Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 28
Eftir að hafa lengi dreymt um að ná til
bragðlauka Frakka með uppskriftum sínum
eru hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli
Egill Hrafnsson að setja Ísland á kortið sem
paradís matgæðinganna. Velgengni nýjustu
bókar þeirra, La Cuisine Scandinave, er farin
að draga erlenda ferðamenn til landsins,
nánar tiltekið á Blönduós.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Eftir að hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill
Hrafnsson fluttu heim úr námi í Frakklandi hafa þau
fyrst og fremst starfað við leiðsögn Frakka um landið,
auk þess að starfa við grafíska hönnun og ljósmynd-
un. Inga Elsa er alin upp í sveit og á ættir sínar að
rekja til Blönduóss þar sem þau Gísli keyptu sér gam-
alt bílaverkstæði stuttu eftir heimkomuna. Þar hafa
þau eytt sumrum og frítíma sínum og nostrað við sína
helstu ástríðu; að lifa af landinu í takt við náttúruna.
Afrakstur ástríðunnar er að finna í matreiðslubókum
þeirra, Góður matur–gott líf, Eldað og bakað í ofn-
inum heima og Sveitasæla. Bækurnar, sem hafa verið
tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og
Hagþenkis, eru alfarið unnar af þeim sjálfum og er
sveitin þeirra, heimilið og fjölskyldan alltaf í for-
grunni. Nú hefur franski útgáfurisinn Hatchette gefið
út þeirra nýjustu bók, La Cuisine Scandinave, og
skemmst er frá því að segja að hún hefur slegið í gegn.
Bókin situr á metsölulistum í Kanada, Sviss og Frakk-
landi og hefur fengið umfjöllun í öllum helstu dag-
blöðum Frakklands.
Matarferðamennska óvæntur sproti
„Þetta hefur komið okkur skemmtilega á óvart,“ segir
Inga Elsa en þau hjónin hafði lengi dreymt um að
ná til bragðlauka Frakka með uppskriftum sínum.
Eftir að hafa reynt að sannfæra íslenska útgefendur
án árangurs ákváðu þau að prófa að senda nokkrum
erlendum forlögum efni. „Við höfðum engu að tapa
og þegar Hathcette hafði samband og vildi strax
gefa bókina út og auk þess gera við okkur samning
til lengri tíma urðum við auðvit að mjög glöð. Þetta
kom okkur dálítið á óvart því við erum ekki að kynna
klassíska norræna matargerð heldur okkar eigin út-
færslu á henni,“ segir Inga Elsa en í La Cuisine Scand-
inave er áherslan lögð á listina að lifa af landinu, líkt
og í þeirra fyrri bókum. „Bókin er örugglega ágætis
landkynning því hvert sem við förum að kynna hana
þá erum við kynnt sem Íslendingar. Við höfum ferðast
töluvert með hana og fengum eiginlega vægt sjokk að
sjá bókina okkar liggja meðal frægra höfunda á borð
Setja matarmenningu
Íslands á heimskortið
Inga Elsa segir þau hjónin hafa mætt ákveðnum fordómum á Blönduósi. „Margir skildu
okkur ekki og það var jafnvel hlegið að okkur fyrir uppátækið og ekki voru allir á eitt
sáttir við framkvæmdagleðina.“
Eins og sést hefur gamla bílaverkstæðið tekið miklum breytingum. Hér hyggjast
Inga Elsa og Gísli taka á móti ferðamönnum. Eftir útgáfu bókarinnar hefur fjöldi
erlendra ferðaskrifstofa haft samband með samstarf um matarferðir í huga.
Mynd | Rut
Mynd | Gísli Egill
stamfelagidMalbjorg
Aðalfundur Málbjargar 2016
Stjórn félagsins
auglýsir eftir
Áhugasömum sem vilja sitja
í stjórn félagsins á nýju ári.
malbjorg@gmail.com
BERG TRAMPÓLÍN
Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is
VIð ERUM KOMIN
í SUMARSKAP
Berg Balanz hjól
Verð nú 40,905.-
Verð áður 68,175.-
-40%
-40%
Færanleg Karfa
Verð nú 32,605.-
-40% Miniland föturVerð nú 468.-
Verð áður 780.-
Verð áður 54,343.-
MAGNOLIA
OFFICINALIS
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við
sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni
„Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og
ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki
á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef
ekki sofið betur í mörg ár.“
SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ
balsam.is
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni
Hefur verið notað við
svefnvandamálum, kvíða og
depurð í yfir 2000 ár í Asíu
28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016