Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 22

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 22
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 MSÓKN Þú finnur jólagjöfina hjá okkur Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík 554 6969 lur@lur.is www.lur.is Hvíldarstólar og -sófar í miklu úrvali PILLOWISE heilsukoddar fyrir alla Glamour Thermoskönnur KUBIKOFF Ruggustólar TRIPODE lampar Sweet home hnífaparasett fyrir börn JACOB stóll frá Calia Italia li Gæðarúm frá Belgíu FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Opið alla d aga fram að jó lum Velkom in í he imsók n! Áttu von á ges tum? CALIA svefns ófi NÝTT Náttb orð frá Arte-M SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Hér er gamall draumur að ræt- ast, sem ég hef átt síðan ég byrjaði að vinna við golfvöllinn í Stykk- ishólmi 14 ára gamall,“ segir Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Akureyrar, en hann hefur verið ráðinn aðstoðarvallarstjóri á golfvellinum í St. Leon-Rot í Þýskalandi, skammt frá Heid- elberg. Staða Ágústs hjá GA hefur verið auglýst laus til umsóknar en hann flytur til Þýskalands ásamt fjöl- skyldu sinni á nýju ári og hefur störf í febrúar næstkomandi. „Við höldum jólin hérna á Ak- ureyri og síðan förum við á fullt að pakka niður,“ segir Ágúst en fá fordæmi, ef nokkur, eru fyrir því að Íslendingur fari utan í vallar- stjórn á golfvelli erlendis en fjöl- margir Íslendingar hafa starfað tímabundið erlendis að loknu námu í golfvallarfræðum og -umhirðu. Meðal 60 umsækjenda Ágúst segist hafa séð stöðuna auglýsta og ákveðið í samráði við fjölskylduna að sækja um. Síðan hafi það komið skemmtilega á óvart að hafa verið ráðinn en Ágúst var meðal um 60 umsækj- enda. Fjölmörg stórmót hafa verið haldin á vellinum í St. Leon-Rot, t.d. í Evrópumótaröð karla og kvenna og Solheim Cup fór þar fram árið 2015, sem er árleg liða- keppni fremstu kvenkylfinga Evr- ópu og Bandaríkjanna. Á svæðinu eru tveir 18 holu keppnisvellir, einn 9 holu, 5 holu æfingavöllur, æfingasvæði með 150 básum og glæsileg inniaðstaða. Þess má geta til fróðleiks að sami eigandi, auðkýfingurinn Diet- mar Hopp, er að golfvöllunum og Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Lö- wen í þýska handboltanum, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson eru meðal leikmanna. Stefán Rafn Sig- urmannsson lék einnig með liðinu þar til síðasta sumar og var fasta- gestur á golfvellinum. „Það er bara heiður fyrir mann að hafa fengið starfið og fá að vinna við bestu aðstæður allt árið um kring. Þarna er allt til alls,“ segir Ágúst, sem ásamt fjölskyldu sinni hefur farið utan til Þýska- lands til að skoða aðstæður og leist þeim mjög vel á. Ágúst og eig- inkona hans, Dagbjört Víglunds- dóttir, eiga tvær dætur, 6 og 10 ára, og er öll fjölskyldan komin á kaf í golfíþróttina. „Við sjáum einmitt fram á að geta spilað mikið golf þarna úti. Í þessum klúbbi fer fram gríðarlega öflugt barna- og unglingastarf þannig að dætur okkar munu njóta góðs af dvölinni,“ segir hann. Klúbburinn hefur boðist til að út- vega Dagbjörtu atvinnu en einnig kemur til greina að nota tækifærið og fara í frekara nám, en Dagbjört er viðskiptafræðingur að mennt. „Á þessu svæði er fjöldi góðra há- skóla þannig að möguleikarnir í stöðunni eru margir, þetta skýrist betur þegar við erum komin út.“ Við umsóknarferlið naut Ágúst ráðgjafar og góðrar aðstoðar frá Brynjari Eldon, golfkennara og framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands, en hann hefur starfað lengi í Þýskalandi og þekkir þar vel til aðstæðna. Byrjaði í Hólminum 14 ára Ágúst hefur verið framkvæmda- stjóri GA undanfarin þrjú ár. Þar áður var hann vallarstjóri á Korpuvelli fyrir Golfklúbb Reykja- víkur en ferilinn byrjaði hann 14 ára gamall, árið 1991, sem starfs- maður Víkurvallar hjá Golf- klúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Ágúst ólst upp í Hólminum en fór í framhaldsskóla í Reykjavík. Á þeim árum, kringum 1996, bauðst honum starf hjá GR, sem hann þáði og árið 2002 var hann orðinn vallarstjóri í Korpunni. Ágúst lærði golfvallarumhirðu í Skot- landi, starfaði í tæpt ár við hinn fræga Gleneagles-golfvöll í Skot- landi og vann sem sjálfboðaliði á Ryder-Cup keppninni á þeim velli árið 2014. Spennandi verkefni Hann segir forsvarsmenn GA hafa sýnt því góðan skilning að hann hafi sótt um starfið í Þýska- landi. Fjölskyldan muni sakna Ak- ureyrar, enda hafi henni liðið mjög vel í bænum. „Þó að mann hafi lengi dreymt um að komast í svona starf þá var það ekki endilega á dagskránni að fara út akkúrat núna. En maður ákvað að prófa að sækja um og átti hreint ekki von á að það tækist svona í fyrstu tilraun. Það var ekki annað hægt en að grípa tækifærið. Þetta er mjög spennandi verkefni framundan, nú er bara að fara að læra þýskuna,“ segir Ágúst að endingu en ráðningarsamningur hans við golfklúbbinn er til tveggja ára, með möguleika á framleng- ingu ef vel gengur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Golffjölskylda Ágúst Jensson og Dagbjört Víglundsdóttir á Jaðarsvelli ásamt dætrum sínum, Rakel Dórótheu, 10 ára, og Arndísi, 6 ára. Öll eru þau á kafi í golfíþróttinni og hlakka til að flytjast til Þýskalands á nýju ári. Gamall draumur vall- arstjórans að rætast  Ráðinn í vallarstjórn á þekktum golfvelli í Þýskalandi Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs- ins Keilis, hefur í bráðum fjögur ár verið formaður samtaka golfvallarstarfsmanna í Evrópu (FEGGA) og var meðal fyrstu Íslendinga sem menntuðu sig er- lendis í golfvallarumhirðu á sínum tíma, er hann nam í Skotlandi. Ólafur starfaði einnig á Hameln-golfvell- inum í Þýskalandi um hálfs árs skeið. Ólafur segir ráðningu Ágústs til Þýskalands mikið fagnaðarefni og sýni vel hve mikið Íslendingar séu farnir að láta að sér kveða í golfheiminum, hvort sem það séu góðir kylfingar eins og Ólafía Þórunn eða vall- arstjórar. Þá eigi Íslendingar einnig fulltrúa í stjórn Evrópska golfsambandsins, Hauk Örn Birgisson. „Það er betur tekið eftir okkur en áður. Talsverður hópur manna hefur menntað sig í golfvallarfræðum. Golf á Íslandi er í háum gæðaflokki, golfvellirnir hafa tekið gífurlegum framförum og eru margir hverjir vel sambærilegir við það sem gerist í Evrópu. Það eina sem við getum aldrei verið örugg með að bjóða upp á eru stuttbuxurnar,“ segir Ólafur. Fleiri dyr opnast Íslendingum FORMAÐUR SAMTAKA GOLFVALLARSTARFSMANNA Í EVRÓPU Ólafur Þór Ágústsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.