Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 53

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 53
dreif um Dakóta-ríkin. Þar á meðal Standing Rock sem var stofnað árið 1873 og er það fimmta stærsta í landinu. Þar búa nú 17.000 manns, þar af 6.500 indjánar. Einn frægasti indjáni Norður-Ameríku, Sitting Bull, var frá þessum slóðum. Hann barðist ötullega fyrir indjána og var orðinn goðsögn langt fyrir ótíma- bæran dauða sinn. Hann var myrtur í Standing Rock 15. desember árið 1890. Upprunalega gröf hans er að finna í bænum Fort Yates sem er ör- skot frá olíulögninni. Nú hvílir hann við Mobridge í Suður-Dakóta, fæð- ingarbæ sínum og einni af náttúru- perlum Norður-Ameríku. Þúsundir mótmælenda hafa safn- ast til Standing Rock. Mest áberandi eru innfæddir sem koma af ótal ætt- bálkum víðs vegar frá amerísku heimsálfunum. Leynt og ljóst vilja þeir einnig vekja athygli á ástandi innfæddra. Í búðum mótmælenda er and- rúmsloftið sérstakt. Það ríkir spenna í loftinu en jafnframt von. Við upphaf mótmælanna í apríl tendruðu innfæddir bál í hjarta búð- anna, heilagan eld sem mun loga á meðan baráttan lifir. Umhverfis eld- inn safnast fólk hvern dag og hverja nótt, syngur, biður, dansar og kyrjar forna söngva. Mótmælendur mega ekki fara í eiginleg mótmæli fyrr en eftir þjálf- un. Fólki er kennt hvernig það skuli bera sig að, enda ekki vanþörf á, því óeirðalögregla tekur á móti hinum friðsömu mótmælendum með bryn- vörðum bílum, táragasi, vatnsfall- byssum og skýtur á þá með bauna- pokum. Eitt skæðasta vopnið er vítisvél nokkur sem gefur frá sér þvílík óhljóð að mönnum fallast hendur. Fyrirtækin sjálf hafa svo ráðið til sín einkaöryggisgæslu sem er enn harðsvíraðri og vílar ekki fyr- ir sér að beita hundum gegn mót- mælendum. Vilja höfða mál gegn ríkinu Kona ein af ætt Lakótaætt kallar eftir sameiningu ættbálka Ameríku og vill höfða mál til höfuðs banda- ríska ríkinu. Landið sé eign indjána og skila ætti stórum hluta þess til baka. Helför indjána sem staðið hafi í 500 ár sé nógu langt gengin og mál að linni. Áætlun hennar gengur laus- lega út á að herja á Washington með þeirra eigin vopnum; lögum, reglu- gerðum og skriffinnsku. Fyrir utan náttúruvá og helgispjöll þá er merg- ur málsins sá að innfæddir eru orðn- ir langþreyttir á yfirgangi, græðgi og hroka bandarísku alríkisstjórn- arinnar. Sárast svíður indjánum að hönn- uður leiðarinnar sjálfrar er Banda- ríkjastjórn, eða svokallaðir verk- fræðingar ríkisins sem falla undir hatt hersins. Eftir atburði seinustu daga hafa verkfræðingarnir þó loksins dregið í land og segjast ætla að finna nýja leið til að mæta kröfum mótmælenda og hafa lagt blátt bann við að farið verði undir Missouri-ána. Þessu fagna indjánar og líta á sem vissan sigur. Orðunum er þó tekið með fyr- irvara í búðum mótmælenda enda ekki í fyrsta sinn sem lögnin er sett á ís og alls ekki í fyrsta sinn sem Washington lofar Indjánum griðum. Fyrirtækin sem standa að baki olíu- leiðslunni hafa sagst ætla að hundsa tilmælin og verðandi forseti hefur lýst því yfir að hann vilji sjá leiðsl- una kláraða. Talið er að verktakar kjósi frekar að borga sektir en fara að fyrirmælum. Orðrómur gengur um búðirnar að í raun sé lagningu leiðslunnar lokið og að orðagljáfrið sé fyrirsláttur einn. Tíminn mun leiða í ljós hvernig fer. Í millitíðinni fagna Indjánar áfangasigri og standa fast á sínu í hörkufrostum Norður-Dakóta með frið og von að leiðarljósi. Höfundur er fornleifafræðingur. Ljósmynd/Rose Ganley Ungviði Börn mótmælenda í búðunum leika sér með legókubba. UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 GEFÐU GÓÐA GJÖF UM JÓLIN Oakley skíðagleraugu, margar gerðir, frá kr. 7.800 Oakley hjálmar, margir litir, frá kr. 25.900 Við erum bara tvö í heimili, ég og maðurinn minn. Á þessum árstíma finnst okkur bæði gaman og gott að fá okkur síld, egg og rúgbrauð og drekkum þá gjarnan jólaöl með. Íslensk fyrirtæki sem framleiða síld og selja í neytendaumbúðum missa því miður af viðskiptum við okkur hjónin. Ástæða þess er einföld – íslensk síld er seld í allt of stórum krukkum. Við höfum svo oft lent í því að kaupa hátíðarsíld, jólasíld eða aðrar síldartegundir en í ljósi þess að skammtar okkar eru frekar litlir tekst okkur ekki að klára úr krukk- unum á meðan síldin er „fersk“. Vegna þessa kaupum við nú danska síld frá Gestus. Ágæt síld í hæfilega stórum krukkum, sem við klárum í þremur máltíðum. Er ekki möguleiki á því að íslensk fyrirtæki hugsi aðeins um þennan þátt í söluferlinu? Ein sem vill gjarnan kaupa íslenskt. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Stórar síldarpakkningar Herramannsmatur Síld er vinsæl á jólaborðinu og hér er hún í fallegum umbúðum. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.