Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 20

Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Fallegar jólagjafir Loðkragar, töskur, hanskar, silkislæður, húfur, skart, ponsjó, peysur, kjólar, velúrgallar, bolir, buxur, snyrtivörur, ilmir og gjafakassar. Verið velkomin SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sveitarfélagið Ölfus er með í kynning- arferli nokkrar breytingar á aðal- skipulagi, sem rekja má að mestu leyti til aukinnar uppbyggingar í ferðaþjón- ustu og fiskeldi. Þannig er fyrirhugað að breyta lóðinni að Hafnarskeiði 65 í hótel og afþreyingu fyrir ferðamenn, reisa fiskeldisstöð á nýju iðnaðarsvæði við Nesbraut, gera Raufarhólshelli að- gengilegri fyrir ferðamenn og loks stendur til að bora eftir neysluvatni innan lands Reykja og Sogns. Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri segist finna fyrir stórauknum áhuga á uppbyggingu á ýmissi ferðatengdri starfsemi í Ölfusi. Líkt og víðar á Suð- urlandi hafi Þorlákshafnarbúar fundið fyrir aukinni umferð erlendra ferða- manna um bæinn. Þannig hafi verið gríðarleg fjölgun gesta á tjaldsvæðinu og í sundlaugina í sumar og rekur Gunnsteinn þennan aukna straum m.a. til lagningar Suðurstrandarveg- ar, sem hafi verið mikil lyftistöng í samgöngumálum. „Vonandi verður áframhaldandi vöxtur í þessari grein hér eins og víða annars staðar um land,“ segir hann. Lítið framboð á gistingu Ýmis starfsemi hefur verið í Eims- húsinu svonefnda við Hafnarskeið 65, á hafnarsvæðinu, m.a. kolsýrufram- leiðsla. Eigendur hússins hafa óskað eftir því við sveitarfélagið að fá að gera breytingar á lóðinni með því að koma þar upp hóteli og tengdri starfsemi. Að sögn Gunnsteins er í fyrsta áfanga verið að tala um 14 herbergja hótel, með möguleika á stækkun í framtíð- inni. Lítið framboð hefur verið á gistingu fyrir ferðamenn sem vilja sækja Þor- lákshöfn heim. Eitt gistiheimili hefur verið starfandi og nýlega óskaði einn íbúðareigandi heimildar til að hafa þar Airbnb-gistingu. Þá hefur tjaldsvæðið verið eftirsótt en að öðru leyti hefur gisting verið af skornum skammti. Eins og Gunnsteinn nefndi hér framar þá er aukinn áhugi á uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Bendir hann þar m.a. á áform um 120 herbergja hótel á Óseyrartanga, við hliðina á veitingahúsinu Hafinu bláa. Eru þau byggingaráform á lokastigi í skipu- lagsferlinu. Meira fiskeldi áformað og fiskþurrkun Lýsis flutt til Ölfus hefur auglýst breytingu á aðalskipulaginu á svonefndum U-11 reit, þar sem grjótnáma var áður við Nesbraut, sunnan við Þorlákshöfn. Ætlunin er að breyta reitnum í iðnað- arsvæði en fyrirtækið Tálkni hefur sótt um leyfi fyrir fiskeldisstöð. Það yrði enn ein viðbótin í fiskeldi á þessu svæði því vestan Laxabrautar er fyrirtækið Laxar ehf. að reisa seiða- eldisstöð. Framkvæmdir á þeirri lóð hófust sl. haust. Einnig stendur til að flytja fisk- þurrkunarstöð Lýsis hf. vestur fyrir bæinn, á svæði sem var aðalskipulagt sl. vor. Stöðin hefur verið á hafnar- svæðinu, í seilingarfjarlægð frá íbúa- byggð. Hafa íbúar einmitt kvartað undan lyktarmengun frá þurrkuninni en með flutningi segist Gunnsteinn vonast til þess að sá vandi verði úr sög- unni. Hann segir nýja staðsetningu hafa verið valda með tilliti til ríkjandi vindátta, einkum norðaustanáttar. Í þeirri vindátt leggi lyktina þvert yfir bæinn, þar sem Lýsi er nú til húsa. Ásókn í Raufarhólshelli Raufarhólshellir, í Skógarhlíðar- brekkunni rétt við Þrengslaveginn, er orðinn eftirsóttur áningarstaður ferðamanna. Þar hafa landeigendur og fjárfestar ákveðið að byggja upp að- stöðu fyrir ferðamenn; bílaplan, mót- tökuhús og snyrtingu. Af þeim sökum þarf að gera breytingar á aðal- skipulagi sveitarfélagsins. Að sögn Gunnsteins er ætlunin að gera hellinn aðgengilegri fyrir ferðamenn og bjóða upp á skipulagðar ferðir þangað inn. Með bættri aðstöðu er ætlunin að geta tekið á móti allt að 50 þúsund gestum á ári. Til þessa hefur hellirinn staðið op- inn, gestum og gangandi, og um- gengnin verið upp