Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 4

Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða þjónustufólk? Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Umhverfisstofnun hefur lokað göngustígum út frá aðalstígnum upp að útsýnispallinum við Skóga- foss vegna aurbleytu og til þess að draga úr skemmdum á gróðri með- fram þeim. Vegna framkvæmda við uppbyggingu göngustíga á Skógarheiði er stígurinn þar jafn- framt lokaður á meðan en aðkoma að fossinum á neðra svæðinu er óbreytt. Árný Lára Karvelsdóttir, mark- aðs- og kynningarfulltrúi í Rangár- þingi eystra, segir að samkvæmt könnun frá Rannsóknum og ráð- gjöf sé áætlað að 147 þúsund er- lendir ferðamenn hafi komið að Skógafossi 2008, 237 þúsund 2013, 425 þúsund 2014 og 555 þúsund í fyrra. Þeim hafi síðan fjölgað tölu- vert í ár. 43% erlendra ferða- manna sem komið hafi til landsins með flugi eða ferju 2015 hafi kom- ið að Skógafossi en 29% árið 2008. Anton Kári Halldórsson, skipu- lags- og byggingafulltrúi í Rangár- þingi eystra, segir að reynt hafi verið að bregðast við auknum fjölda ferðamanna með aðgerðum til bráðabirgða en þær dugi ekki lengur. Samkvæmt fyrirhugaðri deiliskipulagsbreyting á neðra svæðinu sé gert ráð fyrir að bíla- stæðin færist út fyrir friðlýsta svæðið og verði framan við þjón- ustusvæðið. Jafnframt sé áætlað að leggja malbikaða göngustíga þaðan að fossinum til þess að stýra umferð fólks betur. „Vonandi verð- ur farið í þessa vinnu í vor og verkinu lokið næsta sumar,“ segir hann. Sverrir Magnússon, fram- kvæmdastjóri byggðasafnsins í Skógum, segir að staðan í sam- bandi við aðgengi að Skógafossi sé mjög slæm og leiðsögumenn kvarti mikið yfir aðgerðaleysi. Rigningin í haust hafi gert illt verra. Hann bendir á að um 5.000 manns hafi skoðað safnið í nýliðnum mánuði. Ferðamönnum í safninu hafi fjölg- að um 40% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og þeir séu að- eins 5% þeirra sem fari að foss- inum. „Það er stanslaus umferð allan daginn til og frá fossinum,“ segir hann. Stígarnir verði væntanlega lokaðir næstu tvær vikurnar. Stígum við Skógafoss lokað vegna átroðnings Morgunblaðið/RAX Drullusvað Göngustígar fyrir ofan Skógafoss verða lokaðir næstu daga til þess að draga úr skemmdum. „Við erum verulega ósátt við þessar hækkanir, umfram verðlagsþróun, á sama tíma og við erum að leita allra leiða til að draga úr byggingar- kostnaði,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, um þær verðhækkan- ir sem Reykjavík- urborg hefur boð- að hjá umhverfis- og skipulagssviði um áramót. Ýmis gjöld sem rukkuð eru fyrir t.d. byggingarleyfi, skipulagsvinnu, eftirlit, úttektir og vottorð hækka töluvert umfram verðlagsþróun þessa árs. Algeng hækkun á milli ára er frá tæplega 10% og upp undir 30- 40%. Dæmi eru um meiri hækkanir á einstökum gjöldum. Þá eru sett á nokkur ný gjöld. Í greinargerð borgarstjóra með tillögu að gjaldskrárbreytingum segir að gjaldskrár umhverfis- og skipulagssviðs eigi að endurspegla raunkostnað. Um síðustu áramót urðu einnig hækkanir á ýmsum gjöldum á þessu sviði borgarinnar, sem komu hart niður á byggingar- verktökum og íbúðareigendum. „Þetta mun að sjálfsögðu fara út í íbúðaverðið og er ekki til þess fallið að auka framboð á nýju húsnæði, sem allir eru sammála um að full þörf sé fyrir, sér í lagi fyrir ungt fólk og kaupendur fyrstu íbúðar. Þetta styður því ekki við þá viðleitni að auka framboðið,“ segir Árni enn fremur. bjb@mbl.is Gagnrýna hækk- anir hjá borginni  Fara beint út í íbúðaverð, að mati SI Árni Jóhannsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt ríkið hafi tekið við hlut sam- eigenda sinna í hverasvæðinu við Geysi í Haukadal hefur það ekki skipað fulltrúa í matsnefnd sem ákvarða á kaupverðið. Landeig- endur eru ákaflega ósáttir