Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Hamraborg 10 – Sími 554 3200 - Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14 Nýju see concept lesgleraugun komin aftur Nýir litir og ný form. Traust og góð þjónusta í 20 ár VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, er nýlega kominn heim frá Ísrael þar sem hann og Sigríður Kristinsdóttir kona hans dvöldu í 14 daga. Bergur var með heimsókninni að láta langþráðan draum rætast, en heimkynni hans voru í Jerúsalem frá 5 til 8 ára aldurs og hafði hann ekki komið þangað frá því hann og fjölskylda hans yfirgáfu landið 1966. „Það var búið að vera lengi í bígerð að ferðast til Ísraels, þar sem ég bjó um tíma sem barn. Ýmislegt hefur hindrað för, m.a. ástandið þar suður frá og mikill kostnaður. Árið 2014 kom hingað til Íslands fjölskylda, sem við þekktum frá dvöl okkar ytra á sínum tíma. Hvöttu þau okkur til að koma og dvelja hjá sér í Jerúsalem. Við þáðum þetta góða boð og um leið og easyJet bauð upp á ódýrt flug til Tel Aviv var okkur ekki til setunnar boðið.“ Bergur segir að það hafi ekki verið neitt mál að komast inn í landið, lítil bið á flugvellinum og engar spurn- ingar. Þau hjónin hófu dvölina í Tel Aviv, voru viku í Jerúsalem, fóru að Dauðahafinu og ferðuðust með rútu suður Negev-eyðimörkina til Eilat áður en þau flugu síðan aftur til Tel Aviv og enduðu dvölina í Tiberias við Galileuvatnið. Heimkynni Maríu Magdalenu „Mér fannst tilkomumikið að fljóta á Dauðahafinu og sigla um Aqaba- flóann undan ströndum Eilat og skoða fræg kóralrif, sem Ísraels- mönnum hefur tekist að vernda, ásamt því að sjá Ísrael, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Egyptaland í sömu andrá. Það var einnig mikil upplifun að synda í Galileuvatninu og komast að ánni Jórdan, en þangað komumst við eftir að hafa gengið hluta píla- grímaleiðar með fram Galileuvatninu, sem við mælum alveg sérstaklega með. Við náðum einnig að skoða afar áhugaverðar fornminjar í Magdala við Galileuvatnið, en þar voru heim- kynni Maríu Magdalenu.“ Bergur segir það hafa verið stórkostlegt að koma til gömlu Jerúsalem og upplifa þá staði sem tengjast bæði kristinni trú og gyðingdómi. Þó að ferðalagið hafi verið vel und- irbúið kveið Bergur samt fyrir ferð- inni og vissi ekki við hverju mætti bú- ast. En tilfinningin var mun betri en hann bjóst við og segir hann að Ísrael hafi komið sér á óvart, ekki síst vegna jákvæðs viðmóts fólks og hvernig til hefur tekist með þróun landsins. „Jerúsalem er mun fallegri og skipulagðari en ég bjóst við. Ég átti von á mun meiri öryggisgæslu, hún var vissulega mikil, en ekki eins íþyngjandi og ég reiknaði með. Her- menn eru áberandi úti á götum og er það aðallega vegna hermanna í fríi. Herskylda er þarna með lengsta móti, eða tæplega 3 ár fyrir karlmenn og 2 ár fyrir konur og hefst við 18 ára aldur. Hermenn mega aldrei nokkru sinni leggja vopnin frá sér og því er það býsna ógnvekjandi að sjá alla þessa þungvopnuðu unglinga í fríi, hangandi í verslunarmiðstöðvum eða á mörkuðum eins og hverja aðra ung- linga með snjallsíma á lofti. En þetta vandist furðu fljótt.