Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 91

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 91
Unnið í samstarfi við GÁP „Við erum alhliða hjólabúð sem leggur metnað í að veita góða persónulega þjónustu fyrir allt reið- hjólafólk. Hjá okkur færðu allt frá sparkhjólum fyrir yngstu kynslóðina upp í flottustu keppnishjól og allt þar á milli. Við erum með hjól í öllum verðflokkum,“ segir Mogens L. Markússon, verslunarstjóri í GÁP í Faxafeni. „Hér færðu allt sem þú þarft til þess að stunda hjólreiðar, sama hvort það snýr að fatnaði eða fylgihlutum.“ Í GÁP má finna hin ýmsu hjólreiða- merki. „Við erum með merki eins og Mongoose, sem við höfum boðið upp á í fjölmörg ár, Cannondale sem eru amerísk hjól og nýlegt merki hjá GÁP heitir Kross, sem eru gríðarlega vönduð pólsk hjól,“ segir Mogens. „Kross er að verða mjög stórt merki hjá okkur. Kross býður upp á mjög breiða línu reiðhjóla, einmitt frá sparkhjólum til milljóna króna keppnishjóla, ásamt öllum auka- búnaði sem þarf. Kross Trans Solar er hjól sem er orðið afar vinsælt hjá fullorðnum en það kemur fullbúið og klárt með öllum aukabúnaði.“ Að sögn Mogens hefur orðið gríðarleg aukning í sölu keppnishjóla að undanförnu. „Það hefur orðið algjör sprenging síðustu ár, sérstak- lega eftir að WOW Cyclothon kom til. Krúnudjásn keppnishjólanna eru hin frægu Cannondale hjól en frá okkur fer einmitt 10 manna lið í ár, á slíkum hjólum,“ segir Mogens og hlær. „Cannondale hefur síðastliðna fjóra áratugi farið sínar eigin leiðir í nýsköpun til að hanna hið fullkomna hjól.“ Í GÁP er einnig hægt að sérpanta Cannondale hjól sem sniðin eru að þörfum hvers og eins. „Við erum með það sem kallast bike-fit, þá mælum við fólk upp og finnum rétta hjólið. Það er auðvitað enginn eins og þannig er hægt að finna hjól sem hentar hverjum og einum,“ segir Ragnar Kristján Jóhannsson, einn af starfsmönnum GÁP. Breiðhjól (e. fatbike) njóta einnig vaxandi vinsælda en slík hjól komast upp um fjöll og firnindi. „Þetta eru virkilega skemmtileg hjól og auðvelt að hjóla á þeim. Útlit hjólanna er svolítið blekkjandi, þau líta út fyrir að vera þung og jafnvel erfið viður- eignar en svo er ekki. Gott breiðhjól er ekkert þyngra en hefðbundið fjallahjól,“ segir Ragnar. Unnið í samstarfi við Blue Lagoon Challenge „Árið 1996 fengu 12 vinir og félagar þá hugmynd að hjóla saman úr Hafnarfirði að Bláa lóninu, keppa sín á milli og baða sig í Bláa lóninu að lokinni keppni. Ári síðar voru keppendur átta en þátttakan hefur vaxið jafnt og þétt síðan,“ segir Bjarni Már Gylfason hjá Hjólreiða- félagi Reykjavíkur um Blue Lagoon Challenge sem fer fram þann 11. júní næstkomandi. Í fyrra voru um 700 keppendur en í ár stefnir í að þeir fari langt yfir eitt þúsund en nú þegar hafa yfir 900 hundruð keppendur skráð sig. Allt eins má búast við 1200 keppendum sem þýðir hundraðföldun á kepp- endafjölda frá upphafi Var nördasamkoma og jaðarsport Bjarni segir þessa miklu fjölgun á þátttakendum vera lýsandi fyrir þá miklu og jákvæðu þróun sem hafi verið á hjólreiðum á Íslandi síðustu ár. Bæði hafa keppnishjólreiðar verið að vaxa mikið en líka hjólreiðar sem almenningsíþrótt. „Blue Lagoon Challenge er í raun blanda af þessu tvennu. Annars vegar mikilvæg keppni fyrir hjóla- menn en líka mikilvægur almenn- ingsíþróttaviðburður. Að mörgu leyti má segja að keppnin sé ákveðið mótvægi við Reykjavíkurmaraþonið, nema á fjallahjólum. Þetta er 60 kíló- metra leið yfir frekar grýtt og erfitt svæði, það er