Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Skoðið úrvalið á dimmalimmreykjavik.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18, laugard. 10-18 og sunnud. 13-18 DIMMALIMM GlæNý sending frá Mayoral Jakki kr. 8.895 Vesti kr. 4.595 Skyrtur m.slaufu kr. 4.795 Einnig ný sending af náttfötum frá Ítalíu gefnum æviminningum Jóns að hann saknaði kennslunnar en eygði tæki- færi í biskupsembættinu til að efla kirkjulegt líf þjóðarinnar á nýjum grunni. Það hafði verið markmið hans frá því hann sneri heim frá námi. Jón var settur í biskupsembætti 18. desember 1916 og vígður 22. apríl ár- ið eftir. „Jón Helgason er í mínum augum einn merkasti umbótamaður þjóð- kirkjunnar á tuttugustu öld,“ segir dr. Gunnar Kristjánsson, fyrrverandi sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós og prófastur í Kjalarnessprófasts- dæmi. „Þegar hann kom heim eftir námsdvöl í Þýskalandi 1894 – hafði hann einnig lokið guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla – rann honum til rifja dapurlegt ástand kirkjumála, ekki síst í höfuðborginni. Flest virtist staðnað, útbrunnið og bundið í viðjar hefða og viðhorfa sem áttu lítið erindi lengur,“ bætir Gunnar við. Jón bauð sig fram sem prédikari í síðdegisguðsþjónustum í Dómkirkj- unni og sá um þær í sjálfboðavinnu annan hvern sunnudag í tæplega hálfan annan áratug, auk þess sem hann kynnti frjálslyndu guðfræðina í tímaritum sem hann gaf út. Prédik- anir hins unga guðfræðings vöktu fljótt athygli svo að kirkjan var þétt- setin hvern sunnudag. Aðalstarf hans var hins vegar kennsla við Presta- skólann. Síðar varð hann for- stöðumaður skólans og forseti guð- fræðideildar Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911. Aðhylltist frjálslynda guðfræði Gunnar segir að Jón hafi verið öfl- ugur guðfræðingur og eindreginn fulltrúi þeirrar guðfræði sem var þá ríkjandi í Þýskalandi og í vaxandi mæli á Norðurlöndum, líberalismans, eða frjálslyndu guðfræðinnar. Fyr- irrennari hans á biskupsstóli, Þór- hallur Bjarnarson, og fáeinir prestar voru á sömu línu; þar ber helst að nefna frumkvöðlana á undan honum, þá séra Matthías Jochumsson og séra Pál Sigurðsson í Gaulverjabæ. Gunnar skýrir frjálslyndu guðfræð- ina þannig að ekki sé lögð áhersla á kenningar kirkjunnar eða fornar játn- ingar – hvort tveggja hljóti að vera börn síns tíma – heldur á frásagnir Nýja testamentsins um Jesú, þar sé þann kjarna trúarinnar að finna sem hver tími vinni úr út frá eigin reynslu og aðstæðum. „Reynsla mannsins verður ein mikilvægasta forsenda trú- arinnar og jafnframt hinn endanlegi mælikvarði á gildi hennar. Sömuleiðis var áherslan þung á samspil trúar og siðfræði. Í Helgisiðabók kirkjunnar sem kom út 1910 og aftur 1934 gætir áhrifa Jóns Helgasonar og annarra líberalista eindregið í einföldum helgi- siðum. Það breyttist með Handbók kirkjunnar 1981.“ Gunnar bætir því við að einn helsti hvatinn að þessari frjálslyndu kirkjustefnu hafi komið frá biblíufræðunum, meðal annars rannsóknum á ævafornum handritum Biblíunnar; fornleifarannsóknir í Austurlöndum nær hafi haft veruleg áhrif við að ljúka upp sögusviði hinna fornu tíma. Nýjar spurningar vökn- uðu og kölluðu á ný svör, gróska var mikil í heimi guðfræðinnar. Í biskupstíð Jóns Helgasonar varð frjálslynda guðfræðin smám saman ríkjandi í íslensku þjóðkirkjunni. Eft- irmenn hans á biskupsstóli fylgdu for- dæmi hans. Breytingar urðu upp úr miðri tuttugustu öld, einkum með kjöri Sigurbjörns Einarssonar til biskups 1959, að sögn Gunnars. „Þótt íhaldssöm guðfræði og kirkjustefna hafi mótað íslensku þjóðkirkjuna um áratugaskeið er ljóst að breytingin í átt til frjálslyndari kirkju er í fullum gangi, m.a. vegna þess að margir prestar hafa sótt sér framhalds- menntun erlendis og öðlast þar jafn- vel reynslu í starfi sem nýtist þegar heim er komið.