Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 54
Söluaðilar: GÞ - skartgripir & úr | Meba - Rhodium | Meba | Georg V. Hannah, Kef. | Halldór Ólafsson, Ak. Úr & Gull, Hafnarf. | Klukkan, Kóp. Collection noemia KATHERYN WINNICK BÆKUR Á yfirstandandi öld snjalltækja er blessaðri bókinni spáð hnignun, ef ekki glötun, með reglulegum hætti. Ef marka má tölur sem blaðamað- ur rýndi í ásamt Bryndísi – sem réttilega titlar sig „bókaunnanda“ í símaskránni – þá blasir við að fréttir af andláti bókarinnar hafa verið stórlega ýktar, svo vitnað sé í klassískan rithöfund, vel að merkja. „Bóksalan fór vel af stað um síð- ustu helgi, svo mikið er augljóst, og þetta er stærsta íslenska skáld- sagnaár sem við höfum séð,“ segir Bryndís um bókajólin framundan. „Það hafa aldrei komið út jafnmörg frumútgefin íslensk skáldverk, því fyrir þessi jól koma út 65 frum- útgefnar skáldsögur fyrir fullorðna. Þetta er auðvitað ótrúlegur fjöldi og það sem ég hef verið að kynna mér eru verk hvert öðru meira spennandi. Þetta er því firnasterkt skáldsagnaár og ekki ástæða til annars en að gleðjast að svo stöddu.“ Ævisögur áhugaverðra kvenna Bryndís bætir því við að flokkur ævisagna fari ennfremur vel af stað og sala á þeim sé vonum framar. Oft heyrist því fleygt að ævisögur séu bókaflokkur á undanhaldi, en samanburður á sölutölum sýnir svo ekki er um að villast að svo er ekki. Maður er greinilega manns gaman, nú sem áður. „Það eru þrjár ævisögur sem ég nefni helst í þessu sambandi og hverfast að mestu leyti um konur. Það er Tvísaga, bókin hennar Ás- dísar Höllu [Bragadóttur], einnig bókin Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur um Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda og einyrkja, og baráttu hennar gegn virkjunaráformum í Skaft- ártungum, og svo loks er þriðja bókin Elsku Drauma mín, sem er minningabók Sigríðar Halldórs- dóttur og Vigdís Grímsdóttir skráði. Þessar þrjár hafa þegar selst mjög mikið og af því dreg ég þá ályktun að það sé ekki endilega verið að kaupa þær til jólagjafa heldur sé fólk að kaupa þessar bækur til að lesa þær sjálft og það strax. Það finnst mér frábært enda eru þessar bækur í senn skemmti- legar aflestrar og fjalla um áhuga- verðar og sterkar konur.“ Bryndís bætir við því að árið í ár sé einkar sterkt sömuleiðis hvað fræðibækur áhrærir, og nefnir máli sínu til stuðnings bækur þær sem tilnefndar eru til íslensku bók- menntaverðlaunanna í ár. Þær komi hver úr sinni áttinni og hún vonist til þess að þar finni allir eitt- hvað við sitt hæfi. Endurkoma myndasögunnar? Þegar talið berst að bókaútgáf- unni og samsetningu útgáfuflór- unnar samanborið við síðustu ár segir Bryndís margt þar ósköp svipað. „Það er þó heldur minni barna- bókaútgáfa og það er ekki nógu gott.“ Í framhaldinu spinnast upp langar samræður um það hverju þetta sæti og ennfremur hvers vegna myndasagan – sem var mik- ill og snar þáttur í bókaútgáfu á ár- unum 1970 til 1990 – hefur farið svo rækilega halloka hérlendis sem raun ber vitni. Væri útgáfa og end- urútgáfa á þeim verkum ekki grá- upplagt færi til að auka lestr- aráhuga, lesskilning og lestur almennt meðal unga fólksins? Bryndís er á því „Það er mjög leiðinlegt hvernig myndasagan datt skyndilega uppfyrir því hún er eftir sem áður