hjólað úr Hafnarfirði framhjá Hvaleyrarvatni, upp Krýsu- víkina og svo er hjólað Djúpavogs- leiðina gegnum allt Reykjanesið í átt að Grindavík og að Bláa lóninu. Það eru rosalega margir að nota tímana sína og árangur sem viðmið frá ári til árs. Keppnin er hápunktur tímabils- ins hjá mörgum, svona eins og fólk er að nota Reykjavíkurmaraþonið,“ segir Bjarni og bætir við að keppnin sé farin frá því að vera frekar frum- stætt jaðarsport eða „nördasam- koma“ yfir í að verða langstærsti fjallahjólaviðburður landsins. „Þetta er orðinn almenningsviðburður sem dregur til sín alls konar fólk. Þarna hafa menn verið að taka sín fyrstu skref á fjallahjólum,“ segir Bjarni. Tveggja tíma múrinn erfiður Á upphafsárum keppninnar var ásjóna Bláa lónsins töluvert langt frá þeirri sem nú blasir við. „Það má segja að þessi keppni hafi vaxið með Bláa lóninu sjálfu. Þegar við vorum að byrja þá var Bláa lónið bara blátt heilnæmt vatn úti í hrauni og frekar frumstæðir klefar. Ástæðan fyrir því að Bláa lónið varð fyrir valinu að þarna var einhver sturta og það var hægt að baða sig. Nú er þetta orðið að vinsælasta ferðamannastað lands- ins með einstaka ásýnd og ímynd. Það er okkur mikils virði að geta gert haldið svona mót í samstarfi við Bláa lónið,“ segir Bjarni sem sjálfur tók fyrst þátt árið 2008 og hefur keppt öll árin síðan þá, utan eins. „Ég er svo heppinn að ég hef alltaf bætt mig en nú fer það að verða þrautin þyngri því að ekki yngist ég, samkeppnin harðnar. Fyrsta árið sem ég fór var ég í einhverja þrjá og hálfan tíma að þessu og restina af sumrinu að jafna mig. Nú er maður kominn niður í tvo tíma en þar lenda margir á vegg. Þeir allra bestu hafa verið að fara leiðina á u.þ.b. 1:40.“ Sterkir erlendir keppendur Fjölmargir erlendir keppendur eru farnir að venja komu sína í Blue Lagoon Challenge og þeir verða sí- fellt fleiri með hverju árinu. „Keppnin er farin að draga að sér mjög sterka erlenda keppendur. Þetta hefur mjög góð áhrif á okkar bestu menn og dregur fram það besta í þeim. Samkeppnin er mikill hvati. Okkar bestu menn hafa átt virkilega góða keppni síðustu 2-3 árin, ekki síst vegna þessa. En að komast í tæri við reynda hjólamenn færir keppnina á æðra plan. Í sumar eigum við von miklu meiri fjölda en áður sem er mikil lyftistöng fyrir keppnina,“ segir Bjarni. Leiðin sem er hjóluð er vel grýtt og segir Bjarni um 60% vera malar- vegi og margir býsna grófir. „Út- lendingar sem hingað koma hafa aldrei hjólað í svona umhverfi. Þeir hafa alveg hjólað í möl en þetta er öðruvísi, það er þetta hraungrjót, litir í landslaginu og svo drullan þegar rignir. Það er mikil upplifun fyrir þá að hjóla í gegnum jarðsöguna okkar, vitandi það að Reykjanesið er sjóðheitur reitur sem iðar af orku. Það verður allavega mikill kraftur á Reykjanesinu 11. júní.“ Hundraðföldun á 20 árum Lítil nördasamkoma breytist í almenningsviðburð Keppendur í Blue Lagoon Challenge þurfa að takast á við grófa malarvegi og hraungrjót. Í Blue Lagoon Challenge er hjóluð 60 kílómetra leið. Búist er við yfir eitt þúsund keppendum í ár. Alhliða hjólabúð með góða og persónulega þjónustu Í GÁP færðu allt frá sparkhjólum fyrir yngstu kynslóðina upp í flottustu keppnishjól og allt þar á milli Í GÁP færðu allt fyrir hjólreiðar og hjól í öllum verðflokkum. Mogens L. Markússon verslunarstjóri GÁP í Faxafeni. |19fréttatíminn | HELGiN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Kynningar | Hjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.