Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 82
Katrín Atladóttir forritari
fékk hjólabakteríuna eftir að
hún hætti að keppa í bad-
minton og nýtir hverja lausa
stund til að hjóla
Hjólafólk er nú flest komið með fiðr-
ing í tærnar og farið að undirbúa fák-
ana fyrir sumarið. Katrín Atladóttir,
forritari hjá CCP, er ein þeirra sem
fallið hefur fyrir hjólreiðum og nýtur
hún sín best uppi á fjöllum á hjólinu.
Katrín byrjaði fyrst að hjóla árið 2012.
„Ég æfði badminton frá því ég var
níu ára, keppti og var í landsliðinu.
Svo þegar ég hætti árið 2013 vantaði
mig eitthvað skemmtilegt að gera í
staðinn og þetta tók við,“ segir Katrín.
„Ég byrjaði svo af alvöru í þessu
fjallahjólastússi árið 2014. Í lok þess
sumars fannst mér ég komin í svo gott
hjólaform að ég tímdi ekki að missa
það niður yfir veturinn. Þá gekk ég til
liðs við hjólreiðafélagið Tind og æfði
með þeim allan veturinn. Það var í
fyrsta skipti sem ég fór í götuhjól-
reiðar og ég hef stundað þær síðan,
en aðallega til að halda mér í formi og
til að geta gert meira á fjallahjólinu,“
segir hún.
Hjólreiðarnar taka sífellt meiri tíma
hjá Katrínu. Sumarið 2015 var varla
dauð stund hjá henni. „Mér var boðið
að vera með í Team Kría í WOW Cyc-
lothon og við urðum í öðru sæti. Það
var mjög gaman og ég kynntist stelp-
unum í liðinu vel og eignaðist góða
vini. Þar fyrir utan eyddi ég öllum
mínum tíma á fjallahjólinu,“ segir
Katrín.
Katrín og eiginmaður hennar,
Sveinn Friðrik Sveinsson, fjármála-
stjóri hjá Bílanausti, fóru einmitt í
vikulanga hjólaferð til Ítalíu síðasta
sumar. „Við fórum í ítölsku alpana
með leiðsögumanni og það var alveg
magnað,“ segir Katrín en þau lögðu af
stað í ferðina aðeins tveimur dögum
eftir að Katrín lauk keppni í WOW
Cyclothon.
Er ekki hentugt að vera með maka
sínum í svona tímafreku sporti?
„Jú, og það er líka ógeðslega
skemmtilegt. Við getum hjólað allt
saman og í þessari Ítalíuferð gat ég
hjólað allt sem leiðsögumaðurinn fór
með okkur, þó að Sveinn sé búinn að
vera í þessu miklu lengur en ég.“
Er þetta ekki voðalegt græjusport?
„Jú, það er svolítið þannig. Ég upp-
færði fjallahjólið mitt fyrir jólin 2014
og það var þvílíkur munur fyrir mig,
ég er búin að skemmta mér mikið á
því síðan. Svo fékk ég mér líka alvöru
Racer til að götuhjóla á.“
Þó Katrín stundi bæði götuhjólreið-
ar og fjallahjólreiðar er hún ekki vafa
um hvað er í uppáhaldi.
„Mér finnst skemmtilegast að vera
á fjöllum. Það er svo mikið frelsi sem
felst í því að vera á hjóli uppi á fjöll-
um. Að geta komist yfir langan spöl á
stuttum tíma en líka að þurfa að hafa
fyrir þessu, til dæmis þegar maður
þarf að labba með hjólið á bakinu.
Skemmtilegast er þó alltaf að fara
niður brekkur.“
Katrín segir að ekki þurfi að fara
langt til að finna spennandi hjóla-
leiðir í Reykjavík og nágrenni borgar-
innar. „Það er frábært að fara í Öskju-
hlíð og svo er hægt að fara í Hengilinn
eða Reykjadal. Ég elska líka að fara
til Akureyrar og leika mér í viku. Það
er frábær fjallahjólaleið þar sem fer í
gegnum Kjarnaskóg.
Nú er farið að styttast í sumarið,
ertu orðin spennt?
„Ja, ég er reyndar að fara að eignast
barn í maí svo ég mun hjóla eitthvað
minna í ár en í fyrra. Ég er samt að-
eins búin að vera að hjóla úti í vetur,
eftir því sem færðin hefur leyft. Það
kemur sumar eftir þetta sumar.“
Það hefur orðið mikil aukning í
áhuga fólks á hjólreiðum hér á landi
síðustu misseri. Katrín segir þennan
aukna áhuga ánægjulegan en stíga
þurfi varlega til jarðar.
„Það hefur orðið algjör sprenging
og það eru einhverjir vaxtarverkir í
sportinu. Það verður bara að passa að
gera þetta í sátt og samlyndi við gang-
andi vegfarendur og aðra sem nota
stíga. Hjólreiðafólk verður að vera
kurteist og hægja á sér og auðvit að
ekki að hjóla fyrir utan stíga. Það má
ekki valda skemmdum.“
En þrátt fyrir þetta æði er sportið
er greinilega komið til að vera í þínu
lífi...
„Já. Tilfinningin sem ég finn þegar
ég er á fjallahjólinu er alveg ótrúleg.
Það er uppáhalds mómentið mitt, að
vera einhvers staðar uppi á fjöllum í
góðum félagsskap eða jafnvel ein. Það
er alveg geggjað.“ | hdm
10 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016
Hjól
Nýtur sín best á hjóli uppi á fjöllum
Katrín og Sveinn Friðrik í
ítölsku ölpunum í fyrra.
Katrín og stelpurnar í Team Kría sem
hafnaði í öðru sæti í WOW Cyclathon.
Mynd | Björg Vigfúsdóttir
Katrín naut sín vel í vikulangri
hjólaferð um ítölsku alpana.