Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
munnsogstafla við særindum í hálsi
Nýtt
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta
leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Ljósmynd/Bjarni Þorsteinsson
Verðlaunahafar Ragna Sigurðar-
dóttir og Marion Pauw með Ísnál-
ina. Ragna þýddi bókina Konan í
myrkrinu eftir Pauw.
Díana Rós A. Rivera
dianarosarivera@gmail.com
Veröld gaf í sumar út vinsæl-ustu skáldsögu hollenskarithöfundarins MarionPauw, Konuna í myrkrinu,
í íslenskri þýðingu Rögnu Sigurðar-
dóttur, en bókin hlaut verðlaunin Ís-
nálina á glæpasagnahátíðinni Ice-
land Noir á dögunum fyrir bestu
þýddu glæpasöguna á Íslandi árið
2016.
Fyrir Konuna í myrkrinu, eða
Daglicht eins og hún heitir á frum-
málinu, fékk Marion Pauw verðlaun-
in Gullnu snöruna í heimalandi sínu,
en bókin hefur selst í yfir 200.000
eintökum í Evrópu. Gerð hefur verið
mynd byggð á bókinni í Hollandi sem
hefur hlotið fjölda verðlauna auk
þess sem stórmynd eftir sögunni er í
burðarliðnum Bandaríkjunum.
Marion Pauw hikar ekki þegar
hún er spurð að því hvort skrif séu
ær hennar og kýr. „Jú, svo sannar-
lega. Þannig hefur það alltaf verið.
Ég vann áður í auglýsingabrans-
anum og samdi mikið af auglýsinga-
texta en fyrir 12 árum kom fyrsta
skáldsagan mín út og eftir það varð
ekki aftur snúið.“
Marion lýsir því að sköpunin
gefi henni þá tilfinningu að hún hafi
stjórn á hlutunum, tilfinningu sem
sjaldan fæst í daglegu lífi. „Það er
hvorki hægt að stjórna veðrinu né
fólki, því sem það gerir eða segir eða
upplifir, en rithöfundur hefur vald til
þess að stjórna öllu og öllum.“
Hún segir skrifin afslappandi og
að við þau komist hún nánast í nokk-
urs konar dáleiðsluástand þar sem
orðin streymi fram áreynslulaust og
áður en hún viti af sér séu jafnvel
nokkrar klukkustundir liðnar.
Mikilvægast af öllu við skrifin
segir hún að sé að setja sér engin
mörk, takmarka sig ekki á nokkurn
hátt. „Um leið þú ferð að vera of
sjálfsgagnrýnin eða hafa áhyggjur af
því að hvað öðru fólki finnst um text-
ann stöðvast flæðið. Þetta er spurn-
ing um að gefa sér frelsi til þess að
skrifa allt sem kemur upp í hugann
án þess að velta útkomunni fyrir sér.
Þótt skáldsagan þín verði vinsæl
þýðir það ekki endilega að þú sért á
einhvern hátt betri eða færari en
aðrir rithöfundar og að sama skapi
ertu ekki verri en þeir á nokkurn
hátt ef hún verður það ekki,“ segir
hún og bætir við að vinsældir snúist
fyrst og fremst um að vera á réttum
stað á réttum tíma, með rétta titilinn.
„Þetta er ekkert annað en spurning
um heppni. Þú hefur ekki stjórn á
ytri aðstæðum og ættir því ekki að
eyða tíma í að hafa áhyggjur af
þeim.“
Ekki hver heldur hvers vegna
Konan í myrkrinu fjallar um
lögfræðinginn Írisi og Ray, sem er
ekki eins og fólk er flest og er lok-
aður inni á stofnun fyrir hrottalegt
morð á ungri konu og dóttur hennar.
Leiðir þeirra liggja saman sem það
hrindir af stað atburðarás sem gjör-
breytir lífi þeirra.
