Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
landsins að fimm undanskildum á
árunum 1917 til 1929, að því er fram
kemur í viðtali Valtýs Stefánssonar
ritstjóra í Morgunblaðinu í lok jan-
úar 1939. Fjórar þeirra gat hann
ekki vísiterað vegna ófærðar eða
sóttkvíar, þegar hann var þar á ferð,
og á fimmta staðnum, í Möðrudal á
Fjöllum, var engin kirkja þegar til
átti að taka. Hann prédikaði í 220
kirkjum.
Jón Helgason segir í viðtalinu að
heimsóknirnar hafi verið fyrirtaks
skemmtilegar. „Ekki get ég hugsað
mér elskulegri viðtökur en þær, sem
ég fékk um land allt, jafnt á prest-
Jón Helgason skoðaði nær allar
kirkjur landsins í vísitasíuferðum
sínum fyrstu 13 árin í embætti bisk-
ups. Allar ferðirnar fór hann á hest-
um, nema hluta Árnessýslu. Hann
prédikaði sjálfur við messur sem var
nýlunda og teiknaði að auki myndir
af kirkjunum í skissubækur sínar.
Jón hélt í sína fyrstu vísitasíuferð
sumarið 1917, fljótlega eftir að hann
var vígður í embætti. Fyrir valinu
varð Barðastrandarprófastsdæmi en
það hafði þá ekki fengið heimsókn
neins biskups í 127 ár. Í skrifum
hans um ferðina kemur þó einnig
fram að hann var forvitinn um
Barðaströndina vegna lýsinga föður
hans sem þar var alinn upp, á nátt-
úrufegurð strandarinnar. Fyrsta
kirkjan sem hann vísiteraði var
Bíldudalskirkja.
Biskup vísiteraði allar kirkjur
setrum sem annars staðar. Áður en
ég lagði upp í ferðir þessar hélt ég,
að ég vissi, hvað íslenzk gestrisni
væri. En ég vissi það ekki til fulls
fyrr en ég reyndi það sjálfur, hve fal-
legur þáttur hún er í íslenzku þjóð-
lífi.“
Heppinn með veður
Biskup notaði tímann í vísitas-
íuferðunum vel. Það má sjá á skissu-
bókum hans sem Þjóðminjasafnið
varðveitir. Þar eru teikningar af
kirkjunum en einnig fleiri myndir,
alls á fjórða hundrað myndir frá ár-
unum 1890 til 1934.
„Það tókst svo vel vegna þess m.a.
hve framúrskarandi heppinn með
veður ég var alltaf á vísitasíuferðum
mínum,“ sagði Jón í viðtalinu í
Morgunblaðinu þegar hann sagði frá
kirkjuteikningunum.
Þessi ummæli urðu ritstjóranum
umhugsunarefni þegar hann gekk af
fundi Jóns, skömmu eftir að hann lét
af embætti: „Sá maður, sem lítur svo
björtum augum á tilveruna, hann á
áreiðanlega ótæmandi sólskin í sjálf-
um sér,“ skrifaði Valtýr og velti því
fyrir sér hvort þetta væri skýringin
á þreki Jóns og óvenjulega umfangs-
miklu ævistarfi.
Þjóðminjasafn/Jón Helgason
Melstaður Jón Helgason vísiteraði allar sóknir landsins sem fært var til á fyrstu þrettán árum í embætti. Hann
braut hefðina og prédikaði sjálfur. Hér er mynd sem hann teiknaði af kirkju og prestbústað á Melstað í Miðfirði.
Vísiteraði allar sóknir landsins á 13 árum
Biskupinn fór snemma á fætur og
teiknaði myndir af öllum kirkjunum
Þótt Jón Helgason biskup hafi feng-
ist töluvert við myndlist og ritstörf
í tómstundum, leit hann á þá iðju
sem hvíld frá annasömum störfum
við kirkjustjórnina. Á annað hundr-
að Reykjavíkurmyndir hans sem
Árbæjarsafn varðveitir eru merk
heimild um Reykjavík hans tíma og
raunar fyrir hans minni því margar
þeirra eru gerðar samkvæmt eldri
heimildum og voru órjúfanalegur
hluti upplýsingaöflunar hans og
miðlunar um sögu Reykjavíkur.
Jón kom frá kristnu heimili og
virðist aldrei hafa komið neitt ann-
að til greina en að læra til prests.
Segir hann frá því í óbirtum ævi-
minningum sínum að þegar hann
var kominn til náms í Kaupmanna-
höfn hafi það tekið hann nokkurn
tíma að kynnast öðrum bók-
menntum en guðfræðilegum og
ekki hafi verið vanþörf á því vegna
þess hversu lélegan grundvöll hann
hafi fengið í skólanum heima.
Hann var hneigður fyrir dráttlist
frá æsku og fyrstu myndirnar sem
til eru eftir hann eru frá námsárum
í Lærða skólanum. Fljótlega eftir
að hann kom til Kaupmannahafnar
fór hann að sækja sýningar og var
iðinn við það. Þá keypti hann sér
tilsögn hjá norskum málara í Höfn.
Hann tekur fram í æviminning-
unum að hann hafi aldrei dreymt
neina listamannsdrauma og sagði
að þó líta ætti á myndir hans sem
viðvaningsverk, hefði þetta sýsl
gefið honum fjölda ánægjustunda á
ævinni.
Sagnfræðileg heimild
Inga Jónsdóttir, safnstjóri Lista-
safns Árnesinga og barna-
barnabarn Jóns biskups, bendir á
að Jón hafi fyrst og fremst verið að
mála til að svala sagnfræðilegum
áhuga og miðla þekkingunni til
komandi kynslóða. Áherslan hafi
alltaf verið á guðfræðina. Hann
hafi haft hæfileika í myndlistinni og
ef hann hefði einbeitt sér að henni
kynni hann að hafa orðið brautryðj-
andi á því sviði hér á landi.
Spurð um gildi verka biskupsins
segir Inga að Reykjavíkurmyndir
hans og kirkjuteikningar séu fyrst
og fremst sagnfræðileg heimild.
„Margar myndir hans eru fallegar
en þær eru ekki tímamótaverk í
myndlist. Hann er samt aðallega að
uppfræða samtímamennina, eins og
í guðfræðinni, þó tjáningarmátinn
sé blýantur og pensill,“ segir Inga.
Eftir að Jón lét af biskupsemb-
ætti skrifaði hann margar bækur,
aðallega um sagnfræðileg efni.
Fyrirferðarmestar eru bækur hans
um sögu Reykjavíkur og Reykvík-
inga. Ekki má gleyma ævisögu
Tómasar Sæmundssonar Fjöln-
ismanns, afa hans. Mun það enn
vera eina heillega ævisaga Tóm-
asar.
Leit á myndlistina sem hvíld
Árbæjarsafn/Jón Helgason
Lækjargata Reykjavíkurmyndir Jóns Helgasonar eru ómetanlegar heimildir um Reykjavík fyrri tíma. Hann málaði myndir úr bænum eins og hann var á
uppvaxtarárum hans og einnig frá eldri tíma samkvæmt öðrum heimildum. Þessi mynd á að sýna Lækjargötu árið 1874, þegar höfundurinn var 8 ára.
LISTHÚSINU
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16.
Fallegar og vandaðar jólagjafir
Púðar kr. 11.500
Vínyl diskamottur
kr. 2.800