Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 90

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 90
Unnið í samstarfi við Icebike Adventues „Ferðirnar okkar snúast um að hjóla í mjög litlum hópum á leiðum sem eru úr alfaraleið, við leggjum mikla áherslu á að fólk nái að njóta nátt- úrunnar,“ segir Magne Kvam sem rekur fjölskyldufyrirtækið Icebike Adventures ásamt Ástu Briem. Icebike var stofnað árið 2008 og býður upp á fjallahjóla-, breið- hjóla-, og þyrluhjólaferðir. Hægt er komast úr kliðnum í Reykjavík með því að bregða sér í dagsferð út fyrir borgarmörkin og eins er vinsælt að fara í lengri hálendisferðir. „Í lengri ferðum erum við í tæpa viku á hálendinu og sérsníðum gjarnan hálendisferðir fyrir litla hópa,“ segir Magne. „Fyrir okkur snýst þetta um útivist, að takast á við náttúruna í mismunandi skilyrðum, að upplifa og skapa minningar og sögur. Svo vill tækjadellan nú stundum koma inn í þetta en margir mæta með sín eigin hjól. Við bjóðum þó auðvitað upp á hágæða fulldempuð fjallahjól til leigu, bæði fyrir dagsferðir og þá sem koma í lengri ferðir en hafa ekki tök á að koma með hjólin með sér.“ Í fyrra byrjaði Icebike með svo- kallaðar breiðhjólaferðir (e. fatbike). Að sögn Magne er um ótrúlega skemmtilegar ferðir að ræða. „Breiðhjólin henta í snjó og sandi og gefa tækifæri á nýjum hjóla- leiðum. Það er ekkert mál að hjóla á breiðhjóli og gaman að geta boðið fólki upp á að hjóla í snjónum – sérstaklega fólki sem hefur jafnvel aldrei séð snjó. Við bjóðum upp á breiðhjólaferðir fyrir byrjendur sem og vana hjólreiðamenn og notum vönduð breiðhjól með hinum íslensku Lauf göfflum.“ „Icebike leggur áherslu á að ferða- menn og hjólreiðafólk umgangist náttúruna af virðingu,“ segir Magne Kvam að lokum. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á icebikeadventures.com. Ferðast er um hálendið á hjólum og Land Rover jeppum. Leggja áherslu á að fólk njóti náttúrunnar Icebike Adventures býður upp á fjölbreyttar hjólaferðir um landið Magne Kvam. Icebike Adventures leggur áherslu á litla hópa og að fólk nái að njóta náttúrunnar. Þyrluhjólaferðir njóta vaxandi vinsælda. Tími, hraði og vegalengd er það helsta sem hjólarinn er að mæla Vinsældir Garmin hjólreiðatækja hafa vaxið ört í takt við sportið Varia Radar er vinsælt afturljós sem búið er skynjara. Unnið í samstarfi við Garminbúðina „Garmin kom fyrst með tæki sérstaklega ætluð til hjólreiða fyrir 10 árum síðan og hafa vinsældir þeirra vaxið í takt við sportið. Tækin eru mest notuð af fólki sem er að æfa hjólreiðar, því alveg eins og hlauparinn vill halda jöfnum hraða, vill hjólreiðamaðurinn halda jöfnum snúningi,“ segir Ríkarður Sigmundsson, framkvæmdastjóri Garmin- búðarinnar. Garminbúðin býður upp á mikið úrval tækja fyrir hjólreiðafólk. „Tími, hraði og vegalengd er það helsta sem hjólarinn er að mæla og eru Garmin Edge tækin mjög vinsæl til þess. Tækin sem eru í boði eru með mis- stórum skjá sem festur er á stýrið og nemum sem settir eru á pedalasveifarnar þannig að þú veist hvað þú ert að snúa pedölunum hratt.“ Leysir reiðhjólatölvur af hólmi Fjórar tegundir eru í boði af Garmin Edge, allt frá einföldu tæki með litlum skjá yfir í tæki með stórum skjá sem koma með púlsmæli, mæla afl og leggja til hjólaleiðir fyrir þig. „Edge 20 leysir hefðbundnar reið- hjólatölvur af hólmi með GPS tækninni og kostar aðeins 23.900 krónur. Með því sérð þú hvað klukkan er, tímann sem þú ert búinn að hjóla, hraða og vegalengd ásamt því að geta séð í tölvu hvar þú hjólaðir og getur sent á fjölskyldu og vini svolítið mont. Edge 25 er í sömu stærð á 31.900 krónur en bætir við þráðlausri tækni með Bluetooth og Ant+. Með Ant+ á tækið samskipti við púlsmæli og Cadens taktmæli en með Bluetooth getur það birt SMS og hver er að hringja á skjánum ásamt því að senda þráðlaust æfinguna þína yfir í snjallsíma. Næst koma Edge 520 á 59.900 krónur, sem er hreinræktað æfinga- tæki og eitt það fullkomnasta á markaði til slíks brúks, og svo Edge 1000 sem er jafn fullkomið og Edge 520 en með stærri skjá með snertitækni og hjólakorti af Evrópu og Íslandi. Edge 1000 hefur verið aðal reiðhjóla- tækið undanfarin ár,“ segir Ríkarður. Mikið öryggistæki Varia hjólalínan frá Garmin nýtur vaxandi vinsælda meðal hjólreiðafólks. „Varia Radar er afturljós búið skynjara sem skynjar bíla sem eru að koma aftan að þér og bíla sem eru í allt að 140 metra fjarlægð. Radarinn vinnur með flestum Edge tækjum og þá sérðu bílana nálgast þig á skjánum. Þetta tæki er algjör snilld og mikið öryggistæki því þú ert viðbúinn því að bíll taki fram úr þér og ef aðstæður leyfa getur þú farið meira út í kant til að auðvelda bílnum að fara framhjá.“ Garmin býður einnig upp á vinsæl framljós frá Varia. „Ljósið er þannig búið að þegar það er tengt við Edge tæki þá stillir það geislann eftir því hversu hratt þú hjólar, beinir ljósinu nálægt þér þegar þú hjólar hægt en hækkar svo geislann við aukinn hraða. Auk þess þá getur það líka valið sjálfvirkt hversu sterkur ljósgeislinn er ef það er tengt við Edge 1000 því það er með innbyggðum birtuskynjara og velur því blikkljós á daginn en breytir svo í öflugri ljósgeisla eftir því sem rökkrið færist yfir,“ segir Ríkarður. Garminbúðin er í Ögurhvarfi 2, Kópavogi, með góðu aðgengi að Breiðholtsbrautinni, og er opin alla virka daga frá klukkan 10 til 18. Garminbúðin í Ögurhvarfi býður upp á mikið úrval tækja fyrir hjólreiðafólk. Fjórar tegundir eru í boði af Garmin Edge, frá einföldum tækjum með litlum skjá yfir í tæki með stórum skjá. 18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Kynningar | Hjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.