Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 44

Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Sólskálar - sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Þótt François Fillon hafi verið forsætisráð- herra Frakklands í forsetatíð Nicolas Sarkozy 2007 til 2012 er hann ekki sérlega þekktur ut- an landsteinanna. Hver er þessi maður sem var ekki inni í myndinni í keppninni um að hljóta útnefningu mið- og hægrimanna fyrir forsetakosningarnar næsta vor? Hálfum mán- uði fyrir prófkjörið var hann í þriðja til fjórða sæti að fylgi en tveimur dögum fyrir það hafði honum skotið upp að hlið þeirra Sarkozy og Alain Juppé, sem var forsætisráðherra í valdatíð Jacques Chiracs. Sarkozy féll úr leik í fyrri umferðinni og í þeirri seinni lagði Fillon svo Juppé með tveim- ur þriðju atkvæða, hlaut 66% fylgi. Fjölmiðlar sögðu að Fillon-flaugin hefði skotist á loft en á sama tíma ýti sósíalistar á sjálfseyðing- arhnapp sinn. Í sigurræðu sinni sagði Fillon kjósendur hafa ákveðið að hann væri fulltrúi „franskra gilda sem væru þeim kær“ og sagði það ávís- un á hnignun að kjósa vinstriflokkana og gjaldþrot að verja atkvæði sínu á Þjóðfylkingu Marine Le Pen. Svo virðist sem ástæðan fyrir því að hann vann á í lokin og ruddi Sarkozy úr vegi sé sú, að hann hefur verið laus við mál- sóknir á hendur sér, ólíkt Sarkozy og Juppé. François Charles Amand Fillon fæddist í kappakstursborginni Le Mans 4. mars 1954 og ólst þar upp. Faðir hans var sýsluskrifari og móðirin af Böskum komin. Hann var kos- inn á þing 27 ára gamall fyrir héraðið Sarthe og var þá yngsti þingmaður landsins. Tveimur árum seinna bætti hann við sig bæjarstjóra- starfi í heimabæ fjölskyldunnar í Sable-sur- Sarthe. Árin 1993-95 var Fillon mennta- málaráðherra Frakklands, ráðherra tækni- mála 1995 og fjarskiptaráðherra 1995-1997. Sem atvinnumálaráðherra 2002 til 2004 kom hann í gegn umdeildum umbótum, svo sem sveigjanlegri vinnuviku og hækkun lífeyr- isaldurs, en hvort tveggja verður meðal við- fangsefna hans að nýju verði hann kosinn for- seti. Fillon er mikill áhugamaður um sólar- hringskappaksturinn sem heimaborg hans er fræg fyrir, sækir hann heim á hverju ári. Þá keppti hann á sínum yngri árum í kappakstri, m.a. í Le Mans. Fillon talaði afdráttarlaust um það í próf- kjörsbaráttunni að draga yrði saman seglin í rekstri hins opinbera. Í því sambandi nefndi hann Margaret Thatcher sem leiðtoga sem reist hefði land sitt við úr rústum stjórnarfars vinstri manna, en hann dáði bresku járnfrúna. Hann hét að fækka opinberum starfsmönnum um 500.000 á fimm árum en þeir eru 5,4 millj- ónir. Aðallega með því að ekki verður ráðið í störf sem losna þegar viðkomandi fara á eft- irlaun og vinnuvika þeirra sem eftir verða yrði lengd úr 35 stundum í 39 en einungis fengju þeir borgað fyrir 37 stundir. Í ljósi ástandsins og hryðjuverkaógnar verður lög- og örygg- isgæsla undanþegin niðurskurði, þvert á móti ætlar Fillon að auka útgjöld til þessa mála- flokks um 12 milljarða evra. Hann sagðist einnig ætla að frelsa atvinnu- lífið úr fjötrum og draga úr völdum stétt- arfélaga með því að færa kjaramálin inn í fyr- irtækin með vinnustaðasamningum. Þá segist hann stefna að því að fella niður auðlegðar- skatt og lækka skatt á fyrirtæki úr 33% í 25%. Aftur á móti boðar hann hækkun virð- isaukaskatts