“ Gunnar segir að Jón Helgason hafi verið öflugur stjórn- andi kirkjunnar á sinni biskupstíð. Um hann léku stundum sterkir stormar, eins og aðra biskupa fyrr og síðar, en hann stóð þá vel af sér og því var hann virtur og farsæll biskup. Biskupinn góði? Eggert man vel dánardag Jóns biskups. Þá gekk yfirkennarinn á milli skólastofanna í Miðbæjarskól- anum til að tilkynna andlát biskupsins fyrrverandi. Í bekk með Eggert voru tveir strákar sem höfðu fengið yf- irhalningu hjá Jóni þegar þeir voru að kasta snjóboltum í rúðurnar á húsi hans. Eftir að tilkynnt hafði verið um andlát hans sögðu þeir samt: Er það biskupinn góði? Morgunblaðið lauk frétt um andlát Jóns biskups með þeim orðum að hér endaði langur og merkilegur lífsferill „og er sem Reykjavík hafi mist líf- rænt samband við fortíð sína við frá- fall þessa merka Reykvíkings“.. Umbótamaður í þjóðkirkjunni  150 ár eru liðin frá fæðingu Jóns biskups Helgasonar og 100 ár frá því hann tók við embætti sínu  Eindreginn fulltrúi frjálslyndrar guðfræði  Sagður skemmtilegur og jafnframt alþýðlegur Vísiterað Jón biskup Helgason og kona hans, Martha Marie Licht (í söðli), ásamt föruneyti, leggja af stað frá Mel- stað í Miðfirði í næsta áfanga í vísitasíuferðinni. Páll sonur þeirra er annar frá vinstri. Biskup fór á hestum um land. Biskup Jón Helgason skömmu eftir að hann lét af embætti biskups. Rauða húsið Tjarnargata 26 var heimili Jóns Helgasonar og jafnframt biskupsskrifstofa. Fjær er hús systur hans, Álfheiðar Helgadóttur Briem, að Tjarnargötu 24. Jón málaði myndina og merkti hana árinu 1909. Ævi og starf » Jón Helgason var fæddur að Görðum á Álftanesi 21. júní 1866. Fluttist tveggja ára með foreldrum sínum til Reykjavík- ur og bjó þar alla ævi að und- anskildum námsárum erlendis. Hann lést 19. mars 1942. » Foreldrar hans voru Helgi Hálfdánarson, prestur og síðar lektor Prestaskólans, og kona hans, Þórhildur Tómasdóttir Sæmundssonar Fjölnismanns. » Hann nam guðfræði í Dan- mörku og kom alkominn heim á árinu 1894 til að kenna við Prestaskólann, síðar guð- fræðideild Háskóla Íslands, þar sem hann var jafnframt rektor um eins árs skeið. Biskup Ís- lands var hann frá 1916 til loka árs 1938. » Jón kvæntist danskri prest- dóttur, Mörthu Marie Licht, í Kaupmannahöfn. Þau eignðust fimm börn: Annanía Augusta, dómritari í Reykjavík; Hálfdan, prófastur á Mosfelli, Þórhildur, hjúkrunarkona í Reykjavík; Ce- cilía Camilla, biskupsritari og kennari í Reykjavík, síðar hús- freyja í Lindarhvoli í Borg- arfirði; Páll Jakob, raftækni- fræðingur í Hafnarfirði. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ömmubróðir var skemmtilegur og jafnframt alþýðlegur maður. Hann var einstaklega barngóður og þess naut ég,“ segir Eggert Ásgeirsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, þegar hann rifjar upp samskiptin við Jón biskup Helgason, sem var bróðir Álf- heiðar Helgadóttur Briem, ömmu Eggerts. Systkinin bjuggu hlið við hlið í Tjarnargötunni og þar ólst Egg- ert upp að hluta til í húsi ömmu sinn- ar. Þess er minnst á þessu ári að 150 ár eru liðin frá fæðingu Jóns og 100 ár frá því hann tók við embætti biskups Íslands. Málstofa var í Neskirkju um ævi og starf Jóns og sýning á nokkr- um málverka hans og teikningum í safnaðarheimilinu. Þótt kennsla í Prestaskólanum og guðfræðideild Háskóla Íslands, kirkjustjórn í biskupsembættinu í rúma tvo áratugi og tilheyrandi fræðastörf séu ævistarf Jóns Helga- sonar átti hann fleiri hliðar. Hann var listmálari og teiknari í frístundum, eins og Reykjavíkurmyndir hans og kirkjuteikningar bera vitni um, og síðustu árin var hann afkastamikill rithöfundur þar sem saga Reykjavík- ur var sérstakt áhugamál. Hrókur alls fagnaðar „Við vorum eins og ein fjölskylda. Jón kom á hverjum degi, klukkan 11, í kaffi til ömmu og ég var daglegur gestur í húsi hans. Sat oft inni á skrif- stofu hans. Ömmubróðir fór oft í gönguferðir með Jóhannesi Jó- hannessyni bæjarfógeta og þeir leiddu mig á milli sín niður á höfn að skoða kolakranann eða annað,“ segir Eggert um kynni sín af biskupnum. Fjölskyldan kom alltaf saman á gamlárskvöld hjá ömmu Eggerts. Hann segir að það hafi verið skemmtilegar samkomur og Jón þá hrókur alls fagnaðar. „Ég drakk í mig allt sem þessi mikli fjörmaður sagði og gerði. Ein áramótin á ég að hafa sagt: Ömmubróðir syngur svo fallega, alltaf á undan eða eftir.“ Eygði tækifæri til breytinga Þótt Jón Helgason hefði aldrei starfað sem sóknarprestur heldur nánast eingöngu fengist við kennslu í guðfræði var hann næsta sjálfkjörinn þegar finna þurfti nýjan biskup eftir lát Þórhalls Bjarnarsonar síðla árs 1916, án þess að hann hefði sóst eftir því sjálfur. Þetta var fyrir tíma bisk- upskosninga; kirkjumálaráðherra skipaði í embættið. Fram kemur í óút-  SJÁ SÍÐU 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.