Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-17 Sængufatnaður og púðar í úrvali Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Niðurstöður álagningar bera með sér að efnahagur landsins er á upp- leið, fyrirtækjum fjölgar, hagnaður eykst og laun hækka.“ Þetta segir Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, í grein í Tíund, blaði embættisins, sem er nýkomið út. Í greininni fjallar Páll um niðurstöður álagningar opin- berra gjalda á lögaðila vegna rekstrar ársins 2015. Lögaðili er samheiti yfir félög sem eru í atvinnu- rekstri, oftast hlutafélag eða einkahlutafélag. Þá geta stofnanir verið lögaðilar en eru ekki skatt- skyldar í tekjuskatti. Árið 2015 greiddu fyrirtæki og stofnanir 1.092 milljarða í laun, lífeyri og launatengd gjöld. Þetta var 85 milljörðum eða 8,4% meira en þau greiddu árið áður. Fjármálafyrirtæki greiða minna Skilafrestur framtala var í maí, lagt var á um miðjan október og í kjölfarið voru álagningarseðlar send- ir út. Páll segir að þótt að framtöl séu enn að berast og álagningin eigi því eftir að taka nokkrum breytingum þegar lengra líður frá skilafresti beri niðurstöður hennar engu að síður með sér að rekstrarskilyrði og at- vinnuhorfur hafi farið batnandi árið 2015. Skattskyldur hagnaður jókst um 7,4% að raunvirði og trygginga- gjaldsstofn hækkaði um 8,4%. Alls voru nú lagðir rúmir 172 milljarðar á fyrirtæki og stofnanir í opinber gjöld, sem er rúmum 15 milljörðum minna en í fyrra. „Hér skiptir sköpum að sérstakur skattur á fjármálafyrir- tæki, sem er skattur á skuldir fjár- málafyrirtækja, lækkaði um 25,6 milljarða frá því í fyrra,“ segir Páll. Nú voru 57.212 lögaðilar á skatt- grunnskrá, 1.557 fleiri en fyrir ári. Lögaðilum á skrá fjölgaði um 2,8% á milli ára, sem er heldur meiri fjölgun en á milli áranna 2014 og 2015, en þá fjölgaði um 1.277, eða 2,3%. Nú voru 41.045 þeirra 57.512 lög- aðila sem voru á skrá tekjuskatts- skyld fyrirtæki en 16.467 voru aðrir lögaðilar, opinberir aðilar, sveitar- félög, stofnanir og félaga- og líknar- samtök sem eru ekki rekin í ágóða- skyni. Þrátt fyrir að lögaðilar fái lengri frest en einstaklingar til að gera upp rekstur ársins og ganga frá skatt- framtalinu skila mörg fyrirtæki framtali seint, eftir að skilafresti og álagningu er lokið. Sum skila ekki neinu. Ríkisskattstjóri áætlaði tekjur og skatta 11.051 fyrirtækis, eða um 19,2% lögaðila á skattgrunnskrá. Skattar og gjöld eru yfirleitt ekki áætluð nema á fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni og því má segja að skattar 26,9% tekjuskattsskyldra fyrirtækja, eða ríflega fjórðungs, hafi verið áætlaðir. Þetta hlutfall hefur þó farið heldur lækkandi á undan- förnum árum, en árið 2009 voru skattar 33,9% fyrirtækja áætlaðir. Árið 2010 var þetta hlutfall 35,1% og það var 28,9% í álagningu árið 2015. Skattskyldur hagnaður fyrirtækja var rúmir 296 milljarðar árið 2015, skv. skattframtölum ársins 2016. Hann hafði þá aukist um rúma 26 milljarða, eða 9,8% að raunvirði frá árinu áður. Til viðbótar áætlaði ríkis- skattstjóri félögum rúma 38 milljarða í tekjur, sem var rúmum þremur milljörðum minna en í fyrra. Nú voru lagðir tæpir 70 milljarðar á félög í tekjuskatt af hagnaði, sem var tæpum fimm milljörðum meira en fyrir ári, að því er fram kemur í grein Páls. Rúmur 61 milljarður var lagður á tekjur skv. skattframtali en rúmir átta milljarðar til viðbótar voru lagðir á áætlaðar tekjur. Tekjuskattur lögaðila er flatur 20% skattur sem er lagður á hagnað hlutafélaga en sameignar- og sam- lagsfélög, þrota- og dánarbú greiða 36% skatt. Skatturinn hefur verið óbreyttur síðan í álagningu 2012 en þá hafði hann hækkað úr 15% í álagn- ingunni 2010 og 18% í álagningu 2011. Tekjur af tekjuskatti lögaðila hafa ekki verið hærri síðan í álagn- ingu árið 2008, en þá voru 