við þann drátt sem orðið hefur á frágangi málsins, sérstaklega í ljósi þess að undirbúningur friðlýsingar, sem átti að vinna að í kjölfar kaupanna, er kominn á fullt. Gengið var frá samningi um kaup ríkisins á hlut meðeigenda sinna á Geysissvæðinu í byrjun október. Kveðið var á um að kaupverð yrði lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. Hvor aðili á að tilnefna einn fulltrúa og oddamann sameig- inlega. Landeigendur hafa fyrir löngu náð samkomulagi í sínum röðum um fulltrúa og aðilar hafa ákveðinn mann í huga sem odda- mann. Hins vegar hefur dregist að ríkið tilnefni sinn fulltrúa. Þvingaðir til samninga Hjörleifur Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins, hefur engar skýringar á því. Segist hafa verið að reka á eftir þessu máli í margar vikur. „Það rignir yfir mig tölvu- bréfum frá landeigendum. Þol- inmæði þeirra er löngu þrotin og þeir sætta sig ekki við þennan drátt. Ég á engin svör fyrir þá,“ segir Hjörleifur. Landeigendum brá þegar þeir sáu frétt í Morgunblaðinu í fyrra- dag um að Umhverfisstofnun hefði hafið undirbúning að friðlýsingu svæðisins. Ekki það að þeir séu á móti friðlýsingu heldur hversu hratt er farið í málið sem átti að vinna í kjölfar kaupa ríkisins á landinu. Ríkið tók við landinu við undirritun kaupsamnings en hefur ekki staðið við sinn hluta. Þá er rifjað upp að samningur um kaup ríkisins var gerður í skugga hótana um eignarnám og friðlýsingu. Landeigendur hafi þannig verið þvingaðir til samn- inga. Eftir að ríkið hefur tilnefnt full- trúa í matsnefnd og gengið hefur verið frá skipan oddamanns verður farið fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að hann staðfesti dóm- kvaðningu þeirra. Þá fyrst getur vinna við mat á verðmæti svæðisins hafist. Verðmæti nálægt 2 milljörðum Verðmæti Geyissvæðisins var 2,5 til 3,5 milljarðar á síðasta ári, sam- kvæmt mati sem Landeigend- afélagið lét gera. Þar var miðað við tekjuöflunarmöguleika og fjölda ferðamanna. Landeigendur buðust til að kaupa 30% hlut ríkisins í landinu á 850 milljónir kr., sem samsvarar því að heildarmat svæð- isins væri rúmir 2,8 milljarðar. Samkvæmt þessu mati ætti hlutur annarra landeigenda en ríkisins að vera á bilinu 1,7 til 2,5 milljarðar króna, ef miðað er við landstærð og fjölda ferðamanna á síðasta ári. Ríkið hefur ekki skipað matsmann  Landeigendur við Geysi óánægðir með framkomu ríkisins vegna landakaupa  Byrjað að undirbúa friðlýsingu en ekki hafin vinna við ákvörðun kaupverðs Morgunblaðið/Ómar Strokkur Fjöldi fólks leggur leið sína að Geysi á hverjum degi, allt árið. Fyrsta vika des- ember er sú hlýj- asta sem mælst hefur í Reykjavík frá því að mæl- ingar hófust árið 1871 eða fyrir 145 árum, sam- kvæmt upplýs- ingum Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Í gær var hitinn í Reykjavík átta stigum fyrir ofan meðallag. Á Akureyri má hins vegar finna dæmi um hlýrri desemberdaga. Ólíklegt er að árið 2016 verði það hlýjasta frá upphafi mælinga hér á landi en ljóst er að það verður á „topp tíu“. „Það er ekki alveg ljóst hvar þetta ár lendir en ég tel líklegt eins og staðan er í augnablikinu að það verði í hópi þeirra tíu hlýjustu,“ sagði Trausti í samtali við mbl.is Ekki hlýrri dagar í desember í 145 ár Maður brenndist illa í gær þegar hann hellti yfir sig bensíni og kveikti í. Maðurinn er hælisleitandi og gerði þetta við húsnæði Útlend- ingastofnunar í Víðinesi. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild Land- spítalans og sagður í lífshættu í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu var einnig kölluð að Víðinesi fyrr um daginn þegar annar hælis- leitandi hótaði að skaða sjálfan sig. Hann var fluttur á lögreglustöð. Hælisleitandi í lífs- hættu eftir íkveikju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.