Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 8

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Axel Jóhann Axelsson skrifar:    Kastljós RÚVhefur farið mikinn að und- anförnu, t.d. með aftöku eins stærsta eggjabús landsins og í framhaldinu virðist hafa átt að ganga frá nokkrum hæstaréttardómurum ærulausum og þá ekki síst forseta réttarins. Einhver sem hlýtur að hafa hags- muni af því að gera tortryggilega dóma vegna ýmissa mála sem tengjast Glitni og slitabúi hans virðist hafa lekið skjölum um fjár- mál dómaranna fyrir hrun og látið líta út fyrir að þeir væru vanhæfir til að kveða upp dóma í málum tengdum hrunverjum Glitnis.    Kastljós hefur greinilega fariðfram af meira kappi en forsjá í þessu máli, enda hefur for- seti Hæstaréttar lagt fram gögn sem sýna fram á að upphlaup Kastljóss vegna málsins hefur ver- ið unnið af óvandvirkni og af hreinni æsifréttamennsku. Eins og venjulega stendur ekkert á hörðum viðbrögðum frá dómstóli götunnar, sem umsvifalaust tekur undir falska niðurstöðu Kastljóss- ins og er algerlega tilbúinn til að dæma æruna af hæstaréttardóm- urunum og fróðlegt verður að fylgjast með því hvort sönn- unargögn um sakleysi sakborn- inga koma til með að breyta þeirri niðurstöðu. Það er merkilegt að sjá hve auð- velt virðist vera að gera dómstóla landsins tortryggilega af þeim sem dóma hafa fengið á sig vegna ýmissa sakamála, eða einhverra huldumanna sem þeim tengjast.“    Minna má á, að fyrir hálfu árivoru sömu „arkitektar“ á ferð þegar forsætisráðherrann var felldur. Axel Jóhann Axelsson Kunnuglegur óhugnaður STAKSTEINAR Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða öryggisvörð? Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Hágæða leðurskór frá Stærðir 34-47 ERIS Verð: 19.999 MARS m/stáltá Verð: 21.999 SATURN Verð: 15.999 Veður víða um heim 7.12., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 9 þoka Ósló 1 rigning Kaupmannahöfn 4 súld Stokkhólmur 2 rigning Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 1 þoka Brussel 9 heiðskírt Dublin 14 skýjað Glasgow 14 skúrir London 11 þoka París 8 heiðskírt Amsterdam 8 þoka Hamborg 5 heiðskírt Berlín 2 rigning Vín -1 þoka Moskva -11 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 11 skýjað Winnipeg -5 snjókoma Montreal 0 súld New York 4 súld Chicago -2 skýjað Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:05 15:36 ÍSAFJÖRÐUR 11:46 15:05 SIGLUFJÖRÐUR 11:31 14:46 DJÚPIVOGUR 10:43 14:57 Fjármálaeftirlitið (FME) kveðst al- mennt ekki geta gefið upplýsingar um aðgerðir sínar eða skoðanir, fyrr en að málalokum. Það sé í samræmi við gagnsæisstefnu stofnunarinnar. Fjármálaeftirlitið mun því ekki tjá sig um mál hæstaréttardómara sem hafa verið í fréttum vegna hluta- bréfaviðskipta fyrir hrun. Í skriflegu svari Sigurðar Val- geirssonar, upplýsingafulltrúa FME, benti hann á 58. grein laga um fjármálafyrirtæki (161/2002). Þar segir að „stjórnarmenn fjármálafyr- irtækis, framkvæmdastjórar, endur- skoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyr- irtækisins eru bundnir þagnar- skyldu um allt það sem þeir fá vitn- eskju um við framkvæmd starfa síns og varðar við- skipta- eða einka- málefni viðskipta- manna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar sam- kvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“ Í næstu máls- grein segir að „sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna við- takanda um þagnarskylduna.“ Brot á 58. greininni varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Fjármálaeftirlitið tjáir sig ekki FME Minnir á þagnarskyldu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ólafur Ingi Jónsson, forvörður á Listasafni Íslands, segir óumdeilt að uppboðsfyrirtækið Bruun Rasmussen hafi haft vitneskju um að verk Svavars Guðna- sonar sem boðið var upp í fyrra- dag hafi verið falsað. Ólafur var viðstaddur uppboð á verk- inu og segir um augljósa fölsun að ræða. Verkið var slegið á 30 þúsund danskar krónur. „Það er algjörlega óum- deilt að fyrirtækið Bruun Rasm- ussen seldi verkið, vitandi að það væri falsað,“ segir Ólafur. Verkið er annað tveggja sem sögð voru eftir Svavar en gerð voru upptæk af lögreglu skömmu áður en til stóð að bjóða þau upp fyrir tveim- ur árum þar sem grunur lék á fölsun. Rannsókn málsins dagaði uppi m.a. vegna þess að engin sala fór fram. Verkið fór því að nýju til fyrri eiganda. „Uppboðshúsið hef- ur allar upplýsingar um að verkið sé falsað,“ segir Ólafur, sem seg- ist hafa gert skýrslu um málið fyrir dönsku lögregluna áður en rannsókn málsins var hætt. Þeirri skýrslu hafi hann ítrekað komið á framfæri, þótt hann hafi ekki gert það við uppboðshúsið sérstaklega. „Það eina sem hægt er að gera er að óska eftir því að málið verði rannsakað að nýju. Að öðru leyti ætla ég ekki að hafa frekari af- skipti af þessu máli,“ segir Ólaf- ur. Segir uppboðshús hafa vitað um fölsun  Gerði skýrslu um fölsun verkanna Ólafur Ingi Jónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.