73 millj- arðar lagðir á félög. Munurinn er þó sá að árið 2008 var rúmur 31 milljarður af þeim 73 sem voru lagðir á byggður á áætlunum en rúmlega átta milljarðar núna. 1.092 milljarðar í laun í fyrra  Niðurstöður álagningar á lögaðila sýna að efnahagur landsins er á uppleið, fyrirtækjum fjölgar, hagnaður eykst og laun hækka  Fyrirtæki og stofnanir greiddu 172 milljarða í opinber gjöld Atvinnulífið Álagning á lögaðila á Íslandi vegna ársins 2015 sýnir að efnahagur landsins er í miklum blóma. Páll Kolbeins fjallar í grein sinni sér- staklega um álagningu trygginga- gjalds en atvinnulífið hefur kallað eftir því að þetta gjald verði lækkað. Að þessu sinni voru lagðir rúmir 82 milljarðar í tryggingagjald á lög- aðila. Tryggingagjald skilar ríkinu umtalsverðum tekjum sem sést á því að það hafði ekki nema rúma 134 milljarða í tekjur af tekjuskatti ein- staklinga, segir Páll. Tekjur af tryggingagjaldi renna að mestu til Tryggingastofnunar til að fjármagna lífeyris- og slysatrygg- ingar almannatrygginga og til At- vinnuleysistryggingasjóðs, sem greiðir atvinnuleysisbætur. Miklu hærra en árið 2007 „Tryggingagjald var nú 5,3 millj- örðum hærra en í fyrra. Það er at- hyglisvert að tryggingagjald er nú ríflega 21 milljarði hærra en það var árið 2007 og hefur það aldrei verið hærra. Tekjur af tryggingagjaldi eru þannig 33,8% hærri en þær voru þá en stofninn er enn 4,6% lægri,“ segir Páll. Tryggingagjaldið sjálft var hækk- að mikið, úr 5,29% í 8,60%, á árunum 2009 til 2010 til að mæta áfallinu sem varð í hruninu. Á undanförnum árum hefur það þó lækkað nokkuð en það var 7,54% árið 2014 og 7,44% af laun- um árið 2015. Tryggingagjald er lagt á allar teg- undir launa og þóknana fyrir starf. Ekki skiptir máli hvort greitt er í fríðu eða með vöru eða vinnuskipt- um. Þá er einnig greitt trygginga- gjald af lífeyrisiðgjaldi og mótfram- lagi launagreiðanda í lífeyrissjóð. Tryggingagjald er þannig hluti af launakostnaði fyrirtækja og því er ekki að fullu ljóst hvernig gjaldið skiptist á milli vinnuveitenda og launþega, segir Páll í grein sinni. Allir launagreiðendur, hvort held- ur um er að ræða lögaðila eða ein- staklinga sem starfa sjálfstætt, eiga að greiða tryggingagjald af launum. Nú var lagt tryggingagjald á 18.720 lögaðila en það er 801 fleiri en í álagningunni í fyrra. Hið opinbera og aðrir sem undanskildir eru tekju- skatti þurfa engu að síður að greiða tryggingagjald af launum. Ríki og sveitarfélög eru því iðulega meðal stærstu skattgreiðenda í landinu. Af þeim 57.512 lögaðilum sem eru á grunnskrá greiða því aðeins 18.720 laun en eins og fyrr hefur komið fram voru 41.045 þessara lögaðila skráð fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni. „Þar sem lítið er gert nema mannshöndin komi þar nærri skýtur skökku við að laun séu ekki greidd nema hjá innan við helmingi skatt- skyldra fyrirtækja,“ segir Páll. Tryggingagjald aldrei verið hærra  Stór hluti fyrirtækja greiðir ekki laun Morgunblaðið/Árni Torfason Lögaðilum á skattgrunnskrá hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur áratugum. Í árslok 2015 voru 40.359 fleiri lög- aðilar skráðir en árið 1995. Þeim hefur fjölgað um 235,3% á sama tíma og einstaklingum hefur fjölgað um 72.818 eða 35,6%, segir í grein Páls Kol- beins. „Lögaðilum fjölgaði mikið um og upp úr aldamótum í kjölfar þess að skattar á fyrirtæki voru lækkaðir og einstaklingum var gert auðveldara um vik að flytja einstaklingsrekstur yfir í hluta- félög án þess að þurfa að inn- leysa söluhagnað við yfirfærslu eigna. Þá varð algengara að menn stofnuðu eignarhalds- félög um eignir og ýmiss konar fjármálaumsýslu sem var stór atvinnuvegur á þeim tíma.“ Hefur fjölgað um 235,3% SKRÁÐIR LÖGAÐILAR Páll Kolbeins Morgunblaðið/Golli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.