Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 36
Það hefur aldrei verið lognmolla í kringum þau Boga Jónsson og Narumon Sawangjaitham. Ævintýri þeirra spanna kínarúlluvagn, spanudd- stofu og tælenskt „take away“, en nú bjóða þau upp á pad thai og karíókí í tveggja hæða strætó. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is „Ég hélt þetta væri eitthvert Har- lem-rassgat þegar ég var að spá í að flytja hingað, en svo er þetta bara svona fallegur staður,“ segir Bogi Jónsson þegar hann tekur á móti okkur á lóð sinni í Garði á Suður- nesjum. Þar býr hann með konu sinni, Narumon Sawangjaitham, sem er kölluð Nok. Bogi hefur verið viðloðandi ýmsa vitleysu í gegnum árin, eins og hann segir sjálfur, en fyrstu viðskiptahugmyndinni hratt hann í framkvæmd þegar hann lagði áfengið á hilluna um miðjan ní- unda áratuginn. „Ég varð nefni- lega svo feiminn við edrúmennsk- una að ég ákvað að gera eitthvað sem ég þyrði alls ekki og ég opnaði kínarúlluvagninn Bogarúllur á Lækjartorgi, mitt í mannlífinu.“ Á þeim tíma voru engir staðir opnir eftir miðnætti, utan eins pylsuvagns og bílalúgu. Bogi sá því gott viðskiptatækifæri í að vera eini kínarúllusalinn. Kína- rúlluvagninn varð fljótlega ómiss- andi hluti af næturlífi Reykja- víkur. Djammarar gæddu sér á Íslenski draumurinn Bogi og Nok úr kínarúlluvagni í skemmtistrætó Leika á kerfið með stofnun trúfélags Bogi og Nok eru óhrædd við óvenjulegar viðskipta- hugmyndir. Þau eru með veitingastað í strætó sem lagt er í garðinum þeirra. Veitingastaður Friðarkúlunnar er opinn „þegar það er gott veður og við nennum,“ að sögn hjónanna. kínarúllum, sósu og salati eftir að skemmtistaðir lokuðu, auk þess sem Bogi seldi smokka, löngu áður en getnaðarvarnir fengust í smá- sölu á nóttunni. Töluðu bullmál sín á milli Þrátt fyrir velgengni vagnsins langaði Boga að skoða heiminn og hélt því til Tælands þar sem hann kynntist konu sinni til 27 ára. „Ég var ekkert á höttunum eftir hjóna- bandi, en það var samt það sem ég fann í Tælandi.“ Bogi og Nok urðu ástfangin við fyrstu sýn og Nok flutti til Íslands með syni sína tvo. Þeir reka nú báðir veitingahús, annar núðlu- súpustaðinn Noodle Station í mið- bænum og hinn kaffihúsið NP Kaffi í Garðabæ. Hjónin eiga svo saman tvítugan son. „Það var horft á eftir okkur, enda svo fáir útlendingar hér á landi á þessum tíma,“ segir Bogi um komu Nok til landsins árið 1989. Þá talaði hvorugt hjónanna móðurmál hins vel og fyrir vikið þróuðu þau með sér bullmál úr ensku, íslensku og tælensku. Bullmálið hentaði þeim vel en vakti furðu Íslendinga sem heyrðu þau tala í stórmörkuðum landsins. Brátt kom upp sú hugmynd að opna tælenskan veitingastað og hjónin stofnuðu Thailand. „Hér voru einhverjir austurlenskir staðir, en allir voðalega fínir. Mér fannst vanta austurlenskt Múla- kaffi.“ Nok sýnir okkur veggspjald sem hún fékk þekkta gesti staðarins til að árita og þar má finna alls kyns nöfn, allt frá Árna Johnsen til Bjarkar. Bónussvínið hrekkt Bogi opnaði svo austurlenskt vöruhús til að geta flutt inn meira hráefni í austurlenskan mat og stuðaði þá helsta fjármálagúrú landsins: „Ég bjó til vörumerki sem var bleikur fíll á gulum grunni. Ég setti fílinn upp á risa- stórt veggskilti og kortéri seinna var Jón Ásgeir mættur inn á gólf vöruhússins, brjálaður yfir líkind- unum við Bónussvínið,“ segir Bogi hlæjandi, enda alltaf haft gaman af því að stuða „meirimáttar“, eins og hann kallar það. Myndir | Rut 36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.