Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
þjónustufólk?
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur lokað
göngustígum út frá aðalstígnum
upp að útsýnispallinum við Skóga-
foss vegna aurbleytu og til þess að
draga úr skemmdum á gróðri með-
fram þeim. Vegna framkvæmda
við uppbyggingu göngustíga á
Skógarheiði er stígurinn þar jafn-
framt lokaður á meðan en aðkoma
að fossinum á neðra svæðinu er
óbreytt.
Árný Lára Karvelsdóttir, mark-
aðs- og kynningarfulltrúi í Rangár-
þingi eystra, segir að samkvæmt
könnun frá Rannsóknum og ráð-
gjöf sé áætlað að 147 þúsund er-
lendir ferðamenn hafi komið að
Skógafossi 2008, 237 þúsund 2013,
425 þúsund 2014 og 555 þúsund í
fyrra. Þeim hafi síðan fjölgað tölu-
vert í ár. 43% erlendra ferða-
manna sem komið hafi til landsins
með flugi eða ferju 2015 hafi kom-
ið að Skógafossi en 29% árið 2008.
Anton Kári Halldórsson, skipu-
lags- og byggingafulltrúi í Rangár-
þingi eystra, segir að reynt hafi
verið að bregðast við auknum
fjölda ferðamanna með aðgerðum
til bráðabirgða en þær dugi ekki
lengur. Samkvæmt fyrirhugaðri
deiliskipulagsbreyting á neðra
svæðinu sé gert ráð fyrir að bíla-
stæðin færist út fyrir friðlýsta
svæðið og verði framan við þjón-
ustusvæðið. Jafnframt sé áætlað
að leggja malbikaða göngustíga
þaðan að fossinum til þess að stýra
umferð fólks betur. „Vonandi verð-
ur farið í þessa vinnu í vor og
verkinu lokið næsta sumar,“ segir
hann.
Sverrir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri byggðasafnsins í
Skógum, segir að staðan í sam-
bandi við aðgengi að Skógafossi sé
mjög slæm og leiðsögumenn kvarti
mikið yfir aðgerðaleysi. Rigningin
í haust hafi gert illt verra. Hann
bendir á að um 5.000 manns hafi
skoðað safnið í nýliðnum mánuði.
Ferðamönnum í safninu hafi fjölg-
að um 40% í nóvember miðað við
sama mánuð í fyrra og þeir séu að-
eins 5% þeirra sem fari að foss-
inum. „Það er stanslaus umferð
allan daginn til og frá fossinum,“
segir hann. Stígarnir verði
væntanlega lokaðir næstu tvær
vikurnar.
Stígum við Skógafoss
lokað vegna átroðnings
Morgunblaðið/RAX
Drullusvað Göngustígar fyrir ofan Skógafoss verða lokaðir næstu daga til þess að draga úr skemmdum.
„Við erum verulega ósátt við þessar
hækkanir, umfram verðlagsþróun, á
sama tíma og við erum að leita allra
leiða til að draga
úr byggingar-
kostnaði,“ segir
Árni Jóhannsson,
forstöðumaður
bygginga- og
mannvirkjasviðs
hjá Samtökum
iðnaðarins, um
þær verðhækkan-
ir sem Reykjavík-
urborg hefur boð-
að hjá umhverfis-
og skipulagssviði um áramót.
Ýmis gjöld sem rukkuð eru fyrir
t.d. byggingarleyfi, skipulagsvinnu,
eftirlit, úttektir og vottorð hækka
töluvert umfram verðlagsþróun
þessa árs. Algeng hækkun á milli ára
er frá tæplega 10% og upp undir 30-
40%. Dæmi eru um meiri hækkanir á
einstökum gjöldum. Þá eru sett á
nokkur ný gjöld.
Í greinargerð borgarstjóra með
tillögu að gjaldskrárbreytingum
segir að gjaldskrár umhverfis- og
skipulagssviðs eigi að endurspegla
raunkostnað. Um síðustu áramót
urðu einnig hækkanir á ýmsum
gjöldum á þessu sviði borgarinnar,
sem komu hart niður á byggingar-
verktökum og íbúðareigendum.
„Þetta mun að sjálfsögðu fara út í
íbúðaverðið og er ekki til þess fallið
að auka framboð á nýju húsnæði,
sem allir eru sammála um að full
þörf sé fyrir, sér í lagi fyrir ungt fólk
og kaupendur fyrstu íbúðar. Þetta
styður því ekki við þá viðleitni að
auka framboðið,“ segir Árni enn
fremur. bjb@mbl.is
Gagnrýna hækk-
anir hjá borginni
Fara beint út í íbúðaverð, að mati SI
Árni
Jóhannsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt ríkið hafi tekið við hlut sam-
eigenda sinna í hverasvæðinu við
Geysi í Haukadal hefur það ekki
skipað fulltrúa í matsnefnd sem
ákvarða á kaupverðið. Landeig-
endur eru ákaflega ósáttir við þann
drátt sem orðið hefur á frágangi
málsins, sérstaklega í ljósi þess að
undirbúningur friðlýsingar, sem
átti að vinna að í kjölfar kaupanna,
er kominn á fullt.
