Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 62

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 62
62 . MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 BÆKUR Eftir að mamma hennar fór fyrir- varalaust í burtu með Hallmar sá Bebba yfirleitt enga ástæðu til að fara heim að Neðri-Bakka eftir skóla. Þar var ekkert sem beið hennar, engin mamma, enginn bróðir, enginn leikfélagi. Ýmist fór hún í vinnuna til Guð- nýjar þar sem hún var alltaf vel- komin, í heimsókn til vinkvenna eða kom við hjá frænda sínum og leik- félaga í næsta húsi. Þegar hún var nokkuð viss um að Guðný væri komin heim úr vinnunni hljóp hún yfir á Neðri-Bakka til að fá sér að borða með henni. Hún forðaðist Bjarna eins og heitan eldinn – sér- staklega þegar hann var kominn vel við skál. En dag einn kom að því að örlögin urðu ekki umflú- in. Þegar Bebba kom ein heim undir kvöldmat sat Bjarni við eldhúsborðið. Öskubakkinn var fullur af stubbum og það var enn minna eftir í brennivíns- flöskunni en vanalega á þessum tíma dags. Hann þreif í Bebbu, tók þétt með annarri hendinni utan um mittið og spurði hvort hún ætlaði ekki að gefa hon- um eitthvað að éta. „Er Guðný ekki heima?“ spurði Bebba og losaði sig frá honum en í þann mund kom Guðný uppáklædd inn í eldhús og sagðist vera að fara í bíó með vinkonu sinni. Bebba gæti ekki komið með því að myndin væri alls ekki við hæfi 12 ára barna. Bjarni sem að jafnaði var fámáll var nú óvenju málglaður og lá hátt rómur. Hann skipaði Bebbu að koma og gefa sér að borða, hann væri orðinn svangur og vinnudag- arnir hefðu lengst eftir að hann þurfti að sjá fyrir henni. Ekki væri einfalt að hafa hana í fæði og hús- næði, því hún væri bæði plássfrek og gráðug. „Mamma þín skildi þig eftir og borgar ekkert með þér. Þú þarft að vinna fyrir þér, krakki. Drífðu þig í að gefa mér eitthvað að éta.“ Að jafnaði skipti Bjarni sér mjög af Guðnýju og gerði athugasemdir ef hún fór út á kvöldin en í þetta sinn lét hann sem ekkert væri – Guð- nýju væri velkomið að fara út af heimilinu. Óttaslegin leit Bebba á Guðnýju sem klæddi sig spennt í skóna áður en hún dreif sig í bíóið. „Sestu bara í fangið á honum. Hann róast við það,“ hvíslaði Guðný í þann mund sem hún hljóp niður tröppurnar og út á plan þar sem vinkonan beið hennar. …………….. Þegar amma Sigríður kom af sjúkrahúsinu í Reykjavík trúði Bebba því að gamla konan sæi til þess að Bjarni léti hana í friði. Amma gisti í kompunni hjá þeim Guð- nýju og þó að hún væri ekki orðin sextug var heilsan farin að gefa sig og hún var upp á börnin sín komin með framfærslu. Bjarni tryggði húsaskjól og fæði en Guðný keypti fyrir hana neftóbak sem var það eina sem gamla konan lét eftir sér. Hún var lagin í höndunum og prjónaði bæði og heklaði. Hún las allar bækur sem hún komst í og ósjaldan lenti Bebba í því að bækur vantaði í töskuna þegar hún mætti í skólann. Oftast fundust þær undir kodd- anum hjá ömmu hennar. Ekki fór það framhjá dótturdótt- urinni að amman glímdi við andlega erfiðleika og ekki var óalgengt hún legði sig eftir hádegi og svæfi jafn- vel lungann úr deginum. Til að hressa ömmuna við spilaði hún við hana og hjálpaði til við heimilis- störfin. En amman var ekki mikill bógur og Bebba sá að vænlegast var að vera sem minnst heima til að forðast Bjarna. En engu skipti þótt amman væri í húsinu. Bjarni var kominn á bragðið og hélt áfram að nota hana með þeim hætti sem hann gerði þegar Guðný fór í bíóið. Hann virt- ist stundum hikandi við að láta slag standa en freistingin var of mikil. Ítrekað hljóp Bebba öskrandi út úr húsinu og lætin í henni gátu varla hafa farið framhjá Gunnari á hæð- inni eða nágrönnunum þegar þeir sáu hana jafnvel koma berfætta, fá- klædda og í miklu uppnámi út úr húsinu. En þó að fólkið heyrði hugsanlega öskrin þá virtist enginn heyra bænirnar. Smám saman fékk Bebba kjark til að kalla Bjarna öllum illum nöfn- um, jafnvel fyrir framan ömmu sína eða aðra viðstadda, en ekki gat hún með neinu móti komið orðum að því hvað hann hefði gert henni. En eft- ir því sem reiði stúlkunnar braust meira út þeim mun ósáttari varð gamla konan við framkomu stúlk- unnar. Hún bar sig aumlega yfir ástandinu við Gunnar á neðri hæð- inni. „Krakkinn er að gera hann Bjarna kolvitlausan. Djöfulgang- urinn í henni freistar hans og það er ekki nóg með að hún hafi rústað lífi Blómeyjar heldur er hún að gera allt brjálað hér. Þetta ástand er að gera útaf við mig.