Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 58
Költbíómyndasýning Svartir sunnudagar hafa fylgt Bíó Paradís í fjögur ár. Þá eru sýndar gamlar kvikmyndir sem gjarnan eiga stóran aðdáenda- hóp, svokallaðar „költ“ bíó- myndir. Fyrir hvern Svartan sunnudag hefur íslenskur listamaður verið fenginn til að hanna plakat. Nú á laugar- daginn verða plakötin til sölu á 10.000 krónur stykkið og mikið úrval af fjölbreyttum myndum. Hvar: Bíó Paradís. Hvenær: Laugardaginn 16. apríl, klukkan 17. Vesturbæjartískan til sölu Vesturbæingar selja af sér spjarirn- ar og allskyns djásn um helgina. Á torginu í Neskirkju verður flóa- markaður opinn öllum með fjöl- breytt úrval af varningi, nýjum og notuðum. Handverk, kökubasar og kaffihús. Tilvalið tækifæri til að næla sér 107 útlitið, lopasokka, rúllukragapeysu, Barbour jakka og jafnvel gamaldags barnavagn. Hvar: Neskirkja. Hvenær: 16.-17. apríl, frá klukkan 11-17. Bananar á loft Mótmæli gegn ríkisstjórninni halda áfram á Austurvelli. Jæja hópurinn hefur skipulagt mót- mælin og lofar óvæntum við- burðum og þekktum nöfnum á sviðið. Samkvæmt skipuleggjend- um verður haldið áfram að mót- mæla alla laugardaga þar til boðað verður til kosninga með staðfestri dagsetningu. Hvar: Austurvöllur. Hvenær: Laugardaginn 16. apríl. klukkan 14. Kynslóðin X sameinast á Græna Hattinum Margir eru þeir sem hafa saknað gullaldar 200.000 Naglbíta og Ensímis, sem tröllriðu tónlistar- heiminum 2000 og eitthvað. Nú sameina hljómsveitirnar krafta sína á tónleikum í fyrsta skipti frá því fyrir aldamót og lofa báðar magnaðri skemmtun, enda upp- söfnuð spenna sem mun losna úr læðingi eftir allan þennan tíma. Hvar? Á Græna Hattinum á Akur- eyri. Hvenær? Föstudagskvöldið 15. apríl, klukkan 22. Hvað kostar? 3500 krónur. GOTT UM HELGINA Plakat eftir Auði Ómarsdóttur fyrir kvikmyndina Pulp Fiction. Kippir undan þér fótum Elín Hansdóttir rýnir í verk högg- myndlistamannsins Ásmundar Sveinssonar í sýningaropnun Upp- brots. Á sýningunni verða verk Ásmundar til sýnis ásamt nýjum verkum Elínar. Ásmundur er sagður hafa brotið upp gömul og stöðnuð viðhorf og talaði um að fá fólk til að „vakna til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur.“ Elín segir hlutverk listarinnar að „kippa undan þér fótunum og fá þig til að endurmeta fastmótaðar hugmyndir þínar.“ Þessar hugsjónir koma saman undir sýningarstjórn Dorothée Kirch í Ásmundarsafni á laugar- daginn. Hvar: Ásmundarsafn. Hvenær: Laugardaginn 16. apríl, klukkan 16. Tilraunakennd sinfóníuhljómsveit? Tónlistarhátíðinn Tectonics verður haldin í fimmta skipti um helgina. Hátíðin er haldin til að víkka möguleika samtímatónlistar og sýna að henni er ekkert heilagt. Klassískri samtímatónlist verður blandað saman við spunatónlist, rokk og raftónlist og enginn veit hver útkoman verður. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ilan Volkov standa að hátíðinni. Hvar? Hörpu, tónlistarhúsi. Hvenær? 14.-15. apríl. Hvað kostar? Hátíðarpassi á Tectonics kostar 5000 krónur, en einnig er hægt að kaupa staka miða á hátíðina. Prófaráð nemenda Halla Berglind Jónsdóttir Óskar Steinn Jónínu Ómarsson Pásurnar eru jafn mikilvægar og lærdómurinn. Maður græðir ekkert á því að halda stöðugt áfram án þess að taka sér pásu. Alls ekki læra síðustu mínúturnar fyrir próf, það er ekki séns að maður læri eitt- hvað nýtt eða sniðugt sem nýtist manni. Það stressar mann bara upp. Þegar prófin dynja yfir manni á maður það til að horfa yfir farinn veg og hugsa „af hverju er ég ekki búinn að lesa neitt?“ En það græðir enginn neitt á því að horfa í baksýnisspegilinn. Núna er tíminn til að læsa sig inni, spýta í lófana og gefa sjálfum sér enn eitt innan- tóma loforðið um að maður ætli að vera duglegri á næsta misseri. 58 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is Notar þú meira en aðrir? Kíktu á reiknivél ON: www.on.is/reiknivel Orka náttúrunnar er annað stærsta orkufyrirtæki landsins. Við byggjum á mikilli þekkingu á og reynslu af orkuvinnslu. Leiðarljós okkar er að bjóða rafmagn á samkeppnishæfu verði til allra landsmanna. • Reiknaðu út orkunotkun heimilistækjanna • Berðu orkunotkun þína saman við önnur heimili • Fáðu góð ráð varðandi orkunotkun Bakaraofn 5.970 kr. á ári Kæli- & frystiskápur 5.654 kr. á ári Kaffi vél 1.306 kr. á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.