gríðarlega hátt skrifuð í Belgiu og Frakklandi, upp- runalöndum þeirra myndasagna sem mest voru lesnar hér á landi. Þar er þetta einfaldlega listgrein. Ég kann ekki að svara því hver ástæðan er en þarna liggja margar perlur og ég nefni sem dæmi þýð- ingarnar á Ástríki gallvaska, sem voru stórkostlegar,“ segir Bryndís, og bætir því við að hún búi svo vel að eiga megnið af þessu öllu saman og þar með talinn Lukku Láka eins og hann leggur sig. „Gleðifregnin í þessu er samt sem áður sú að það var að koma út ný teiknimyndasaga sem heitir Vargöld [eftir Jón Pál Halldórsson og Þórhall Baldursson]. Útgáfa hennar finnst mér vera stórkostleg tíðindi og kannski er ég að leggja mikið á þá drengi sem að bókinni standa en ég er að láta mig dreyma um að útgáfa þessarar bókar sé fræið sem veldur því að myndasag- an spretti hreinlega fram í kjölfar- ið. Þá ég ég líka við að þó það sé gaman að fá frönsku og belgísku sögurnar gefnar út þá er líka mik- ilvægt fyrir okkur að fá íslenskar teiknimyndasögur.“ Bryndís bendir máli sínu til stuðnings á að fyrir nokkrum árum hafi komið út þrjár teiknimynda- sögur unnar upp úr Njálu, gríð- arvel heppnaðar. „13 ára strák- urinn minn gleypti þær í sig og kunnátta hans í Njálu, sem er mik- il, er öll upp úr þeim bókum. Teiknimyndasögur geta því orðið svo góð brú yfir í heimsbókmenntir og fornsögur. Teiknimyndasagan getur verið alveg hreint hámenn- ingarleg.“ Þessu til viðbótar bendir Bryndís á að Jean Posocco hjá bókaútgáf- unni Froski hefur á undanförnum árum unnið að enduruppbyggingu teiknimyndasagnaútgáfu hér á landi. „Hann hefur til dæmis haldið áfram útgáfu teiknimyndasagnanna um Ástrík. Í ár er það Ástríkur í Piktalandi sem fæðist í íslenskri þýðingu en auk þess sem hann gef- ur einnig út nýjar bækur um Sval og Val, Viggó viðundan og Lukku- Láka. Þá hefur hann hafið útgáfu á nýjum teiknimyndasögum eins og Lóu og Tímaflökkurunum og full- orðins-teiknimyndasöguseríunni In- kal.“ „Sérdeilis bókelsk fyrir jólin" Erlendis er bókaútgáfa í árslok með rólegasta móti því stóru kan- ónurnar halda í sér með útgáfu uns vorar; þá er tíminn til að senda frá sér vænlegar metsölubækur. Að- spurð segir Bryndís að Íslendingar séu svolítið sér á parti hvað þetta varðar og verði það að líkindum áfram. „Við erum sem fyrr sérdeilis bókelsk þjóð fyrir jólin og það held ég að breytist ekki. Þróunin síð- ustu fimmtán árin hefur engu að síður verið sú að útgáfan er að fær- ast til og dreifast meira á árið í heild. En ég áætla að það séu á bilinu 65-70% útgáfunnar í ár sem eru að koma út síðustu þrjá mánuði ársins. En þetta er lítill markaður því við erum svo fá, og jólin gera okkur kleift að halda úti þessari ótrúlega öflugu útgáfu sem er hér á þessu litla landi.“ jonagnar@mbl.is Bókelsk þjóð fyrir jólin Bókaþjóðin fer sem jafnan mikinn í jólamánuðinum og ánægjulegt að sjá metfjölda í frumútgáfum ís- lenskra skáldverka fyrir jólin í ár, segir Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Morgunblaðið/Golli Skáldajól „Það hafa aldrei komið út jafnmörg frumútgefin íslensk skáldverk, því fyrir þessi jól koma út 65 frum- útgefnar skáldsögur fyrir fullorðna,“ segir Bryndís Loftsdóttir. „Þetta er því firnasterkt skáldsagnaár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.