti og sal-
ernisaðstaða.
Rassía skattrannsóknarstjóra
og lögreglu til að uppræta stór-
fellda brotastarfsemi fimm bygg-
ingarverktaka er skýrt dæmi um að
skipulagðir glæpir hafi haslað sér
völl í hefðbundinni atvinnustarf-
semi. Tvö fyrirtæki eru í miðju
rannsóknarinnar, fyrirtækið Bro-
tafl og Kraftbindingar. Bæði fyrir-
tækin hafa verið áberandi í fram-
kvæmdum í borginni.
Níu voru handteknir á þriðjudag.
Hald var lagt á peninga og bók-
hald í húsleitum á ellefu stöðum á
suðvesturhorninu. Alls sitja fimm
manns í gæsluvarðhaldi fram á
þriðjudagskvöld vegna rannsóknar
á stórfelldum skattalaga- og bók-
haldsbrotum. Meðal þess sem er til
rannsóknar er peningaþvætti sem
stundað var til að koma ávinningi af
brotastarfseminni í umferð.
Sigurjón G. Halldórsson, eigandi
Brotafls, var einn af forsvarsmönn-
um SR-verktaka en fyrirtækið fékk
áminningu frá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur árið 2006 eftir að upp
komst að tíu pólskir starfsmenn
þess hafi verið látnir rífa klæðningu
með asbest-eiturefnum, án þess að
vera með grímur eða hlífðarbúnað.
Hann hefur áður komist í kast við
lögin og var árið 2010 dæmdur í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr-
ir skattalagabrot. Sigurjón var einn
af þeim sem grunaðir voru um að-
ild að mansalsmáli sem upp kom
á Suðurnesjum árið 2010. Sigurjón
sat í gæsluvarðhaldi á meðan rann-
sókn málsins stóð en hlaut ekki
dóm fyrir.
Fyrirtæki hans, Brotafl, hefur
átt í langvarandi deilum við íbúa
við Grettisgötu þar sem fyrirtæk-
ið hefur séð um framkvæmdir við
byggingu hótels. Kvörtunum hefur
rignt yfir lögreglu frá íbúum vegna
hávaðasamra framkvæmda eftir
löglegan vinnutíma og komið hefur
til handalögmála. Lögreglan hefur
nokkrum sinnum þurft að skerast í
leikinn og stöðva vinnuvélar fyrir-
tækisins.
Róbert Páll Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Kraftbindinga, teng-
ist Sigurjóni fjölskylduböndum.
Fjallað var um hann í þættinum
Brestum á Stöð 2 fyrir tveimur
árum. Sýnt var frá iðnaðarhúsnæði í
hans eigu þar sem íbúar töldu veru-
lega okrað á sér.
Fyrirtækið Brotafl, hefur átt í langvarandi deilum við íbúa við Grettisgötu
Bæði fyrirtækin hafa verið áberandi
í framkvæmdum í borginni.
Myndir: Hjálmtýr Heiðdal
2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016