Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 65
. 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
BÆKUR
1983 heimsótti Gunnar bresku
hafnarborgina Newcastle og eftir
að hafa kynnt sér hve efnahags-
aðgerðir Thatchers höfðu leikið at-
vinnulíf borgarbúa grátt komst
hann svo að orði: „Þá vil ég heldur
inflation en þessar hörmungar“
(Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar
Thoroddsen, 555).
Þá deildu stjórnarliðar um end-
urskoðun samninga við álverið í
Straumsvík. Hjörleifur Guttorms-
son iðnaðarráðherra gagnrýndi
eigendur þess fyrir að hækka bók-
fært virði erlendra aðfanga (oft
kallað „hækkun í hafi“) til að kom-
ast hjá hækkun raforkuverðs sem
var tengt við afkomu verksmiðj-
unnar. Aðrir stjórnarliðar, einkum
framsóknarmenn, óttuðust að slík
óbilgirni myndi hindra frekari fjár-
festingu í stóriðju en að lokum
tókst að semja um rúmlega 100%
hækkun raforkuverðs og tengingu
þess við markaðsverð á áli.
Stjórnin sat í nærri þrjú og hálft
ár – lengur en fyrri þriggja flokka
stjórnir – og um margt hefur
gagnrýni á hana fyrir bága hag-
stjórn ekki verið alls kostar sann-
gjörn. Þannig var t.d. ríkissjóður
rekinn hallalaus tvö ár í röð í
fyrsta sinn síðan í tíð viðreisnar.
Enda var hún vinsæl meðal al-
mennings allt fram á lokaskeið
hennar þegar verðbólgan var sann-
arlega farin úr böndunum, a.m.k.
ef marka má reglubundnar skoð-
anakannanir sem voru nýnæmi á
valdatíma hennar. Að auki náðu
þeir sjálfstæðismenn sem studdu
stjórnina í andstöðu við flokksfor-
ystuna fádæma árangri í próf-
kjörum fyrir kosningar 1983. Á
meðan galt formaðurinn, Geir
Hallgrímsson, afhroð og féll í kjöl-
farið af þingi.
Þá kom í hlut næstu ríkis-
stjórnar, samstjórnar Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks undir
forystu Steingríms Hermannsson-
ar, að skera upp herör gegn verð-
bólgu með sársaukafullum aðgerð-
um fyrir launþega. Þessir tveir
flokkar höfðu allt frá þriðja ára-
tugnum (þá reyndar Íhaldsflokk-
urinn) talist höfuðandstæðingar í
íslenskum stjórnmálum og margir
framsóknarmenn tileinkað sér
fræg ummæli Tryggva Þórhalls-
sonar frá 1924, „allt er betra en
íhaldið“. Flokkarnir höfðu ein-
göngu myndað tveggja flokka sam-
steypustjórnir 1953, 1956 og 1974
en nú var öldin önnur því allt frá
1983 til loka þess tímabils sem hér
er til umfjöllunar, 2009, var ein-
ungis tvisvar efnt til stjórnarsam-
starfs að afloknum kosningum án
atbeina þeirra beggja, þ.e. 1991 og
2007.
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar 1983-87 fylgdi ekki
einarðri, hægrisinnaðri peninga-
stefnu í anda Thatchers, niður-
skurður ríkisútgjalda var t.a.m.
mun mildari og einkavæðing tak-
mörkuð við sölu Landsmiðjunnar
1984 og hlutabréfa í Flugleiðum og
Eimskipafélagi Íslands 1985. Sjálf-
stæðisflokkurinn var engu að síður
stærri flokkurinn, þótt Steingrími
hefði verið falið að gegna embætti
forsætisráðherra vegna veikrar
stöðu Geirs Hallgrímssonar, og
gætti nú meira áhrifa frjálshyggju
í stefnu hans með umsvifum svo-
nefnds Eimreiðarhóps. Þetta voru
einstaklingar sem höfðu gefið út
samnefnt tímarit á áttunda ára-
tugnum undir einkunnarorðunum
„Kjölfesta frjálshyggjunnar er trú-
in á manninn“ og áttu þrír þeirra
eftir að verða næstu flokks-
formenn, Þorsteinn Pálsson (1983-
91), Davíð Oddsson (1991-2005) og
Geir Haarde (2005-09).
Skýr hægristefna var t.d. við
lýði í innleiðingu frjálsari markaðs-
hátta. Allan lýðveldistímann hafði
verið miðstýrt verðlagseftirlit með
ýmiss konar opinberum afskiptum
af verðmyndun á markaði, m.a.
með því að grípa til verðstöðvunar
til að reyna að halda aftur af verð-
bólgu. Í ársbyrjun 1984 voru þann-
ig afnumdar ýmsar takmarkanir á
álagningu í verslun í þeirri von að
virk samkeppni héldi aftur af verð-
hækkunum. Neytendasamtök
þreyttust þó seint að benda á að
ansi víða væri slík „virk sam-
keppni“ ekki fyrir hendi. Áhrifa
peningastefnu mátti greina í efl-
ingu innlends fjármagnsmarkaðar
með stofnun Verðbréfaþings Ís-
lands 1985 (nefndist Kauphöll Ís-
lands 2002) og þegar viðskipta-
bönkum var veitt aukið frelsi til að
ákvarða vexti 1986. Ennfremur
innleiddi stjórnin strax í upphafi
mjög harkalegar aðgerðir á vinnu-
markaði, afnam vísitölubindingu
launa (þá voru eingöngu inn- og
útlán verðtryggð skv. Ólafslögum),
felldi gengið um 15%, bannaði
verkföll um hríð og framlengdi
kjarasamninga einhliða.
Launþegar urðu fyrir einni
mestu skerðingu á kjörum og rétt-
indum í sögunni, ekki síst þar sem
hún varð um líkt leyti og þjóð-
arbúið sigldi vegna fyrrnefnds
aflasamdráttar inn í djúpa kreppu.
Haustið 1984 skipulögðu BSRB og
Félag bókagerðarmanna verkfall
sem hafði lamandi áhrif á þjóðlíf
því það náði m.a. til allra helstu
fjölmiðla landsins. Verkfallið skil-
aði hins vegar litlum kjarabótum
en olli sundrungu innan verkalýðs-
hreyfingarinnar þar sem ASÍ
studdi það ekki enda höfðu félagar
þess orðið fyrir minni kjaraskerð-
ingu. Aðgerðir stjórnarinnar leiddu
til þess að verðbólgan lækkaði nið-
ur í 25% að jafnaði 1983-87 og
hafði þá ekki verið lægri síðan á
öndverðum áttunda áratugnum.
En aðgerðirnar voru sársauka-
fullar, einkum fyrir opinbera
starfsmenn og lántakendur. Árið
1984 var t.d. áætlað að sá sem
keypti meðalstóra þriggja her-
bergja íbúð þyrfti að greiða 125%
kaupverðsins þegar háir raunvext-
ir höfðu stökkbreytt lánunum. Tíu
árum áður hafði verðbólgan leikið
fasteignalánið svo grátt að kaup-
andinn hefði greitt að raunvirði
helming af umsömdu verði íbúðar-
innar.
Ljósmynd/Sögufélagið
Vísindi Árið 1984 var á dagskrá Sjónvarps umræðuþáttur þar sem banda-
ríski hagfræðingurinn Milton Friedman sat fyrir svörum. Meðal þátttak-
enda var Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðingur sem gagnrýndi
áherslur hans á peningahyggju og einkavæðingu.