Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 26
Jón Ágúst hætti í handbolta vegna félagslegrar útskúf- unar fyrir að vera hinsegin. Í búningsklefanum var hann skotmark ósvífinna ummæla og ásakana. Eftir því sem liðið fjarlægðist hann meira því minna fékk hann að spila. Jón Ágúst kallar eftir skýrri stefnu og aðgerðum frá ÍSÍ í jafnréttismálum. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is „Ég var aldrei settur í liðið og var látinn sitja á bekknum á æfingum. Ég var útskúfaður af liðinu mínu og þjálfarinn tók þátt í því,“ segir Jón Ágúst Þórunnarson, tvítugur menntaskólanemi. Undanfarin ár hefur Jón Ágúst tekið þátt í jafningjafræðslu Samtakanna ‘78 en hann öðlaðist nægan frítíma þegar hann lagði handboltaskóna á hilluna. Alla tíð hefur Jón Ágúst heillast af íþróttum og reyndi fyrir sér í ýmsum greinum. „Ég valdi að einblína á handboltann því hann er stundaður á veturna. Ég er skilnaðarbarn og varði miklum tíma sumarsins úti á landi hjá pabba svo það hentaði best.“ Jón Ágúst æfði handbolta hjá íþróttafélaginu HK og segir fyrstu árin hafa gengið vel. „Ég var með þeim bestu, ég er tveir metrar á hæð svo það var minn styrkleiki. Ég spilaði alltaf með A flokki og hafði ótrúlega gaman af íþrótt- inni. Ég nældi mér í dómararétt- indi og þjálfaréttindi svo hand- boltinn átti mig allan. Í dag get ég ekki fylgst með handbolta vegna saknaðar, ég vil bara hlaupa út á völlinn og spila með. Ég fylg- ist hinsvegar með flest öðrum íþróttum.“ Hlærð með eða hent út Þegar Jón Ágúst komst í þriðja flokk var hann í tíunda bekk í grunnskóla og segir stemninguna í búningsklefanum verða grófari. Brandararnir voru á hans kostnað, karlremba ríkti og hópþrýstingur. „Þeir karlar sem hafa stundað íþróttir vita að ákveðin klefa- menning ríkir, ég veit ekki hvernig það er hjá stelpunum en ég get að- eins talað fyrir mína upplifun. Það er sífellt verið að grínast á kostnað annarra og stundum er farið svo langt yfir strikið að það var ómögulegt að þykjast hafa húmor fyrir því. Það eru rassskellingar, verið að kommenta á kynfæri manns, homma- og kerlingabrand- arar. Hinsegin fólk er ekki eina skotmarkið heldur líka útlending- ar og fólk sem er annarrar trúar.“ „Búningsklefinn er heimur út af fyrir sig. Þar er stemning sem sést ekki í skólanum, þar er oftast ein- hver sem hefur stjórn á hlutunum. Í klefanum þá ertu annaðhvort með eða ekki, ef þú ætlar að vera hluti af liðinu þá tekur þú þátt í stemningunni á kostnað annarra. Það er ekki nóg að vera góður á vellinum, til þess að vera í liðinu þarftu að vera hluti af hópnum. Mér var einfaldlega bolað út og það ríkti algjör þöggun yfir því. Ég reyndi að leita til yfirþjálfarans en það skilaði engu. Sá sem bregst ekki við einelti er þátttakandi í einelti, þjálfararnir vissu alveg hvað var í gangi. Þess vegna talar enginn um þessi málefni af ótta við að vera hent úr hópnum og í kjölfarið vera settur á bekkinn. Aðeins núna get ég tjáð mig opin- berlega um þessi málefni því ég er hættur í handbolta.