Marion segir að skáldsagan sé í
raun frekar sálfræðitryllir en glæpa-
saga. „Bækurnar mínar eru ekki um
það hver framdi glæpinn heldur
hvernig fólk komst á þann stað sem
það er á í lífinu, hvað gerðist.“ Í bók-
inni tala sögupersónur til skiptis,
sem gefur lesendum innsýn í huga
þeirra, og hefur Marion hlotið mikið
lof fyrir það hversu vel henni tekst
að lýsa hugarheimi Rays, sem er ein-
hverfur. „Mér finnst gæta mikils
misskilnings þegar kemur að ein-
hverfu. Ég held að einhverft fólk
upplifi sig oft ekki öruggt og finni því
upp aðferðir sem hjálpa því að finna
til öryggis, hvort sem það er með því
að loka sig af frá umheiminn eða róa
fram í gráðið. Lykillinn að því að
hjálpa einhverfu fólki er að hjálpa
því að upplifa sig öruggt með sjálft
sig og svo smám saman í umheim-
inum.“
Hún segir að sífellt sé reynt að
steypa fólk í sama mót í samfélagi
okkar, troða okkur öllum í sama hólf-
ið, hvort sem við eigum heima þar
eða ekki. „Þetta er eins og að reyna
að troða hringlaga kubbi í gegnum
ferkantað gat. Það er hreinlega ekki
hægt.“
Huginn hvíldur
Spurð hvort hún telji að fólk lesi
almennt minna nú en fyrir áratug
segir Marion að það sé ekki spurn-
ing, nú til dags eyði fólk umtalsvert
meiri tíma í að horfa á lítinn skjá en í
að lesa. „Einbeiting fólks hefur
minnkað svo mikið og áreitið er
miklu meira en áður. Þetta er óheil-
brigt. Íslendingar eru heppnir því að
þeir búa að því að geta komist út í
náttúruna með lítill fyrirhöfn, hún er
allt um kring. Það er svo mikilvægt
að komast út í náttúruna til að hvíla
hugann, hann hreinlega ofhitnar í
öllu upplýsingaflæðinu sem fylgir
nútímanum,“ segir hún og heldur
áfram: „Lestur er leið hugleiðslu og
slökunar. Þegar fólk les er það inni í
annarri sögu en sinni eigin, hluti af
öðrum heimi, og athyglin er á einn
hlut en ekki út og suður. Þar að auki
víkkar lestur sjóndeildarhring fólks
og heimssýn, uppfræðir það um hluti
sem það vissi ekkert um. Ég veit
ekkert betra en að lesa,“ segir Mar-
ion Pauw að lokum.
Að gefa
sér frelsi
til að skrifa
Hollenski rithöfundurinn Marion Pauw hlaut á
dögum verðlaunin Ísnálina fyrir bestu þýddu glæpa-
söguna á Íslandi árið 2016. Hún skrifar til þess að
upplifa það að hún hafi stjórn á hlutunum, tilfinn-
ingu sem hún segist sjaldan finna í daglegu lífi.
Metsöluhöfundur Marion Pauw starfaði við auglýsingagerð áður en hún
sneri sér að skáldsagnaritun með góðum árangri.
„Bækurnar mínar eru
ekki um það hver framdi
glæpinn heldur hvernig
fólk komst á þann stað
sem það er á í lífinu,
hvað gerðist.“
Gunnar Þór
Bjarnason, höf-
undur stórvirkis-
ins Stríðið mikla
1914-1918, segir
frá bók sinni í
fyrirlestrasal Nor-
ræna hússins kl.
20 í kvöld, fimmtu-
daginn 8. desem-
ber.
Gunnar fræðir
gesti um þennan
afdrifaríkasta atburð 20. aldar og
áhrif hans á Íslendinga. Samhliða
sýnir hann myndir sem prýða bókina
og ræðir miðlun söguefnis.
Aðdragandi fyrri heimsstyrjaldar-
innar minnir í ýmsu á nútímann en
eftir langt tímabil friðar og hagsæld-
ar áttu margir bágt með að trúa því
að stórstyrjöld gæti skollið á milli
helstu menningarþjóða Evrópu.
Norræna húsið
Gunnar Þór
Bjarnason
Stríðið mikla
Opnunarhóf verður haldið í endur-
bættri og breyttri búð Rauða kross-
ins í Mjódd kl. 17-19 í dag, fimmtu-
daginn 8. desember.
Margrét Arnardóttir mætir með
harmonikkuna, veitingar verða í boði
og búðin stútfull af ýmsum gersem-
um. Auk fatnaðar á alla fjölskylduna
fæst vefnaðarvara, tölur, prjónar,
dúkar, bækur og sitthvað fleira. Hægt
að gera góð kaup og styrkja gott mál-
efni í leiðinni.
Rauða kross búðin í Mjódd
Blásið til
opnunarhófs
Góð kaup Hægt er að gera góð kaup
og styrkja gott málefni í leiðinni.
Bóklestur verður
kl. 20.30 í kvöld á
Kaffi Langbrók í
Fljótshlíð. Óskar
Magnússon les úr
nýútkominni bók
sinni, Verjand-
anum, Sváfnir
Sveinbjarnarson
les úr bókinni Á
meðan straum-
arnir sungu og Magnús Halldórsson
les eigið efni. Hjónabandið verður
með lifandi tónlist, kaffi og vöfflur
og notaleg stemning.
Bóklestur á Kaffi
Langbrók í kvöld
Óskar Magnússon