Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 84
Nauðsynlegt að nota góðar stuðningshlífar Hjólreiðafólk fær gjarnan í úlnliðina og sumir eiga við bakvandamál að stríða „Hjólreiðafólk fær gjarnan í úlnliðina og svo eiga sumir við bakvandamál að stríða og þá er nauðsynlegt að nota góðar stuðningshlífar,“ segir Herdís Þórisdóttir, sjúkraþjálfari hjá Fastus, sem mælir með Sporlastic stuðningshlífum fyrir hjólreiðafólk. „Við bjóðum upp á mikið úrval af úlnliðsspelkum og svo eru bakhlífar sem styðja vel við og geta beint þér inn í rétta stöðu.“ Sporlastic hlífar eru þýsk hönnun og framleiðsla „Þetta eru vandaðar hlífar úr efni sem andar vel og þær eru með sílikonpúðum til þess að auka stuðning. Hönnunin er nútíma- leg og gerð til þess að hafa hlífarnar sem þægilegastar. Efnið getur unnið á móti bjúg og bólgum en andar það vel að enginn ætti að svitna undan hlífunum,“ segir Herdís. Sporlastic stuðningshlífar fást í Lyfju, Reykjavíkurapóteki, Vestur- bæjarapóteki og hjá Fastus. Hjólreiðafólk tapar söltum og vökva með svitanum Resorb Sport er mjög góður kostur þegar vökvatap orsakast af líkamlegri hreyfingu Resorb Sport er góður kostur þegar vökvatap verður við líkamsrækt. Unnið í samstarfi við Fastus Resorb eru freyðitöflur sem innihalda sölt og glúkósa og er tilgangur þeirra að bæta upp vökvatap í líkamanum. „Einkenni vökvataps geta meðal annars verið þorsti, þreyta, slapp- leiki, höfuðverkur og pirringur. Þegar um verulegt vökvatap er að ræða geta einkennin verið svimi, vöðvakrampar og yfirlið,“ segir Hulda Margrét Valgarðsdóttir, hjúkr- unarfræðingur hjá Fastus. Vökvatap getur orðið við ýmsar aðstæður. Til dæmis þegar dvalið er í heitu umhverfi þar sem fólk svitnar mikið þar sem mikið af söltum tapast úr líkamanum. „Það að innbyrða sölt í þessum aðstæðum flýtir fyrir bata og bætir líðan,“ segir Hulda Margrét. Resorb Sport hefur sömu eiginleika og Resorb freyðitöflurnar. Resorb Sport kemur í duftformi og inniheldur magnesíumsölt sem minnka líkur á vöðvakrömpum og eykur endurheimt eftir líkamlegt erfiði eins og hjólreiðar. Resorb Sport er mjög góður kostur þegar vökvatap orsakast af líkamlegri hreyfingu. „Hjólreiðafólk sem hjólar af mikilli ákefð tapar miklu af söltum og vökva með svitanum. Það að bæta Resorb Sport út í vatnið bætir upp salttapið, gefur örlitla orku og minnkar líkur á vöðvakrömpum og þreytu. Þess má geta að nokkrir keppendur í WOW Cyclothon notuðu Resorb Sport í fyrra með góðum árangri,“ segir Hulda María. Resorb og Resorb Sport fást í langflestum apótekum, í Mela- búðinni og hjá Fastus. Hjólreiðafólk fær gjarnan í úlnliðina og þá er nauðsynlegt að nota góðar stuðningshlífar. Bakhlífar frá Sporlastic eru góður kostur fyrir hjólreiðafólk. Herdís Þórisdóttir sjúkraþjálfari og Hulda María Valgarðsdóttir hjúkrunarfræðingur. Resorb freyðitöflur innihalda sölt og glúkósa. Það er úr nægu að velja fyrir þá sem vilja taka þátt í hjólreiðakeppnum í sumar Hjólasumarið er að fara í gang og þúsundir Íslendinga hugsa sér því eflaust gott til glóðarinnar. Sumir kjósa að hjóla á sínum forsendum en þeir sem vilja ganga skrefinu lengra hafa úr nægu að velja þegar kemur að hjólreiðakeppnum. Hægt er að kynna sér flestallar keppnir á heimasíðunni hjólamót.is en hér höfum við valið úr sjö álitlegar. 