Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 24
Mynd | NordicPhotos/Getty 97.3 VIÐ ERUM KOMIN TIL HÖFUÐBORGARINNAR! Flestir eru sammála um að útivera færi börnum meira en grasgrænu og gleði. Hún er heilsusamleg. Ný bresk rannsókn sýnir að evrópsk skólabörn eyða minna en klukkustund af frítíma sínum í útiveru og að börn hafa ekki tíma til að leika sér. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Niðurstöðurnar eru áhugaverðar í ljósi þess að samkvæmt lögum Evrópusambandsins verða fangar að fá minnst klukkustund í útiveru á dag. Samkvæmt íslenskum lögum eiga fangar að fá minnst 1,5 klukkustundir af útiveru á dag, en fá allt að fjórum tímum. Skólabörnin fá því fjórum sinnum minni skammt af útiveru en fang- ar á Litla-Hrauni. Rannsóknin var framkvæmd fyrir hreinlætisefnafyrirtækið Persil, sem í dag nýtir sér niður- stöðurnar í markaðsherferð þar sem börn eru hvött til að fara út að leika sér, án þess að óttast drullubletti. Herferðin beinist auð- vitað að foreldrunum sem kaupa þvottaefnin, frekar en börnunum sjálfum, en það er líka mikil- vægt að foreldrar hætti að vera hræddir við græsgrænu, drullu og mögulega sýkla. Oft á tíðum eru það foreldrarnir sem hindra börn í að leika sér úti af ótta við allt sem útivera felur í sér; umferð, ókunnugt fólk, vont veður, sýkla og ókunn svæði. En allur þessi ótti Frelsisskerðing 31% barna hefur ekki tíma til að leika sér Börn fara minna út en fangar kvæmdastjóri hjá Rannsóknum og greiningu, segist ekki vita um sambærilega könnun á Íslandi og að ekki sé hægt að heimfæra niðurstöðurnar á íslensk börn. Það sé samt sem áður borðleggj- andi að íslensk börn leiki sér mun minna úti en áður. Hann bendir auk þess á að á Íslandi séum við fremst meðal jafningja þegar komi að skipulagðri íþróttaiðkun, sem þýðir enn minni frítími og útivera fyrir börn. Og mikið hreinlæti skaðlegt Frá örófi alda hefur mannkynið vitað að við lærum í gegnum leik. Þó margskonar kenningar séu uppi um listina að leika sér þá eru flestir sem hafa tjáð sig um efnið sammála um að leikurinn er órjúf- anlegur þáttur af líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum þroska. En börn læra ekki síst í gegnum útileiki. Með því að hitta önnur börn, klifra í trjám, sparka bolta sín á milli og drulla sig út á nýjum og ókönnuðum slóðum þjálfa börn margskonar hæfni og forvitni gagnvart umhverfi sínu. Þar að auki er það börnum hollt að anda að sér fersku lofti. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur bendir á að þær kannanir sem gerðar hafi verið á loftgæðum í skólastofum höfuð- borgarsvæðisins sýni að þeim sé mjög ábótavant. Hún segir loftgæði húsa og inniveru vera ofarlega á baugi í umræðunni, sér- staklega í Norður-Evrópu, vegna þess að 90% tíma okkar eyðum við innandyra. „Þetta þýðir að það er mjög mikilvægt að loftgæði húsa séu í lagi. Við þurfum líka að hvetja skólana til að hleypa börnum meira út því frammistaða og líðan barna er verri ef þau fá ekki súrefni.“ Sylgja bendir einnig á hina svokölluðu „hreinlætiskenningu“. „Kenningin er upprunnin frá niðurstöðum rannsókna sem sýna að börn sem alast upp í sveitum fá síður ofnæmi en börn í borgum og samkvæmt henni er börnum hollt að vera í umhverfi sem örvar ónæmiskerfið. Gagnrýnendur kenningarinnar benda þó á að það geti verið að mengun og of hreint umhverfi sem valdið ofnæmi hjá borgarbörnum, því víst er að það er okkur ekki hollt að vera í of hreinu umhverfi. En sama hvora hlið kenningarinnar sem þú styður þá er útivera alltaf holl.“ Farðu út og njóttu frelsisins Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar eyða skólabörn helmingi minni tíma í útiveru en fangar í breskum og bandarískum öryggisfangelsum, sem fá tvo tíma í útiveru. Samanburðurinn er sláandi og setur hlutina í ansi gott samhengi, ekki síst fyrir fanga sem þrá frelsið. Í myndbandi, sem er hluti af Persil-herferðinni, er hægt að sjá fanga í Wabash Valley fangelsinu í Bandaríkjunum, sem eyða frítíma sínum framan við sjónvarp og tölvuleiki, bregðast við þeim fréttum að börn fái minni en klukkustund í útiveru með mik- ill undrun. „Það væri pynting að fá minna en tvo tíma til útiveru,“ segir einn þeirra á meðan annar þeirra sendir börnum skýr skila- boð; „farið út, klifrið í trjánum og fótbrjótið ykkur, það er hluti af lífinu.“ kemur í veg fyrir að börn læri að kanna ný svæði og anda um leið að sér súrefni. Börn hafa ekki tíma til að leika sér Í könnuninni kemur einnig fram að 75% breskra foreldra segja börnin sín frekar vilja spila íþróttaleiki í tölvu en að fara út að leika sér. 82% þeirra sagði veðrið orsök þess að börn þeirra færu ekki út, 31% sögðu börnin frekar vilja vera inni en úti og 31% sagði börnin ekki hafa neinn tíma til að leika sér. Jón Sveinbjörnsson, fram- Það er alls ekki svo langt síðan börn hentu frá sér skólatöskunum þegar heim var komið, einungis til að hlaupa aftur út og koma ekki heim fyrr en kallað var í matartíma. Ef börn leika sér utandyra í dag er það oftast skipulagður leikur á borð við fótboltaæf- ingar en langflestar íþróttir og tómstundir fara fram innandyra undir vökulu auga fullorðinna. Þunglyndi barna Börn í dag eru sex sinnum líklegri til þess að fara í tölvu- leik en að fara út að hjóla og flest börn eyða langstærstum hluta frítíma síns innandyra; framan við sjónvarpið, tölvuna, snjallsímann eða internetið. Árið 2012 var framkvæmd rann- sókn á áhrifum skjánotkunar á líðan íslenskra barna á aldrinum 10-12 ára. Rannsóknin, sem Rannsóknir og greining fram- kvæmdi, leiddi í ljós að vegna aukinnar skjánotkunar eru börn meira innivið, hreyfa sig minna og hafa minni matarlyst. Einnig greindust tengsl á milli þung- lyndis og of mikillar skjánotk- unar. 24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.