“ Ásakaður um að stara Jón Ágúst lýsir síðasta ári grunn- skólans sem erfiðum tíma í sínu lífi. Með honum í skóla voru strák- ar úr handboltanum sem gerðu honum lífið leitt í klefanum í skólasundi. „Strákur úr handbolt- anum ásakaði mig um að horfa á sig því hann vissi að ég væri hinsegin. Það var auðvitað algjört bull en hann ætlaði að ráðast á mig. Ég er heppinn að vera hávax- inn og mikill íþróttamaður svo ég varð lítið fyrir líkamlegu ofbeldi á skólagöngunni og í þessu tilfelli þá labbaði ég bara burt.“ „Í menntaskóla hætti þjálfar- inn að leyfa mér að spila nema einstaka sinnum í stöðum sem hentuðu mér ekki. Að lokum var ég settur á bekkinn á æfingum líka. Yngri strákar úr öðrum flokkum voru kallaðir til að fylla æfingarnar því það vantaði mann- skap á meðan ég var látinn horfa á. Á þeim tímapunkti hætti ég að vilja mæta, ég var ekki tilbúinn til þess að fórna öllum mínum tíma í það að horfa á æfingar fimm sinnum í viku. Þetta var særandi og mjög erfiður tími því ég á erfitt með höfnun. Ég þekki fleiri aðila sem hættu vegna sömu ástæðu og ég, íþróttafólk sem átti framtíðina fyrir sér.“ ÍSÍ þarf að fræða Fræðslustarf á vegum ÍSÍ um fjöl- breytt jafnréttismál segir Jón Ágúst vera nauðsynlegt fyrsta skref. Þjálfarar til jafns við íþrótta- fólk þurfa á fræðslu að halda. „ÍSÍ þarf að marka sér skýra stefnu í þessum málefnum og þróa sjálf- bært fræðslustarf fyrir þjálfara og íþróttafélög. Það er ekki hægt að treysta á skólana eða félagasam- tök í þessum málum, það verður að koma skýr afstaða frá ÍSÍ. Töl- fræðin gengur ekki upp, að það sé enginn hinsegin í karladeildum íþrótta. Fólk þorir ekki að stíga fram af ótta við útskúfun. Ef þú sýnir að þér sé misboðið, sýnir veikleika, þá ertu ekki lengur með.“ Jón Ágúst hefur í nægu að snú- ast en hann útskrifast af íþrótta- fræðibraut í vor og sinnir fræðslu- starfi samhliða því. Hann getur vel ímyndað sér að taka þátt í fræðslu- starfi íþróttafélaga í framtíðinni. „Ég hef trú á því að hlutirnir geti breyst en til þess þurfum við að horfast í augu við vandamálið. Það eiga ekki fleiri að hætta í íþróttum fyrir það eitt að vera öðruvísi.“ Strákur úr handboltanum sakaði mig um að horfa á sig því hann vissi að ég væri hinsegin. Það var auðvitað algjört bull en hann ætlaði að ráðast á mig. Búningsklefinn er heimur fordóma Jón Ágúst stundaði hand- bolta af miklu kappi þar til honum var meinað að spila og taka þátt í æfingum. Hann segir þekkingarleysi og fordóma gagnvart minni- hlutahópum vera áberandi í búningsklefanum. Mynd|Rut BRATISLAVA BORGARFERÐ Frá kr. 63.900 2fyrir1 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 5. maí í 4 nætur Hotel Falkensteiner Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 74 86 2 5.-9. maí Skelltu þér í RÓM Frá kr. 79.900 Stökktu Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. apríl í 4 nætur. Stökktu 28. apr -2. maí Stökktu LJUBLJANA Frá kr. 65.900 2fyrir1 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 13. maí í 3 nætur. Hotel City 5.-9. maí BÚDAPEST Frá kr. 62.900 2fyrir1 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 12. maí í 4 nætur Hotel Mercure Buda 12.-16. maí 2fyrir1 2fyrir1 2fyrir1 Frá kr. 62.900 m/morgunmat FY RI R2 1 & SÉRTILBOÐ STÖKKTU VALENCIA Frá kr. 69.900 2fyrir1 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 5. maí í 4 nætur. Senator Parque Central 5.-9. maí 2fyrir1 26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.