um tvö prósentustig. Fækkun opinberra starfsmanna verður lið- ur í tilraunum Fillon til að lækka útgjöld hins opinbera um sem svarar 100 milljörðum evra árin fimm sem hann sæti að völdum. Ríkisút- gjöldin verða dregin saman um þriðjung og sveitarfélaga um 20%. Lágmarks-eftirlauna- aldur ætlar hann að hækka úr 62 árum í 65. Þátttaka almannatrygginga í lækniskostnaði verður takmörkuð við alvarlega og króníska sjúkdóma og annað greiði sjúkratryggingar sem menn kaupi sér sjálfir. Það er talið hafa hjálpað til að stórauka fylgi Fillon hversu ákveðinn og afdráttarlaus hann var í þrennum kappræðum í sjónvarpi varðandi sambúðina við múslíma og aðlögun þeirra að frönsku samfélagi. Er það mál sem þorri landsmanna hefur áhyggjur af og end- urspeglast m.a. í miklu fylgi við Þjóðfylkingu Le Pen. Fillon sagði að múslímar yrðu að taka því sem allir aðrir hefðu sætt sig við áður fyrr, það er að róttækni og ögrun ættu ekkert skjól í Frakklandi. Hafnaði hann fjölmenning- arsjónarmiðum og gagnrýndi skólakerfið fyrir að kenna ungu fólki að skammast sín fyrir ný- lendustefnu Frakka. Þá sagði hann að halda þyrfti fjölda innflytjenda í „algjöru“ lágmarki og innflytjendur yrðu að samlagast frönsku samfélagi. Þó að hann hafi greitt atkvæði gegn frum- varpi núverandi ríkisstjórnar er heimilaði hjónaband samkynhneigðra segir Fillon það óraunhæft að uppræta þau lög. Hann vill hins vegar að samkynhneigðum verði ekki leyft að ættleiða börn nema ef dómari kæmist að þeirri niðurstöðu að slíkt væri í þágu hags- muna barnsins. Þá er hann andvígur því að einhleypar konur og lesbísk pör fái að gangast undir tæknifrjóvgun. Fillon og velsk kona hans, Penelope, eiga fimm börn og sem trúað- ur kaþólikki kveðst hann andvígur fóstureyð- ingum en kveðst ekki munu hrófla við lögum er leyfa þær. Hver er Francois Fillon? AFP Forsetaefni François Fillon í heimsókn á svínabúi í Chantenay-Villedieu í síðustu viku. Hryðjuverk íslamskra öfgamanna, mikil og ofbeldisfull mótmæli gegn breytingum á vinnulöggjöfinni og uppljóstranir um óreiðu í einka- málum hafa varpað skugga á forseta- tíð François Hollande. Frá og með janúar í fyrra hafa 238 manns beðið bana í hryðjuverkum jí- hadista í Frakklandi, sem framin voru í nafni Ríkis íslams (IS) eða ann- arra öfgasamtaka. Hollande hlaut lof fyrir hvernig hann hélt á málum og fylkti þjóðinni á bak við sig eftir árás- ina í húsnæði grínblaðsins Charlie Hebdo og gyðingaverslun í París. Um 50 þjóðhöfðingjar tóku með hon- um þátt í göngu gegn hryðjuverkum í borginni en milljónir manna mót- mæltu með sama hætti um land allt. Tíu mánuðum seinna þótti forset- inn bregðast hratt og vel við fjölda- morðum útsendara IS sem drápu 130 manns í París; á börum og kaffi- húsum, í tónlistarhúsinu Bataclan og við þjóðarleikvanginn. Hollande greip þegar í stað til neyðarlaga og lýsti yfir stríði á hendur hryðjuverk- um. Sendi hann hersveitir til að halda uppi eftirliti í borgum og bæjum. Þegar hins vegar 31 árs Tún- ismaður ók niður 86 manns sem voru að halda upp á þjóðhátíðardaginn í Miðjarðarhafsborginni Nice í júlí snerist dæmið við. Ásakanir fóru að koma fram á hendur stjórninni um að henni hefði mistekist að stemma stigu við ógninni af ögamönnum. Það sem vildi varast hann … Áður en hann var kjörinn forseti gagnrýndi Hollande ástarlæti