Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 64

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 64
64 . MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 BÆKUR IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Amerískirbílar Sími 4 80 80 80 Eigum E-load dekk fyrir pallbíla á góðu verði GOODYEAR WRANGLER 265/70R18 á aðeins 138.000 kr. settið MICHELIN LTX 265/70R18 á aðeins 138.000 kr. settið. Ríkisstjórnin sem hér átti í hlut var um margt söguleg. Eftir kosn- ingar í árslok 1979 hafði reynst ógerningur að mynda starfhæfan meirihluta og hafði Kristján Eldjárn forseti lagt drög að myndun ut- anþingsstjórnar undir forsæti Jó- hannesar Nordal seðlabanka- stjóra. Í kosn- ingunum höfðu vinstriflokkarnir tveir tapað miklu fylgi, vinstri- sveiflan var á undanhaldi og allan níunda áratuginn voru þeir til sam- ans með undir 30% fylgi. Fram- sóknarflokkurinn endurheimti fylg- istap sitt frá 1978 en Sjálfstæðisflokkurinn var enn nokkuð fjarri sínu besta með 35%. Átök milli tveggja fylkinga settu um þetta leyti mjög mark sitt á ímynd og starf flokksins. Þetta voru ekki harðar hugmynda- fræðilegar deilur heldur áratuga- löng togstreita milli Geirs Hall- grímssonar formanns og Gunnars Thoroddsen varaformanns. Báðir áttu sína fylgismenn, Morgun- blaðið og fráfarandi flokksforysta höfðu stutt Geir til formanns 1973, hann var hugsjóna- og fram- kvæmdamaður en Gunnar þótti til- komumeiri að atgervi. Geir varð ekki jafn vinsæll stjórnmálamaður út fyrir raðir flokksmanna líkt og t.d. Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson enda var öll framkoma stjórnmálamanns farin að skipta meira máli þegar sífellt stærri hluti stjórnmálaumræðu fór fram í sjónvarpi. Í febrúar 1980 hjó Gunnar Thor- oddsen á Gordíonshnút þessarar stjórnarkreppu og myndaði ríkis- stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi ásamt tveimur sjálfstæðisþingmönnum og hétu aðrir tveir stjórninni hlutleysi. Þetta gerði hann í fullkominni and- stöðu við meirihluta þingflokksins og formann og því hafði átt sér stað sögulegur klofningur á hægri vængnum. Sáu alþýðubandalags- menn myndun stjórnarinnar sem kærkomið tækifæri til að valda sundrungu innan Sjálfstæðisflokks- ins. Stjórnarsamstarfið gekk nær alla tíð brösuglega. Engu að síður náðist samstaða um umbætur í vel- ferðarmálum. Í kjarasamningum 1980 náði Alþýðusamband Íslands að tryggja breytingar á lögum um fæðingarorlof þannig að allar kon- ur, einnig heimavinnandi, ættu rétt á þriggja mánaða launum sem tóku mið af atvinnuþátttöku þeirra. Þá voru greiðslur fæðing- arorlofs færðar alfarið frá At- vinnuleysistryggingasjóði yfir til Tryggingastofnunar. Ári síðar voru atvinnuleysisbætur hækkaðar, bótadögum fjölgað úr 130 í 180 á tólf mánaða tímabili og bótarétt- urinn rýmkaður. Að auki hleypti ríkisstjórnin af stokkunum áætlun um byggingu 1.500 íbúða í verka- mannabústöðum en einungis tókst að ljúka við 700 þeirra. Veður gerðust válynd í efna- hagsmálum 1982, á einu ári hröp- uðu loðnuveiðar úr 641.000 tonnum í 13.000 og þorskafli dróst saman 1981-83 úr 460.000 tonnum í 294.000 og raunar fór hann aldrei aftur á öldinni yfir 400.000 tonn á ári. Ríkisstjórninni gekk illa að komast að samkomulagi um við- brögð við þessum þrengingum og var hún einkum ráðþrota gagnvart verðbólgu sem nam 60% á árs- grundvelli 1982 og fór um skeið upp í þriggja stafa tölu 1983. Í árs- byrjun 1981 voru tvö núll skorin aftan af íslensku krónunni og stóð hún þá jafnfætis norrænum gjald- miðlum. En þetta jók ekki tiltrú á krónunni, á fyrstu 30 mánuðunum tapaði hún þriðjungi verðgildis síns og ekkert kom út úr sam- stilltu átaki gegn verðbólgu sem átti að fylgja myntbreytingunni úr hlaði. Í ríkisstjórninni var deilt um hvort ekki yrði að taka á þessum þrengingum með nýjum aðferðum, þ.e. hætta að rétta atvinnuvegina af með gengisfellingum og almenn- um niðurfærsluleiðum til að lækka launakostnað. Þess í stað skyldi beita aðhaldi í ríkisfjármálum og reyna að hafa áhrif á hagkerfið með vaxtabreytingum og stjórn á peningamagni í umferð. Slík peningastefna, monetarismi, var víða að valda kaflaskilum í hagstjórn Vesturlanda eftir valda- töku Margaretar Thatcher í Bret- landi 1979 og Ronalds Reagan í Bandaríkjunum 1981. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen valdi þó að fara ekki þessa leið, verðbólgan væri um margt skelfileg en þó skárri en atvinnuleysið sem var af- leiðing peningastefnunnar. Í júní Ljósmynd/Sögufélagið/Erik Thorberg Forsætisfrændur Forsætisráðherrar Norðurlanda hvíla sig frá fundahöldum í Staur norður af Ósló í maí 1980. Frá vinstri: Mauno Koivisto Finnlandi, Gunnar Thoroddsen, Anker Jørgensen Danmörku, Torbjörn Fälldin Svíþjóð og Odvar Nordli Noregi. Á þessu fyrsta starfsári Gunnars komu norrænu ráðherrarnir þrisvar sinnum saman til að ræða einkum um samstillt átak í orkumálum í ljósi olíukreppunnar frá 1979. „Heldur inflation en þessar hörmungar“ Í níunda og síðasta bindi Sögu Íslands er til umfjöllunar 90 ára skeið sem hefst í árslok 1918, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki, og því lýkur í ársbyrjun 2009, þegar bankahrun og búsáhaldabylting skóku íslenskt sam- félag. Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sig- urður Líndal draga upp mynd af mannlífi og menningu í samfélagi sem var eitt hið fátækasta í Vestur-Evrópu en var um miðbik 20. aldar komið í hóp þeirra efnuð- ustu. Í kaflanum sem hér fer á eftir er sagt frá sögu- legri stjórnarmyndun í lok áttunda áratugarins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.