Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 40

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Arkitektar geta haft mikil áhrif á samfélag sitt og það gerði Rögnvald- ur Ólafsson svo sannarlega þótt hans nyti ekki lengi við. Hann nam húsagerðarlist fyrstur Íslendinga og var að því leyti brautryðjandi. Hann- aði fjölda húsa, svo sem opinberra bygginga á þeim tíma, þegar nýtt Ís- land var að mótast og framkvæmda- hugur með þjóðinni,“ segir Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður. Á dögunum kom út hjá Hinu ís- lenska bókmenntafélagi bók Björns um Rögnvald Ólafsson. Fyrsti arki- tektinn – Rögnvaldur Ólafsson og verk hans heitir bókin sem er 240 blaðsíður með um 500 ljósmyndum, sem Björn hefur flestar tekið sjálf- ur. Verk þetta er í anda margs þess sem Björn hefur starfað að í áranna rás, sem hönnuður sýninga, höf- undur bóka um söguleg efni og um- sjónarmaður sjónvarpsþátta. Rit Björns er ekki aðeins eiguleg myndabók heldur nýtt og mikilvægt framlag til þekkingar á sögu ís- lenskrar byggingarlistar á 20. öld. Nafnið var víða en söguna vantaði Rögnvaldur Ólafsson var fæddur vestur við Dýrafjörð árið 1874. Ung- ur fékk hann áhuga á hönnun og húsum og hélt því til Danmerkur til náms í arkitektúr. Þaðan sneri hann heimastjórnarárið 1904 og varð fyrsti húsameistari ríkisins, eins og það heitir nú. Á árunum sem fóru í hönd kom Rögnvaldur að hönnun alls um 150 húsa, það er 30 kirkna, 70 barnaskóla og um 50 annarra húsa. Þessar byggingar eru í öllum landsfjórðungum og þekktastar þeirra eru sennilega Húsavík- urkirkja, Vífilsstaðaspítali, gamla pósthúsið í Kvosinni og Staðastaður, Sóleyjargata 1, þar sem í dag eru skrifstofur forseta Íslands. Einnig má nefna hús bændaskólanna á Hvanneyri og Hólum í Hjaltadal. „Nafn Rögnvaldar birtist víða, en söguna vantaði,“ segir Björn sem á árunum 1987-91 vann 60 stutta sjón- varpsþætti fyrir Stöð 2 sem hétu Áfangar og fjölluðu um sögustaði, kirkjur og menningarminjar. „Í grúski viðvíkjandi þáttunum sá ég að Rögnvaldur Ólafsson hefði teikn- að þetta og hitt húsið, en sáralítið fannst þó skrifað um þennan mann sem þó svo sannarlega markaði spor. Fyrir vikið varð Rögnvaldur í leyndardómi sínum svolítið spenn- andi. Árið 1995 fór ég víða um landið og aflaði efnis í heimildamynd um arkitektinn og verk hans sem sýnd var í sjónvarpinu 1996. Þá lá orðið fyrir talsvert af heimildum og alltaf er eitthvað að bætast við. Þegar ég skoðaði þetta allt í samhengi síðar sá ég að þarna væri komið efni í bókina sem nú er komin út, en það vantaði myndir af húsunum.“ Kirkjur sem eiga sér systur Í bókinni eru alls um 600 myndir og teikningar. Sjálfur fór Björn um landið og tók nýjar myndir af Rögn- valdarhúsum sem eru í flestum landsfjórðungum. Flest þeirra standa enn. „Dagsverkið var ótrú- lega drjúgt, en Rögnvaldur var líka á alveg réttum tíma. Heimastjórn- inni fylgdi framfarahugur svo byggja þurfi skóla, sjúkrahús, kirkjur, prestssetur og svo fram- Reykjavík Rögnvaldarhús eru meðal annars við Tjarnargötu í Reykjavík, það er hús númer 22 sem er fjórða frá hægri og númer 18 fjórða frá vinstri. Húsin í Fjörunni í Innbænum á Akureyri eru fyrirmyn Dagsverkið var drjúgt  Björn G. Björnsson með bók um fyrsta íslenska arkitektinn  Rögnvaldur Ólafsson hannaði 150 hús á heimastjórnarárunum  Framfaraskeiði lýst í veglegri bók Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skásetjari Björn G. Björnsson er höfundur bókarinnar um arkitektinn, sem m.a. teiknaði Hafnarfjarðarkirkju Bók Veglegt rit og afar fróðlegt. Söguhetjan Rögnvaldur Ólafsson var fæddur 1874 og lést 1916. bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k alkúninn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.