“ Íbúar landsins eru 8,5 milljónir og Palestínumenn eða Arabar eru 20% þjóðarinnar. Þeir eru að sögn Bergs áberandi í ýmsum störfum, eins og t.d. í verslun og þjónustu, þeir starfa sem strætó- og leigubílstjórar, læknar á sjúkrahúsum o.s.frv. Bergur bjó í Ísrael sem barn í 2 og hálft ár, þ.e. frá desember 1963 og fram á sumarið 1966. Faðir hans, Þorgeir Þorgeirsson, fór þangað í sérfræðinám í læknisfræði, nánar til- tekið í meinafræði. Þetta var fyrri hluti námsins, en seinni hlutinn var tekinn í Lundúnum. Öll fjölskyldan fór með, þ.e. móðir Bergs, Kristjana F. Arndal, og Lilja systir hans. Vinsælt að spila glerkúluspil Aðspurður segir Bergur að margt sé honum minnisstætt frá þessum ár- um. „Okkur leið afskaplega vel í Jerúsalem sem fjölskylda og það sem stendur upp úr er vinátta okkar og Ankari-fjölskyldunnar og þá sér- staklega Alízu, sem alltaf gaf sér tíma fyrir okkur systkinin. Þá fannst mér afar skemmtilegt að „aðstoða“ sölu- menn, sem seldu vatnsmelónur á mörkuðum, með hrópum og köllum um ágæti vörunnar. Þá eru mér minn- isstæð kynnin af ungum hermanni, sem bjó í tjaldi á Herzl-hæðinni þar sem hugmyndafræðingur síonismans, Theodor Herzl, var jarðaður. Opin- berar heimsóknir Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra 1964 og Ás- geirs Ásgeirssonar 1966 fylltu mig einkennilegu stolti, en Jerúsalem var í báðum tilvikum böðuð íslenska fán- anum.“ Á þessum árum sakleysis í borginni segir Bergur að börn hafi verið býsna frjáls og leikið sér á götum úti. „Við bjuggum í útjaðrinum í nágrenni Ha- dassah-spítalans, þar sem pabbi starf- aði. Ég eignaðist fljótt vini og vinsæl- ast var að spila glerkúluspil á götunum, sem mér sýndist börn enn gera nú 50 árum síðar.“ Vildi sitja hjá sætustu stelpunni Jólin voru Bergi einnig minnis- stæð, en þau fyrstu voru á litlu gisti- húsi í Jerúsalem, en fjölskyldan kom- um til landsins á Þorláksmessu 1963. „Ég man greinilega eftir tveimur ræf- ilslegum pökkum á rúminu handa okkur systkinum og fannst mér lítið til koma. Önnur jólin okkar voru öllu tilþrifameiri, en á aðgangadag kom nágranni með gríðarstórt jólatré og færði okkur að gjöf. Þá voru góð ráð dýr, pabbi smíðaði undir það fót, nokkrir nágrannar komu og föndruðu skraut fyrir tréð í íslenskum stíl og að endingu voru lifandi kerti sett á tréð, hvorki meira né minna. Mér fannst þessi áhugi gyðinganna á jólunum býsna athyglisverður. Síðan voru ýmsir hátíðisdagar gyðinga hreinustu ævintýri fyrir okkur börnin, sér- staklega sukkot, laufskálahátíðin til að minnast 40 ára veru gyðinganna í eyðimörkinni, og púrím-hátíðin, þar sem börn fengu að klæðast grímu- búningum.“ Fyrsta fyrsta hálfa árið í Jerúsal- em gekk Bergur í leikskóla og síðan í 6 og 7 ára bekk grunnskóla. Í grunn- skólanum voru 44 nemendur í bekkn- um og þó að kennarinn væri bara einn voru engin agavandamál. Stelpur og strákar voru látin sitja saman og var skipt í hverri viku. „Er mér í fersku minni hin langa og erfiða bið eftir að fá að sitja við hlið sætustu stelpunnar. Við vorum látin læra býsna hratt, þannig að þegar heim til Íslands var komið gat ég bæði lesið og skrifað hebresku, auk þess sem ég kunni margföldun og deilingu. Ég á ennþá stílabækurnar, þar sem ég skil ekki eitt einasta orð. Ég á einnig segul- bandsupptöku þar sem við systkinin rífumst með tilþrifum á hebresku. Skil ekki heldur hvað þar er verið að segja. Mamma var hins vegar sér- staklega dugleg við að láta okkur systkinin lesa íslensku, þannig að við vorum fljót að aðlagast þegar heim var komið. Verst þykir mér núna að kunna ekki lengur tungumálið, sem ég talaði reiprennandi átta ára.