Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Þeir sem brjóta lögin eru í daglegu tali kall- aðir lögbrjótar. En hvað eru slíkir aðilar kallaðir ef þeir halda áfram á sömu braut og þrjóskast við að fara að lögum? Ég ætla að eftirláta lesendum að finna tilhlýðilegt orð yf- ir slíka aðila en það orð- færi sem mér dettur fyrst í hug í þessu sambandi er ekki talið birtingarhæft af Morg- unblaðinu. Fyrir nokkru tóku stjórn- endur Hafnarfjarðarbæjar þá ákvörðun að íþyngja rekstraraðilum í bænum sem hafa gáma á lóðum sín- um með því að leggja sérstakt gjald á þá. Gjald þetta var ákveðið krónur 31.779,- per gám sem sundurliðast þannig að leyfisveitingargjald er 11.377,- að viðbættum tveimur klukkustundum í vinnu við að telja hvern gám á 10.201,- per klukku- stund eða krónur 20.402,- í talning- argjald á hvern gám. Það tekur hafn- firskan embættismann sem sagt tvær klukkustundir að telja upp að einum. Einhverjir gætu sennilega sætt sig við svo arfaslök afköst en ég fullyrði að ef viðkomandi teljari væri í vinnu hjá öðrum en opinberum aðila þá væri þó a.m.k. gerð krafa um að talið væri rétt á þessum hraða. Í því tilviki sem snýr að mér þá var það þó ekki raunin. Gerð var krafa um greiðslu upp á krónur 476.685,- vegna útgáfu leyfis og talningar á 13 gámum. Ætla má að séu menn sérlega tak- markaðir þá taki þetta u.þ.b. eina klukkustund með ferðum til og frá bæjarskrifstofum. En það er kannski ekki undarlegt að hæfni þessara aðila sé ekki meiri en raun ber vitni í ljósi nýlegrar ráðningar hafnarstjóra hjá bæn- um. Í stað þess að ráða aðila í starf hafnar- stjóra sem hefði mennt- un og reynslu af skiparekstri var ráð- inn bakari í starfið. Tekjustofnar sveitarfélaga eru ákveðnir í lögum nr. 4/1995 og þar er tekið fram að þeir séu fast- eignaskattur, útsvar og framlög úr jöfnunarsjóði. Auk þess geta sveitar- félög haft tekjur af eignum sínum og eigin atvinnurekstri eins og t.d. hol- ræsagjaldi, lóðaleigu, leyfisgjöldum o.s.frv. Sveitarfélögum er óheimilt að lögum að afla tekna úr hendi bæj- arbúa eða rekstraraðila í bænum með öðrum hætti. Hafnarfjarðarbær ber fyrir sig mannvirkjalög frá árinu 2010 þegar umrætt gámagjald er lagt á rekstraraðila í bænum. Sam- kvæmt þessum sömu lögum er tekið skýrt fram að gjöld samkvæmt þess- um lögum skuli byggjast á rekstr- aráætlun og séu þau rökstudd. Í sömu lögum segir að gjaldið megi ekki vera hærra en kostnaður við að veita umrædda þjónustu. Þessu skauta umræddir embættismenn létt fram hjá, staðráðnir í að halda sínu striki og brjóta lögin, já og það jafn- vel þótt þeim hafi verið bent á ágall- ana við gjaldtökuna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá umrædda embættismenn til að láta af brotastarfsemi sinni og feta veg réttvísinnar þá hafa þeir ekki sýnt nokkurn vilja til að láta af ein- beittum brotavilja sínum. Það verður því ekki hjá því komist að fá úr því skorið hvort bæjarfélaginu sé stjórn- að af lögbrjótum. Sé svo er rekstr- araðilum ráðlegt að forðast að setja starfsemi sína niður innan bæj- arfélagsins. Varðandi bakarann sem ráðinn var í stöðu hafnarstjóra skipt- ir kannski máli að hann er hápólitísk- ur og var áður bæjarstjóri í Hafn- arfirði. Þá skiptir líka kannski minna máli hvað menn kunna eða geta? Ef embættismannaelítan í bænum er öll valin með það að leiðarljósi að hafa „réttar“ skoðanir burtséð frá því hvaða hæfileika þessir aðilar hafa til að bera þá er tæplega hægt að bú- ast við því að lestrarkunnátta þeirra sé á það háu plani að hún gagnist þeim til að lesa sér til um þau laga- ákvæði sem þeir vísa þrátt fyrir allt í. Er Hafnarfjarðarbæ stjórnað af lögbrjótum? Eftir Örn Gunnlaugsson » Varðandi bakarann sem ráðinn var í stöðu hafnarstjóra skiptir kannski máli að hann er hápólitískur og var áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Örn Gunnlaugsson Höfundur rekur fyrirtæki í Hafnarfirði. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Mikil spenna í Gullsmáranum Spilað var á 10 borðum í Gull- smára mánudaginn 5. desember. Úrslit í N/S: Viðar Valdimarss. - Óskar Ólason 214 Guðlaugur Nielsen - Óskar Karlsson 189 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 185 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 175 A/V Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 1 95 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðsson 179 Hólmfríður Jónsd.- Magnús Marteinsson 177 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 174 Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 174 Þetta var þriðji spiladagurinn á minningarmóti Guðmundar Páls- sonar. Staða efstu para að loknum þremur spiladögum: Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 588 Gunnar Alexanderss.- Elís Helgason 586 Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinsson 545 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 543 Þrettán borð 1. des. hjá FEBR Fimmtudaginn 1. desember var spilað á 13 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 399 Jón Þ. Karlsson – Sturla Snæbjörnss. 361 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 358 Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss. 343 A/V Friðrik Jónsson – Björn Svavarsson 376 Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 361 Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnss. 346 Björn Arnarson – Nick Barshay 339 Fimmtíu spilarar hjá FEBR sl. mánudag Mánudaginn 5. desember mættu 25 pör til leiks hjá bridsdeild Félags eldri borg- ara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 346 Guðl. Bessason – Guðm. Sigursteinss. 321 Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 319 Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 309 A/V Jón Þ. Karlsson – Sturla Snæbjörnss. 365 Bjarni Guðnason – Guðm. Steinbach 358 Nick Barshay – Gestur Gestsson 324 Skafti Ottesen – Sigurður Emil Ólafsson 323 Oddur og Sigurjón langefstir á Suðurnesjum Oddur Hannesson og Sigurjón Ingi- björnsson eru langefstir í þriggja kvölda Butler-jólatvímenningi sem hófst sl. mið- vikudagskvöld. Þeir skoruðu 38 impa en Gunnlaugur Sævarsson og Hafsteinn Ögmundsson skoruðu 9 og Grethe Iversen og Ísleifur Gíslason 4. Aðrir náðu ekki miðjungi. Önnur umferðin verður spiluð nk. mið- vikudagskvöld í félagsheimilinu kl. 19. Spilarar sem ekki gátu mætt síðast vel- komnir. Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að farsælum viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til löggildingar fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Erum flutt að Laugavegi 77 RÝMINGARSALAN í fullum gangi að Laugavegi 7 Flottir í fötum LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 Jóla dagar 25 ÁR HJÁ 20% afsláttur            32“ kr. 64.900.- / 40“ kr. 89.900.- / 49“ kr. 119.900,- / 55“ kr. 149.900.- K5505 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.