Gengið var frá samningi um kaup
ríkisins á hlut meðeigenda sinna á
Geysissvæðinu í byrjun október.
Kveðið var á um að kaupverð yrði
lagt í mat þriggja dómkvaddra
matsmanna. Hvor aðili á að tilnefna
einn fulltrúa og oddamann sameig-
inlega. Landeigendur hafa fyrir
löngu náð samkomulagi í sínum
röðum um fulltrúa og aðilar hafa
ákveðinn mann í huga sem odda-
mann. Hins vegar hefur dregist að
ríkið tilnefni sinn fulltrúa.
Þvingaðir til samninga
Hjörleifur Kvaran, lögmaður
Landeigendafélagsins, hefur engar
skýringar á því. Segist hafa verið
að reka á eftir þessu máli í margar
vikur. „Það rignir yfir mig tölvu-
bréfum frá landeigendum. Þol-
inmæði þeirra er löngu þrotin og
þeir sætta sig ekki við þennan
drátt. Ég á engin svör fyrir þá,“
segir Hjörleifur.
Landeigendum brá þegar þeir
sáu frétt í Morgunblaðinu í fyrra-
dag um að Umhverfisstofnun hefði
hafið undirbúning að friðlýsingu
svæðisins. Ekki það að þeir séu á
móti friðlýsingu heldur hversu
hratt er farið í málið sem átti að
vinna í kjölfar kaupa ríkisins á
landinu. Ríkið tók við landinu við
undirritun kaupsamnings en hefur
ekki staðið við sinn hluta.
Þá er rifjað upp að samningur
um kaup ríkisins var gerður í
skugga hótana um eignarnám og
friðlýsingu. Landeigendur hafi
þannig verið þvingaðir til samn-
inga.
Eftir að ríkið hefur tilnefnt full-
trúa í matsnefnd og gengið hefur
verið frá skipan oddamanns verður
farið fram á það við Héraðsdóm
Reykjavíkur að hann staðfesti dóm-
kvaðningu þeirra. Þá fyrst getur
vinna við mat á verðmæti svæðisins
hafist.
Verðmæti nálægt
2 milljörðum
Verðmæti Geyissvæðisins var 2,5
til 3,5 milljarðar á síðasta ári, sam-
kvæmt mati sem Landeigend-
afélagið lét gera. Þar var miðað við
tekjuöflunarmöguleika og fjölda
ferðamanna. Landeigendur buðust
til að kaupa 30% hlut ríkisins í
landinu á 850 milljónir kr., sem
samsvarar því að heildarmat svæð-
isins væri rúmir 2,8 milljarðar.
Samkvæmt þessu mati ætti hlutur
annarra landeigenda en ríkisins að
vera á bilinu 1,7 til 2,5 milljarðar
króna, ef miðað er við landstærð og
fjölda ferðamanna á síðasta ári.
Ríkið hefur ekki skipað matsmann
Landeigendur við Geysi óánægðir með framkomu ríkisins vegna landakaupa
Byrjað að undirbúa friðlýsingu en ekki hafin vinna við ákvörðun kaupverðs
Morgunblaðið/Ómar
Strokkur Fjöldi fólks leggur leið sína að Geysi á hverjum degi, allt árið.
Fyrsta vika des-
ember er sú hlýj-
asta sem mælst
hefur í Reykjavík
frá því að mæl-
ingar hófust árið
1871 eða fyrir
145 árum, sam-
kvæmt upplýs-
ingum Trausta
Jónssonar, veðurfræðings. Í gær
var hitinn í Reykjavík átta stigum
fyrir ofan meðallag. Á Akureyri má
hins vegar finna dæmi um hlýrri
desemberdaga.
Ólíklegt er að árið 2016 verði það
hlýjasta frá upphafi mælinga hér á
landi en ljóst er að það verður á
„topp tíu“. „Það er ekki alveg ljóst
hvar þetta ár lendir en ég tel líklegt
eins og staðan er í augnablikinu að
það verði í hópi þeirra tíu hlýjustu,“
sagði Trausti í samtali við mbl.is
Ekki hlýrri dagar í
desember í 145 ár
Maður brenndist illa í gær þegar
hann hellti yfir sig bensíni og
kveikti í. Maðurinn er hælisleitandi
og gerði þetta við húsnæði Útlend-
ingastofnunar í Víðinesi. Hann var
lagður inn á gjörgæsludeild Land-
spítalans og sagður í lífshættu í
gærkvöldi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu var einnig kölluð að Víðinesi
fyrr um daginn þegar annar hælis-
leitandi hótaði að skaða sjálfan sig.
Hann var fluttur á lögreglustöð.
Hælisleitandi í lífs-
hættu eftir íkveikju