Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 82
Katrín Atladóttir forritari fékk hjólabakteríuna eftir að hún hætti að keppa í bad- minton og nýtir hverja lausa stund til að hjóla Hjólafólk er nú flest komið með fiðr- ing í tærnar og farið að undirbúa fák- ana fyrir sumarið. Katrín Atladóttir, forritari hjá CCP, er ein þeirra sem fallið hefur fyrir hjólreiðum og nýtur hún sín best uppi á fjöllum á hjólinu. Katrín byrjaði fyrst að hjóla árið 2012. „Ég æfði badminton frá því ég var níu ára, keppti og var í landsliðinu. Svo þegar ég hætti árið 2013 vantaði mig eitthvað skemmtilegt að gera í staðinn og þetta tók við,“ segir Katrín. „Ég byrjaði svo af alvöru í þessu fjallahjólastússi árið 2014. Í lok þess sumars fannst mér ég komin í svo gott hjólaform að ég tímdi ekki að missa það niður yfir veturinn. Þá gekk ég til liðs við hjólreiðafélagið Tind og æfði með þeim allan veturinn. Það var í fyrsta skipti sem ég fór í götuhjól- reiðar og ég hef stundað þær síðan, en aðallega til að halda mér í formi og til að geta gert meira á fjallahjólinu,“ segir hún. Hjólreiðarnar taka sífellt meiri tíma hjá Katrínu. Sumarið 2015 var varla dauð stund hjá henni. „Mér var boðið að vera með í Team Kría í WOW Cyc- lothon og við urðum í öðru sæti. Það var mjög gaman og ég kynntist stelp- unum í liðinu vel og eignaðist góða vini. Þar fyrir utan eyddi ég öllum mínum tíma á fjallahjólinu,“ segir Katrín. Katrín og eiginmaður hennar, Sveinn Friðrik Sveinsson, fjármála- stjóri hjá Bílanausti, fóru einmitt í vikulanga hjólaferð til Ítalíu síðasta sumar. „Við fórum í ítölsku alpana með leiðsögumanni og það var alveg magnað,“ segir Katrín en þau lögðu af stað í ferðina aðeins tveimur dögum eftir að Katrín lauk keppni í WOW Cyclothon. Er ekki hentugt að vera með maka sínum í svona tímafreku sporti? „Jú, og það er líka ógeðslega skemmtilegt. Við getum hjólað allt saman og í þessari Ítalíuferð gat ég hjólað allt sem leiðsögumaðurinn fór með okkur, þó að Sveinn sé búinn að vera í þessu miklu lengur en ég.“ Er þetta ekki voðalegt græjusport? „Jú, það er svolítið þannig. Ég upp- færði fjallahjólið mitt fyrir jólin 2014 og það var þvílíkur munur fyrir mig, ég er búin að skemmta mér mikið á því síðan. Svo fékk ég mér líka alvöru Racer til að götuhjóla á.“ Þó Katrín stundi bæði götuhjólreið- ar og fjallahjólreiðar er hún ekki vafa um hvað er í uppáhaldi. „Mér finnst skemmtilegast að vera á fjöllum. Það er svo mikið frelsi sem felst í því að vera á hjóli uppi á fjöll- um. Að geta komist yfir langan spöl á stuttum tíma en líka að þurfa að hafa fyrir þessu, til dæmis þegar maður þarf að labba með hjólið á bakinu. Skemmtilegast er þó alltaf að fara niður brekkur.“ Katrín segir að ekki þurfi að fara langt til að finna spennandi hjóla- leiðir í Reykjavík og nágrenni borgar- innar. „Það er frábært að fara í Öskju- hlíð og svo er hægt að fara í Hengilinn eða Reykjadal. Ég elska líka að fara til Akureyrar og leika mér í viku. Það er frábær fjallahjólaleið þar sem fer í gegnum Kjarnaskóg. Nú er farið að styttast í sumarið, ertu orðin spennt? „Ja, ég er reyndar að fara að eignast barn í maí svo ég mun hjóla eitthvað minna í ár en í fyrra. Ég er samt að- eins búin að vera að hjóla úti í vetur, eftir því sem færðin hefur leyft. Það kemur sumar eftir þetta sumar.“ Það hefur orðið mikil aukning í áhuga fólks á hjólreiðum hér á landi síðustu misseri. Katrín segir þennan aukna áhuga ánægjulegan en stíga þurfi varlega til jarðar. „Það hefur orðið algjör sprenging og það eru einhverjir vaxtarverkir í sportinu. Það verður bara að passa að gera þetta í sátt og samlyndi við gang- andi vegfarendur og aðra sem nota stíga. Hjólreiðafólk verður að vera kurteist og hægja á sér og auðvit að ekki að hjóla fyrir utan stíga. Það má ekki valda skemmdum.“ En þrátt fyrir þetta æði er sportið er greinilega komið til að vera í þínu lífi... „Já. Tilfinningin sem ég finn þegar ég er á fjallahjólinu er alveg ótrúleg. Það er uppáhalds mómentið mitt, að vera einhvers staðar uppi á fjöllum í góðum félagsskap eða jafnvel ein. Það er alveg geggjað.“ | hdm 10 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016 Hjól Nýtur sín best á hjóli uppi á fjöllum Katrín og Sveinn Friðrik í ítölsku ölpunum í fyrra. Katrín og stelpurnar í Team Kría sem hafnaði í öðru sæti í WOW Cyclathon. Mynd | Björg Vigfúsdóttir Katrín naut sín vel í vikulangri hjólaferð um ítölsku alpana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.