“ Ein ástæða þess að fjölskyldan upplifði sig alveg sérstaklega vel- komna til Ísraels árið 1963 voru kynni þeirra af ísraelskri landnema- fjölskyldu frá Túnis, sem bjó í ná- grenni við þau í Jerúsalem. „Ein stúlkan á því heimili passaði okkur börnin stöku sinnum og úr varð ævi- löng vinátta þessara tveggja fjöl- skyldna. Barnfóstran, Alíza Ankari, heimsótti okkur til Íslands stuttu eftir heimferðina 1966 og fann hér ástina, sem varð til þess að hún giftist Íslend- ingi, Grétari Kjartanssyni. Bjuggu þau á Íslandi með hléum. Þetta tryggði enn betur tengsl þessara fjöl- skyldna, en mamma og Alíza urðu bestu vinkonur og varaði náin vinátta þeirra á meðan þær báðar lifðu.“ Í ferð þeirra hjóna núna hittu þau Nurit, systur Alízu, og dvöldu í viku hjá henni og fjölskyldu hennar, þeirri sömu og heimsótti Ísland fyrir tveim- ur árum. Heimsótti Ísrael eftir fimmtíu ár Á Rauðahafi Sigríður Kristins- dóttir og Bergur Þor- geirsson á siglingu á Rauðahafi undan Ei- lat á suðurodda Ísr- aels í haust. Fjölskyldan Fjölskyldan í Ísrael þar sem fjölskyldufað- irinn var í framhalds- námi í læknisfræði. Þorgeir Þorgeirsson, Bergur Þorgeirsson, Lilja Þorgeirsdóttir og Kristjana F. Arndal.  Bergur Þorgeirsson bjó í Jerúsalem sem barn og rifjaði upp kynni sín af landinu í haust Bergi líður vel eftir heimkom- una en er þegar farinn að skipu- leggja næstu ferð til Ísraels. „Hins vegar er ég engu nær um hvernig bæta megi ástandið fyr- ir botni Miðjarðarhafs og hefur það valdið mér miklum heila- brotum, ekki síst vegna þeirra mörgu viðhorfa sem fengum að upplifa í ferðinni. Fólk var býsna opinskátt um ástand mála í Ísr- ael og þá ekki hvað síst um nún- inginn milli einstakra trúar- bragðahópa, t.d. innan gyðingdóms. Ég hafði nokkuð mótaðar skoðanir fyrir ferðina, en í kjölfar hennar er ég eitt stórt spurningarmerki. Hvernig í ósköpunum er hægt að finna lausn á þessum málum á meðan til grundvallar liggur ósveigjan- legur vilji öfgafullra bókstafs- trúarmanna, þ.e. gyðinga, músl- íma og ekki hvað síst kristinna manna?“ Bergur segir að búseta hans í Ísrael, og reyndar allt heims- hornaflakk foreldra hans í tæp- lega 17 ár, hafi mótað sitt líf að miklu leyti. „Rótleysið sem þessu fylgdi hafði í raun ekkert allt of góð áhrif á mig til þrí- tugs, en eftir það hef ég notið þess ríkulega að hafa fengið að upplifa svona flökkulíf og hefði því ekki viljað missa af þessu. Þegar ég kynntist konunni minni, Sigríði Kristinsdóttur, hægði á þessu eirðarlausa flakki, og náðum við eftir eigin námsferðir til útlanda að skapa dætrum okkar stöðugleika í uppvextinum með búsetu okkar í Reykholti í Borgarfirði sl. 18 ár. Hins vegar sýnist mér sem dæt- urnar hafi sem betur fer erft löngunina til að kanna hinn stóra heim, sem bíður okkar allra með sínum óteljandi möguleikum.“ Þau Bergur og Sigríður munu segja ferðasöguna á Prjóna- bóka-kvöldi í Bókhlöðusal Snorrastofu fimmtudaginn 15. desember kl. 20. Byrjaður að skipuleggja næstu ferð FLÖKKULÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.