Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.04.2016, Blaðsíða 44
uðu líka báðar meira en líkamleg heilsa þeirra bauð upp á. Þátt- taka feðra þeirra var mismikil og ójöfn. Hrannar hefur hins vegar tekið upp þráðinn við pabba sinn fyrst núna á síðustu árum og þykir greinilega vænt um það samband. „Pabbi minn var blikksmiður allt sitt líf þangað til að hann missti vinnuna fyrir stuttu. Hann dembdi sér þá í að gera upp jeppann sinn og núna keyrir hann túrista um landið.“ Guðfinna segir pabba sinn hafa flutt úr landi til Flórída þegar foreldrar sínir skildu. „Hann er alltaf mjög duglegur að finna sér verkefni,“ segir Guðfinna sem veit ekki hvað hann er að bralla í augna- blikinu en brosir samt við tilhugs- unina. Tækniskólinn Þegar þau Guðfinna og Hrannar kynntust voru þau bæði í Tækni- skólanum í námi. „ Þá lá beinast við að Hrannar væri hjá mér og mömmu þar sem við leigðum á Skúlagötunni og stutt í skólann. Síðan missti mamma húsnæðið og við fluttum til mömmu Hrann- ars í Grafarvoginn þar sem hún leigði. En sumarið 2013 dó Elísabet mamma hans mjög skyndilega þegar hún fékk blóðtappa í lungun og ómögulegt var að bjarga henni.“ Líftryggingin var útborgun í íbúð Þau Guðfinna og Hrannar hefðu hinsvegar aldrei getað átt fyrir útborgun í íbúð ef ekki hefði komið til líftrygging móður Hrannars og síðan slysabætur Guðfinnu sem hún fékk eftir árekstur á Snorra- braut þegar bíll keyrði í veg fyrir hana og hún skaddaðist illa í baki. En fyrir þessa peninga áttu þau fyrir útborgun í 114 fermetra íbúð sem var mjög illa farin og þarfnað- ist viðgerða. „Við ákváðum að stökkva yfir fyrsta þrepið. Flestir sem eru að kaupa sér fyrstu íbúðina myndu kaupa sér tveggja herbergja íbúð. Þetta var fjárfesting fyrir framtíð- ina, við munum koma út í plús að lokum. Planið er alltaf að selja ein- hvern tímann,“ segir Hrannar. Íbúðin kostaði 31 milljón króna. Þau fengu 22 milljónir í íbúðarlán og líftrygging móður Hrannars var útborgun þeirra upp á 9 milljónir. „Íbúðin var óíbúðarhæf þegar við keyptum hana, mygla í eld- húsi og svefnherberginu, hún hafði staðið lengi auð með opnar svaladyr sem rigndi inn um,“ segir Guðfinna og telur að þau hafi fengið íbúðina ódýrt á sínum tíma, sumarið 2013. Þau lögðu síðan 7 milljónir, sem Guðfinna fékk út úr sjúkratryggingunum vegna árekst- ursins, í það að gera upp íbúðina. Ein fyrirvinna Það hefur lengi verið íslenska leiðin að líta á húsnæðiskaup sem fjár- festingu en líklega væru Guðfinna og Hrannar að borga 190 þúsund fyrir 70 fermetra íbúð á leigumark- aðnum „og fáir leigusalar vilja taka við okkur með 40 kg þungan sleða- hund,“ segir Guðfinna. Hrannar er eina fyrirvinnan núna með um það bil 330-360 þúsund krónur hjá Adv- ania sem vaktmaður yfir kerfunum en Guðfinna hefur aðeins unnið að hluta til eftir bílslysið á Snorra- braut árið 2011. Hún barðist við mikla verki í þrjú ár þangað til að henni var loksins bent á endurhæf- ingarprógram hjá VIRK sem hún sótti í níu mánuði. Eftir það vann hún um tíma hjá Dýrabæ og fékk 170 þúsund krónur fyrir hlutastarf en þurfti að hætta þegar hún aftur lenti aftur í slysi þegar bíll bakk- aði á hana á bílastæðinu fyrir utan Kringluna og allt fór í sama farið heilsufarslega. Á meðan hún býr með Hrannari fær hún engar bætur og lítið niðurgreitt vegna þess að Hrannar telst vera hátekjumaður. Hún þyrfti að sækja sjúkraþjálfun en fyrsti tími kostar 11 þúsund krónur og síðan þarf hún að greiða 4 þúsund krónur fyrir næstu tíma og hún telur sig ekki hafa efni á því, eins og staðan er í dag. LÍN og yfirdráttur hjá bankanum Guðfinna er ósátt, eins og margir, við skilyrðin hjá LÍN um námslán. „Ég er á yfirdrætti frá bankanum og ef ég stend mig í náminu gagn- vart LÍN þá eiga námslánin að greiða yfirdráttinn en núna lítur út fyrir að ég sitji upp með yfirdrátt- inn af því að ég hef ekki getað mætt í skólann út af verkjum og LÍN tekur ekki tillit til þess. Ég komst ekki í öll prófin út af líkamlegri heilsu minni á síðustu önn og ég er að reyna að læra núna fyrir báðar annir. Þetta kemur í ljós. En á einu ári er skuldin komin upp í 1.2 millj- ónir króna. Smáforrit um týnd dýr Guðfinna segir að Tyrael bjargi sér en hann teymir hana út að ganga og hreyfa sig á hverjum degi og sjálf er hún á kafi í hundaeigendasam- félaginu. Hún setti upp heimasíðu fyrir það og er hún núna að búa til smáforrit um týnd dýr sem kallast Týndi Týri. Hún segir að á tveim mánuðum, í desember og janúar, hafi