“ Annað heyrði Bebba ekki af sam- tali þeirra en þetta dugði henni til að meta það sem svo að amma hennar yrði ekki sú sem kæmi henni til bjargar. Bebba hafði verið á Reyðarfirði í nærri tvö ár þegar hún flúði enn og aftur heimilið vegna ágengni Bjarna en að því kom að hún áttaði sig á því að í stað þess að standa undir húsvegg og bíða eftir aðstoð almættisins yrði hún að leita til ein- hvers sem hún gat treyst. Henni kom það snjallræði í hug að mikilvægasti bandamaður henn- ar væri eflaust skólastjórinn góð- hjartaði. Ekki einungis bæri hann hag barnanna fyrir brjósti og væri nýlega búinn að verðlauna hana fyrir góðar framfarir í skólanum heldur var hann augljóslega ekki í sama liði og Bjarni í pólitík og átt- aði sig eflaust á því að móðurbróðir hennar væri ekki góður maður. Næst þegar henni ofbauð rauk Bebba af stað til skólastjórans. Drjúgur spölur var að heimili hans en hana bar hratt yfir því tilhugs- unin um að hjálp væri handan við hornið létti henni sporin. Bebba var búin að bíta á jaxlinn og þurrka tárin þegar hún bankaði upp á. Kunnuglegur ilmur af ný- bökuðum smákökum barst út þegar skólastjórinn opnaði fyrir henni. Í fjarska inni í fallega húsinu sá hún konuna hans leggja heita plötuna með smákökum á eldhúsborðið. Bebbu sýndust þetta vera hálf- mánar eins og Jóhanna afasystir var vön að baka. Konan leit spyrj- andi á eiginmanninn sem iðulega þurfti að fást við einhver vandamál tengd krökkunum í skólanum, ekki síst börnunum sem komu úr borg- inni og voru hálf ráðvillt. Skólastjórinn spurði um erindið þar sem hann stóð í gættinni og hún sagðist þurfa að segja honum frá Bjarna. „Hvað með Bjarna?“ spurði hann. Þegar hún loks komst í gang með að deila frásögn sinni var eins og allar flóðgáttir himins opnuðust. Hún fór að hágráta, dró ekkert undan og sagði honum í smáat- riðum hvað á hefði gengið á Neðri- Bakka í nærri tvö ár. Brúnaþungur virtist skólastjór- inn hlusta á hvert orð en frásögnin tók langan tíma og stúlkunni var augljóslega orðið mjög kalt þar sem hún stóð berfætt í vaðstígvélunum. „Þú verður að hjálpa mér,“ sagði hún og leit brostnum augum á manninn sem hún bar svo mikla virðingu fyrir. „Bíddu augnablik,“ sagði hann og lokaði dyrunum á meðan hann fór aftur inn í húsið. Vongóð lét Bebba hugann reika á meðan hún beið á tröppunum, velti fyrir sér hvað tæki nú við og hvort skólastjórinn og konan hans myndu kannski leyfa henni að búa hjá þeim á með- an leitað væri annarra lausna. Hann birtist aftur en opnaði bara í hálfa gátt svo að kuldinn ætti ekki jafn greiða leið inn í húsið. „Ég hringdi í Bjarna,“ sagði hann, „og bar undir hann þessar al- varlegu ásakanir. Hann er alveg miður sín, niðurbrotinn maður og yfir sig hneykslaður á því að þú skulir launa honum húsaskjólið með því að bera svona tilbúning á borð. Hann vildi fá fullvissu mína fyrir því að ég tryði þessu ekki upp á hann,“ sagði hann og bætti því við að hann vissi ekki til þess að Bjarni hefði nokkurn tímann unnið manni mein. Skólastjórinn sagði ákveðinn að það væri alvarlegt að bera rangar sakir upp á fólk. „Hættu nú þessum skáldskap, Sigríður mín, og drífðu þig áður en veðrið versnar. Farðu heim.“ …………….. Fara heim? hugsaði hún þegar hún gekk niður tröppurnar á húsi skólastjórans. Hugsanirnar hring- snerust í höfði hennar. Hvernig gat hún klúðrað þessu? Hafði hún ekki sagt allt? Hafði hún ekki opnað sig og lýst fyrir honum þeim hryllingi sem hún hafði upplifað á Neðri- Bakka? Hafði hún ekki í fyrsta sinn sagt einhverjum frá því hvernig „Hættu nú þess- um skáldskap“ Í Tvísögu segir Ásdís Halla Bragadóttir sögu móður sinnar og þeirra mæðgna. Saga þeirra er full af gleði en líka djúpum harmi, vonum og vonbrigðum og sannleika sem aldrei er einhlítur. Þegar hér er komið sögu er Bebba, móðir Ásdísar Höllu, 12 ára og býr hjá móðurfólki sínu á Reyðarfirði. Blómey, móðir Bebbu, fór til Reykjavíkur ásamt syni sínum og skildi Bebbu eftir eina á Neðri-Bakka, heimili Bjarna, hálfbróður Blómeyjar. Gulltryggðu jólagleðina í CARAT Haukur gullsmiður O Hátúni 6a O s. 577 7740 O carat.is Ekkert jólastress, nú getur þú verslað í nýrri glæsilegri netverslun okkar carat.is sendum frítt um land allt. SAGA FLUGSINS holabok.is / holar@holabok.is Saga flugsins frá upp- hafi flugtilrauna til okkar dags - með ágripi af flugsögu Íslands. Snilldarverk af hálfu Örnólfs Thorlaciusar, þess mikla fræðimanns á mörgum sviðum. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.