1 Enduro Ísland – vorfagnaður 23. apríl Hjólasumarið fer af stað með þessari skemmtilegu keppni. Nánari upplýsingar má finna á www.enduroiceland.com. 2 Þingvallakeppnin 28. maíKlassískir hringir hjólaðir í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. 3 KexReið 4. júníSkemmtileg götuhjólakeppni sem nú er haldin í fjórða sinn. 4 Blue Lagoon Challenge 11. júníSextíu kílómetra grýtt leið sem dró að sér 700 keppendur í fyrra og í ár stefnir í að þeir verði yfir 1.000. 5 WOW Cyclothon 15.-17. júníKeppendur hjóla ýmist einir hringinn í kringum landið eða í fjögurra eða tíu manna liðum þar sem hjólað er með boðsveitarformi. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin. Yfir þúsund manns tóku þátt í fyrra. 6 Tour de HvolsvöllurEkki er enn komin dagsetning á Tour de Hvolsvöllur, hina skemmti- legu götuhjólreiðakeppni sem haldin hefur verið nokkur undanfarin ár. Í henni er keppt í tveimur vega- lengdum, 110 kílómetrum þar sem hjólað er frá Reykjavík til Hvolsvallar og 48 kílómetrum þar sem ræst er á Selfossi. 7 KIA Gullhringurinn 9. júlíHjólað um margar þekktustu náttúruperlur landsins frá Laugar- vatni. Hægt er að velja milli þriggja vegalengda, 48, 65 og 106 kílómetra. 7 flottar hjólakeppnir Yfir þúsund manns tóku þátt í WOW Cyclothon í fyrra og útlendingar sýna keppninni sífellt meiri áhuga. Mynd/Kristinn Magnússon Author hjólin hafa slegið í gegn Kappkostum að bjóða meiri gæði á lægra verði Í Húsasmiðjunni er mjög fjölbreytt úrval af hjólum. Unnið í samstarfi við Húsasmiðjuna „Við erum með mjög fjölbreytt úr- val í dag og erum stöðugt að auka við vöruval okkar þegar kemur að hjólreiðum. Í sumar ætlum við að taka inn keppnishjól og ætlum við einnig að bjóða upp á sérpantanir á slíkum hjólum frá Author,“ segir Þór Austmann, innkaupastjóri hjá Húsasmiðjunni. Í Húsasmiðjunni er hægt að fá gæðahjól af öllum stærðum og gerðum á góðu verði, allt frá minnstu barnahjólum upp í vönd- uð kepnishjól. „Við kappkostum að reyna að vera með besta verðið á markaðnum hverju sinni. Húsasmiðjan hóf sölu á reiðhjól- um frá tékkneska reiðhjólafram- leiðandanum Author fyrir nokkrum árum. Hjólin hafa slegið rækilega í gegn enda er Auhtor vel þekkt vöru- merki í Evrópu sem framleiðir allt frá barnahjólum upp í keppnishjól. Author reiðhjólin eru búin mjög góðum búnaði og hefur Húsasmiðj- an frá upphafi lagt áherslu á að bjóða upp á gæðareiðhjól frá Auh- tor á lægra verði en þekkst hefur hérlendis. Að sögn Þórs njóta svokölluð blendingshjól (e. Dual Sport) vax- andi vinsælda. „Við höfum verið að færa okkur meira í áttina að því sem má kalla blendingshjól. Þetta eru svona alhliða hjól, þú getur bæði farið á því inn í Þórsmörk og hjólað á því í vinnuna. Svona hjól er bæði hægt að nota í sportið og lífsstílinn.“ Egill Björnsson. 12 | fréttatíminn | HELgiN 15. apRÍL–17. apRÍL 2016 Kynningar | Hjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.