for- vera síns, Nicolas Sarkozy, sem kvæntist ofurmódelinu Carla Bruni í forsetatíð sinni. Hét hann því að í einkahögum sínum myndi hann sjálf- ur verða eftirbreytniverður. Annað átti eftir að koma á daginn og forset- inn var ekki jafn mikið til fyrir- myndar og hann hafði haft hátt um að vera. Brestir komu í samband hans og sambýliskonunnar Valerie Trierweiler sem svo skildu þegar ljóstrað var upp um að forsetinn hefði til hliðar við sambúð þeirra Trierweiler haldið við leikkonuna Ju- lie Gayet, sem er tæpum 20 árum yngri en hann. Var það ljósmyndari, svo nefndur paparazzi, sem kom upp um sambandið leynilega er forsetinn reyndi að laumast til ástarfundar við Gayet á litlu vélhjóli að næturþeli. Í framhaldinu sendi Trierweiler frá sér bók um sambúð þeirra Hollande. Rokseldist hún og þótti afar vand- ræðaleg fyrir forsetann, ekki síst það sem staðhæft var um að sósíalista- leiðtoginn fyrirliti fátæklinga og þá sem minna mættu sín. Harkaleg mótmæli Hollande var kosinn forseti á for- sendum vinstristefnu sem meðal ann- ars kvað á um allt að 75% skatta af tekjum. Skipti hann síðar um stefnu í þágu atvinnurekenda og freistaði þess að breyta ósveigjanlegri at- vinnulöggjöf landsins. Tilgangurinn var að gera fyrirtækjum auðveldara að ráða fólk og reka. Var því mót- mælt mánuðum saman um land allt, oft með ofbeldisfullum hætti. Á end- anum komst frumvarpið í gegnum þingið í París en ekki fyrr en inni- haldið hafði verið þynnt mjög út. Herför hingað og þangað Hollande gagnrýndi Sarkozy fyrir að senda franskar hersveitir í hernað til Afríku og sagðist myndu kalla þær heim næði hann kjöri í maí 2012. Af því varð ekki og hafði hann ekki setið á valdastóli nema rúmt hálft ár er hann sjálfur sendi herafla til Malí í janúar 2013 til að stöðva uppgang ísl- amista sem lagt höfðu undir sig hluta hinnar gömlu frönsku nýlendu. Þar eru sveitirnar enn. Og í desember sama ár sendi hann hersveitir til að- gerða í Mið-Afríkulýðveldinu til að koma á stöðugleika þar eftir ofbeldis- átök ólíkra trúarhópa. Þá lét Hol- lande gera áætlanir um íhlutun í Sýr- landi 2013 en lagði þær á hilluna er ljóst varð að Bandaríkjamenn myndu ekki taka þátt. Biðu Frakkar með að- gerðir þar til í fyrra, 2015, og þá sem þátttakendur í fjölþjóðlegum aðgerð- um gegn Ríki íslams. Árið áður hófu Frakkar hins vegar loftárásir á stöðvar IS í Írak, eða í september 2014. Rifist um ríkisborgararétt Hryðjuverkin í París urðu til þess að Hollande freistaðist til þess að breyta stjórnarskránni á þann veg að heimilt yrði að svipta dæmda hryðju- verkamenn frönskum ríkisborg- ararétti, væru þeir með tvöfalt rík- isfang. Til harðra deilna kom um siðsemi slíkra breytinga. Á endanum kippti Hollande að sér höndum og hætti við allt saman í mars í fyrra. Þetta mál sagði hann í síðustu viku vera það sem hann sæi einna mest eftir úr stjórnartíð sinni. Aftur á móti sagði hann er hann sagðist ekki ætla sækjast eftir endur- kjöri, að niðurstaða loftslags- ráðstefnunnar í París í desember fyr- ir ári væri einn af hátindum stjórnartíðar hans. Lagði Hollande sig hart fram um að árangur næðist á ráðstefnunni. Mál er mótuðu forsetatíðina AFP Leiðtogar Manuel Valls og François Hollande. Valls tilkynnti um forseta- framboð eftir að Hollande lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.