og ofan. Kirkja sjö- unda dags aðventista á landið en þar hefur Hlíðardalsskóli verið til húsa og síðar meðferðarheimilið Byrgið. Inn- lendir fjárfestar hafa samið við aðvent- ista um þessa uppbyggingu við hellinn. Þörf fyrir meira vatn Ein fyrirhuguð breyting á aðal- skipulaginu nær til vatnsverndar- svæðis innan lands Reykja og Sogns, eins og áður segir. Þar er ætlunin að bora eftir neysluvatni til að styrkja vatnsveituna Berglindi og þjóna þann- ig betur dreifbýlinu frá Eldhestum og að Ingólfsfjalli. Gunnsteinn segir það mikla upp- byggingu hafa verið á svæðinu, eink- um kringum Eldhesta, að þörf sé fyrir meira vatn. Einnig mun sú hola nýtast svonefndri Gljúfurárholtsbyggð, sem tók að rísa fyrir hrunið 2008. Sveitarfé- lagið tók það landsvæði nýverið yfir, m.a. alla innviði eins og vatns- og frá- veitu. Að sögn Gunnsteins mun ný borhola styrkja frekari uppbyggingu þarna í framtíðinni. Uppgangur og fjölgun í Ölfusi  Sveitarfélagið Ölfus breytir aðalskipulagi vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu og fiskeldi  Ný seiðaeldisstöð að rísa og annað fyrirtæki sækir um fiskeldisstöð  Breytingar við Raufarhólshelli Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus þarf að breyta aðalskipulagi vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu og fiskeldi. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Rúmlega 80 grunnskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu, sem sögðu upp í kjaradeilu kennara fyrir 1. desember, hafa ekki dregið upp- sögn sína til baka í kjölfar þess að samningar tókust á milli samninga- nefndar grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Í Reykjanesbæ sögðu um 40 grunnskólakennara einnig upp, sem eru um 24% grunn- skólakennara í öllu sveitarfélaginu. Þar hafa engar uppsagnir verið dregnar til baka. Heimsækja kennara Í vikunni munu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ heimsækja alla sex grunnskóla bæjarins og ræða við kennara um hvernig best megi haga vinnu við að bæta framkvæmd vinnumats, ná sátt um starfsum- hverfi kennara og létta álagi af þeim. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar. Þeir átta kennarar við Réttar- holtsskóla sem sögðu upp störfum eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður hafa ekki dregið upp- sagnir sínar til baka, að sögn skóla- stjóra. Atkvæðagreiðsla til mánudags Grunnskólakennarar og Sam- band íslenskra sveitarfélaga geta nú kosið um nýjan kjarasamning. Kjörstjórn hjá Kennarasambandinu heldur utan um kosninguna, sem fer fram á vefnum og geta grunn- skólakennarar greitt atkvæði um samninginn til klukkan 16 mánu- daginn 12. desember. Ekki dregið upp- sagnir til baka  Óvissa um starfsemi skólanna Úr skólastofu Á annað hundrað kennara hafa sagt upp störfum. Morgunblaðið/Eggert „Það má segja að hér sé töluverður uppgangur og góð- ærisbragur á ýmsu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri en á síðasta ári fjölgaði íbúum Ölfuss um 4% og komst sveitarfélagið í 22. sæti á lista þeirra stærstu á landinu. Það ár varð meiri fjölgun í aðeins einu öðru sveitarfélagi, Grindavík. Stefnir allt í svipaða fjölgun í Ölfusi á þessu ári og reiknar Gunnsteinn með að í fyrsta sinn fari íbúafjöldinn yfir 2.000 um komandi áramót. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Fyrir rúmum tveimur árum stóðu fjölmargar íbúðir auðar í Þorláks- höfn, margar þeirra í eigu Íbúðalánasjóðs. Á síðasta ári og þessu fer fjölgunin af stað og núna er orðinn hörgull á húsnæði, bæði á kaup- og leigumarkaði. Við reiknum með frekari fólksfjölgun á allra næstu mán- uðum og þá munu þær íbúðir fyllast sem enn eru á lausu eða eru þegar seldar,“ segir Gunnsteinn. Umsóknir hafa borist um byggingarlóðir en hann segir sveitarfélagið hafa áhuga á að fá leigufélög inn á svæðið til að byggja fleiri leiguíbúðir, skortur sé á smærra húsnæði. Fara í fyrsta sinn yfir 2.000 ÍBÚUM FJÖLGAÐI UM 4% Í FYRRA OG STEFNIR Í SVIPAÐ Í ÁR Gunnsteinn Ómarsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.