Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 30
Uppskrift
Blóðbergskrapi
við Ottoman Lenghi, því við erum
ekkert þekktir einstaklingar,“ seg-
ir Inga Elsa og bætir því við að fjöl-
margar erlendar ferðaskrifstofur
hafi haft samband með það í huga
að búa til matarferðir til Íslands.
„Það er óvæntur og skemmtilegur
sproti að bókin sé að kortleggja Ís-
land sem matarland og áfangastað
matgæðinga.“
Vilja upplifa landið með
matgæðingum
Velgengni bókarinnar kemur sér
vel því auk þess að vera landkynn-
ing fyrir Ísland þá er hún í raun
líka kynning á næsta verkefni
þeirra sem hefur verið í pípunum
í nokkurn tíma. „Við höfum tekið
mikið á móti Frökkum í húsinu
okkar á Blönduósi í gegnum tíðina
og lengi haft þá hugmynd að taka
þar almennilega á móti ferða-
mönnum og kynna þeim það sem
náttúran hefur upp á að bjóða og
hvernig okkur finnst best að elda
og geyma mat. Þetta verður svona
vinnustofu–kennslueldhús þar sem
við munum deila okkar upplifun af
landinu með gestunum og kenna
þeim að njóta náttúrunnar. Við
höfum engan áhuga á afþreyingar-
ferðamennsku þar sem fókusinn er
á massann, heldur viljum að gest-
irnir upplifi með okkur náttúruna.
Þetta er allt á frekar lágstemmdum
nótum og við erum í raun að móta
hugmyndirnar en fyrst við erum að
fá þessa góðu kynningu í gegnum
bókina þá er best að byrja bara að
taka á móti fólki,“ segir Inga Elsa.
„Allur myndheimur bókanna er
líka úr þessu umhverfi þannig að
í raun höfum við gert mjög mikla
markaðssetningu á svæðinu.“
Heimamenn hlógu að þeim
Framkvæmdagleði þeirra Ingu Elsu
og Gísla hefur samt ekki alltaf verið
tekið opnum örmum á svæðinu.
„Okkur var boðið til kaups þetta
gamla bílaverkstæði fyrir tólf árum
og höfum hægt og rólega gert það
upp og skrifað allar okkar bækur
þar. Við hefðum aldrei látið okkur
detta í hug að kaupa húsið nema
fyrir hvatningu og vilyrði þáver-
andi bæjaryfirvalda. Á þessum tíma
voru bæjarfélög að gefa gömul hús
til að gera upp til að styrkja inn-
viði samfélagsins. Nú sjáum við um
allt land afrakstur af þeirri vinnu
og margir staðir eru að koma mjög
sterkir inn sem áhugaverðir staðir
sem ferðamenn vilja sækja heim
t.a.m. nágrannar okkar á Siglufirði.
En síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar.
Margir skildu okkur ekki og það
var jafnvel hlegið að okkur fyrir
uppátækið og ekki voru allir á eitt
sáttir við framkvæmdagleðina.
Þegar við svo fórum að þróa þessar
hugmyndir sem nú eru að raun-
gerast fannst okkur það heillandi
hugmynd að nýta húsið okkar til
góðra verka og snúa til baka í gamla
bæjarfélagið til þess að byggja upp
fyrirtækið okkar. Í gegnum bæk-
urnar okkar höfum unnið mark-
visst að því að markaðssetja þetta
svæði sem er einstök náttúrupara-
dís og vonumst við að heimamenn
njóti afrakstur af þeirri vinnu með
okkur á komandi árum.“
Dapurleg þróun í ferðamennsku
Blönduós hefur hingað til ekki ver-
ið ómissandi viðkomustaður ferða-
manna en Inga Elsa hefur fulla trú
á svæðinu. Alltaf sé pláss fyrir fólk
sem vilji njóta þess að fá persónu-
lega upplifun af landinu og sveitin
í kringum Blönduós hafi upp á allt
að bjóða. „Sérstaðan við Ísland er
hvað þetta er stórt land sem við
eigum og það er ennþá hægt að
vera á stöðum sem eru ekki yfir
fullir af ferðamönnum. Hluti af
upplifuninni þegar þú ferðast er að
hitta fólk og vera í samskiptum við
heimamenn. Þess vegna finnst mér
dálítið dapurleg sú þróun að á stöð-
um sem ferðamenn sækja í eru fáir
Íslendingar að taka á móti þeim.
Það er undantekning að ferðamenn
hitti fólkið á bak við fyrirtækin.
En okkur langar að veita góða og
persónulega þjónustu og gefa fólki
innsýn í það hvernig við lifum af
landinu.“
1 lítri nýtínd blóðbergsblóm
400 ml vatn
175 g sykur
½ sítróna, safinn
rauður matarlitur (má sleppa)
Setjið blómin í sigti og skolið
með köldu vatni. Hristið vatnið af
blómunum. Leysið sykurinn upp í
volgu vatni. Kælið sykurvatnið og
setjið blómin saman við. Maukið
með sprota í dágóða stund. Hell-
ið blómavatninu í gegnum fínt
sigti og bætið sítrónusafa saman
við. Litið með skvettu af rauðum
matarlit ef þið viljið.
Setjið í skál og frystið. Hrærið
upp í krapanum 3–4 sinnum á
hálftíma fresti.
Inga Elsa og Gísli keyptu gamalt bílaverkstæði á Blönduósi fyrir þrettán árum og hafa
síðan gert það hægt og rólega upp. Þar hafa þau skrifað allar sínar bækur og í sumar
munu þau taka á móti og elda fyrir erlenda ferðamenn.
Horft inn og út um
gluggann í Brim-
nesi, Blönduósi
Fleiri myndir á
frettatiminn.is
Mynd | Gísli Egill
Myndir | Gísli Egill
30 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016