um 300 dýr týnst á Íslandi. Hún setti söfnun í gang á Karolina Fund til þess að hanna og búa til smáforritið og hefur hún safnað fyrir öllum kostnaðinum. Borgaralaun Umræðan dvelur um stund við borgarlaunin sem allavega Píratar hafa nefnt sem lausn fyrir marga og þann hóp sem Guðfinna tilheyrir núna en hún er öryrki, eða óvinnu- fær, en fær enga hjálp í kerfinu. „Ef ég væri með borgaralaun þyrfti ég ekki að vera með áhyggjur og gæti verið að gera appið og allt í kring- um hundasamfélagið. Ég held að langflestir vilji gera eitthvað gagn- legt eða skemmtileg heldur en að vera fastir einhvers staðar með ör- yrkjastimpil þar sem enginn hvati er fyrir því að framkvæma og skapa eitthvað fyrir sjálfan sig eða aðra. Ég þyrfti ekki að vera með miklar tekjur til þess að vera komin yfir þetta stress en það að vera hvorki tekju- né bótahæfur sem skapar allt þetta stress,“ segir Guðfinna. Núll öryggisnet Hrannar segir að þau séu svona á mörkunum við hver mánaðamót og það væri ágætt að geta safnað sér og lagt fyrir og haft eitthvað smá öryggisnet. „Núna erum við með alveg núll öryggisnet. Ef eitt- hvað gerist þá hefur maður ekki efni á því. Þetta eiga auðvitað eftir að verða leiðinlegir mánuðir fram- undan og ég mun eflaust taka mér aukavinnu í sumar og sem minnst frí og svoleiðis, en maður þarf bara að gera það til að þrauka, en það er mikið af fólki sem hefur það verra en við peningalega séð. Við erum með 130 þúsund eftir húsnæði og svo fara einhver 30 þúsund í bílinn. En það eru sumir með 150 þúsund krónur í örorkubætur og svo fer það allt í húsaleigu. Það er rosalega mikið af fólki í láglauna- störfum og á örorkubótum sem nær ekkert að njóta og er bara rétt að lifa og eiga fyrir fötunum utan um sig.“ Sjá enga framtíð á Íslandi Guðfinna og Hrannar telja samt nokkuð víst að þau eigi eftir að flytja frá Íslandi en bæta síðan við, „ef ekkert breytist hérna.“ Og það er ýmislegt sem þyrfti að klára áður en við færum út. Það er ekkert á dagskrá alveg strax. Við þurfum að klára íbúðina og selja hana og koma heilsunni í lag hjá Guðfinnu,“ segir Hrannar og Guðfinna bætir við: „Svo eigum við eftir að finna út hvert við förum og helst að vera komin með vinnu eða í skóla áður en við förum út.“ „Ég reyni lítið að hugsa langt fram í tímann. Við tökum bara eitt skref í einu segir Hrannar og stendur upp og kveður af því að hann þarf að sinna ömmu sinni en í símanum hans eru fjögur „missed call“ frá ömmu hans sem bíður eftir dóttursyni sínum. Samfélagssíður þeirra efnaminni Hrannar og Guðfinna þekkja hell- ing af litlum síðum á Facebook sem hjálpa þeim sem eiga minna. Sjálf hafa þau ekki notfært sér þessa leið af því að þeim finnst aðrir hafa það bágara en þau. En hérna eru nokkur dæmi um gagnlegar síður: „Bílar undir 100 þúsund krón- ur“ og „Bílar undir 400 þúsund krónur“. Önnur góð síða er „Matar- gjafir“ sem er með gefins mat og „Gefins allt gefins“ en þar er hægt að fá gefins föt. Guðfinna er búin að fjármagna smáforrit á Karolina Fund fyrir týnd dýr sem hún er með í smíðum. 44 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Frú Ragnheiður – skaðaminnkun Miðvikudaginn 20. apríl mun Svala Jóhannesdóir verkefnastýra hjá Rauða krossinum í Reykjavík kynna skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsera hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með alvarlegan vímuefnavanda. Án fordóma og kvaða Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9 kl. 8.30-9.30 Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 05 10 Tilvalið með í sumarfríið. Traust og fagleg þjónusta. LITHIUM POWER STARTTÆKI Byltingarkennd nýjung! Snjalltæki til að bjarga þér ef bíllinn verður rafmagnslaus á bílastæðinu eða úti á vegum. Bjargvættur sem er fyrirferðalítill (420 gr.) og einfaldur í notkun. Startar flestum bensínvélum og diesel vélum upp að 2,0 llítra. Hleður alla síma, ipadinn, fartölvuna og öll tæki með USB tengi. Innbyggt öflugt led ljós. Straumur út: 5v 2A fyrir síma og ipad, 19v 3,5A fyrir fartölvur, startkraftur allt að 400 Amper. Lithium rafhlaðan er 12.000 mAh. hvað borgar þú fyrir tóner ? Toner Ricoh SPC 430 yellow (821205) Verð hjá Optima (13.04.16): 69.904 kr Okkar verð: 51.500 kr Öll verð eru listuð á vefsíðunni okkar prentvorur.is. Verið velkomin í verslun okkar að Skútuvogi 11, hafið samband á sala@prentvorur.is, eða í síma 553 4000 Prentvörur - Prentum á betra verði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.