Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 72
Spurt er… Hver eru
vorverkin þín?
SUMAR
DAGURINN
FYRSTI
Í ÆÐ
Gott að vera úti Taktu ferjuna út í Viðey.
Dragðu fram línuskautana, hjólabrettið
eða hjólið og renndu þér meðfram Gróttu.
Farðu í folf (frisbee-golf) á Klambratúni.
Farðu í fjallgöngu eða á skíði. Gakktu
á Snæfellsjökul. Vertu sannur Íslend-
ingur og baðaðu í sólinni í 5 gráðum.
Gott að dansa diskó Dansaðu á hljóðlausu
diskóballi í Ráðhúsi Reykjavíkur milli 12 og 16.
Þar verða heyrnartól sem allir gangandi vegfar-
endur geta sett á sig og fundið danstaktinn.
Tónlistin er valin af börnum á frístunda-
heimilinu Eldflaugin en þar eru einnig börn
sem eru heyrnarskert og heyrnarlaus.
FYLGJAST MEÐ
BLÓMUM
Björg Þórisdóttir sjómannsfrú
„Á vorin fylgist ég með blómunum
vaxa. Þessa dagana fylgist ég með
þeim springa út, geng um Þing-
holtin og dáist að litríkum görðum.
Svo ætla að hlusta á barnabarn mitt
syngja á sínum fyrstu tónleikum.“
NAGLALAKK
OG KOSSAR
Eva Schram leiðsögumaður
„Þetta vorið ætla ég að mála húsið
mitt, rækta spínat og steinselju,
viðra kroppinn, naglalakka tærnar,
kyssa bónda minn og dóttur og fara
í hringferð um landið.“
BERA Á PALLINN
Bubbi Morthens tónlistarmaður
„Ég er með 4000 fermetra garð
sem þarf að taka til í og hreinsa,
setja mold í beðin, klippa rósirnar
og trén. Ég þarf að bera á 300 fer-
metra pall, húsið, bílskúrinn og
grindverkið umhverfis garðinn.
Vorverkin mín standa yfir frá lok
mars til september.“
Gott að veiða Eyddu deginum við eitt
af þeim vötnum sem umlykja borgina
og veiða silung í soðið. Veiðikortið veit-
ir aðgang að 35 vatnasvæð-
um vítt og breytt um landið
og á heimasíðu kortsins er
hægt að skoða vatnasvæðin.