Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 66

Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 66
66 . MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 BÆKUR Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 3. janúar NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 fimmtudaginn 22. desember. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. Rektorsembætti Kaupmannahafnar- háskóla gekk milli manna ár í senn og Worm tók við því í annað sinn síð- sumars 1636, um það leyti sem Jón lærði bjóst til ferðar úr Bjarnarey. Áður hafði hann verið rektor 1628– 1629. Háskólaráðið fundaði nokkuð títt, yfirleitt ekki sjaldnar en þrisvar í mánuði enda í mörg horn að líta við stjórnun skólans. Fyrir utan fyr- irlestra og próf- anir stúdenta fjallaði það á lat- ínuskotnu máli um fjármál, hús- næði bókasafns, rekstur sveita- bæja sem háskól- inn átti, uppsetn- ingu vatnspósta á stúdentagörðunum, misjafna hegðun stúdenta sem áttu til að móðga sak- lausa borgara á fylliríum, barna stúlkur og jafnvel neita að falla á kné undir lofsöngnum, eins og skelmirinn Severinus Stirmig sem í þokkabót hafði barnað stúlku. Barnið dó og þá vildi hann ekkert með hana hafa. Í nóvemberbyrjun spurðist ráðið að beiðni hans majestets kóngsins fyrir hjá D. Schelig, „Physicus oppidanus“ (borgarlækni), um medicamenta sem hann hafði látið kvenpersónu í té í Vi- olstræde, nánar til tekið konu Dreyers (maðurinn var rennismiður eða hét þessu nafni). Hún var ljós- móðir og hafði verið beðin um ráð til „suppressione fluxus menstrui“, þ.e. temprunar tíðablóðs. Öðru hvoru komu galdramál fyrir ráðið og þá var ekki verra að hafa sjálfan demónólóginn Jesper Rasmussen Brochmand til að láta ljós sitt skína. Til að mynda kom mál konu frá Magleby í Steensherred fyr- ir ráðið 5. apríl 1637, í von um að það gæti skorið úr um sekt hennar. Efa- semdir voru um að galdraáburðurinn væri réttur, og einnig var ályktað að Ingeborrig Hansdatter þyrfti að rannsakast betur. Á næsta fundi, 12. apríl, rétt eftir páska, var fyrsta mál á dagskrá kvörtun Níelsar Aagesön um að konu hans hafi verið hrint á gólfið og hún klóruð í andlitið þegar hún kraup á bæn í kirkjunni á páska- dag. Þá var rætt um ýmis málefni há- skólans en fimmta mál á dagskrá var hinn fangelsaði Íslendingur „Joen Gúdmandsøn“, sem mættur var að skipan hans majestets konungsins og kanslara hans. Bænaskjalið sem sent var fyrir Jón hafði greinilega virkað. Það er erfitt að sjá fyrir sér saka- mann af Íslandi standa fyrir máli sínu frammi fyrir hálærðum, hempu- klæddum háskólaráðsmönnum og að hann hafi búið yfir þekkingu sem í það minnsta einn þeirra hafði mikinn áhuga á. Auk „Magnificus Dominus Rector“, þ.e. Ole Worm, sátu átta ráðsmenn fundinn. Þeirra á meðal voru guð- og djöflafræðingurinn Jes- per Brochmand sem var góður vinur Brynjólfs Sveinssonar, Thomas Fincke, tengdafaðir Worms og merk- ur stærð- og eðlisfræðingur, og Christen Sørensen Longomontanus (Longberg) stjörnufræðingur sem á yngri árum hafði verið aðstoðar- maður hins mikla stjörnufræðings Tychos Brahe. Gígur á tunglinu heit- ir eftir Longomontanusi sem einnig var prófessor í stærðfræði og gaf þetta ár út bók um dulspeki talna. Í bókun ráðsins vottar ekki fyrir áhuga Worms á málinu enda eru fundargerðir jafnan stuttaralegar. Hann hafði þó hugann við Ísland þessa daga, því 12. apríl eru dagsett nokkur bréfauppköst þangað. Arn- grími lærða og Þorláki biskupi sendi hann rúnabók sína sem kom út árið áður. Þar getur hann þeirra að góðu en nefnir Jón lærða hvergi, enda óvíst að hann hafi vitað hvaða þekk- ingu Jón lét Þorláki í té. Hann kvart- ar líka í bréfinu yfir því að síðustu bréf þeirra hafi tortímst í hafi, sum skipin farist en sjóræningjar rænt öðrum. Hann sagðist bíða spenntur eftir að fá Hauksbók senda frá Þor- láki. Tvö bréf fóru í Laufás en þar hafði sá fornfróði öðlingur og skáld Magnús Ólafsson andast árið áður. Annað bréfið var til fóstursonar hans og arftaka, séra Jóns Magnússonar skálds sem fékk eintak af rúnabók- inni. Hitt var til Benedikts sonar Magnúsar sem Worm hafði reynt að skaffa embætti. Ekkert er minnst á það í þessum bréfum að þennan dag yfirheyri Worm delinkventinn Jón Guðmundsson lærða. Á fundinum var upp lesinn dómur- inn yfir Jóni og ýmis gögn önnur sem hann sjálfur hafði lagt fram („Ats- hilligt Andet, som han selff lagde i Rette“). Þá lagði ráðið fáeinar spurn- ingar fyrir Jón: Hvar hann hefði náð í þessa bók? Jón kvaðst hafa skrifað hana upp eftir blöðum í eigu ríks bónda sem hét „Armund Gudmands- søn“. Af hverju skrifaði hann bókina? var spurt og Jón svaraði að Armund- ur bóndi hefði beðið hann um það af því hann hafði svo góða rithönd. Hins vegar hefði bóndinn gleymt að taka bókina aftur og þess vegna aldrei haft hana undir höndum. Hvað fynd- ist Jóni svo um efnið í bókinni? var spurt. Það var nú bara papisterie (páfavilla), sagði hann en viðurkenndi brot sitt, að hafa skrifað þetta upp. Hins vegar hafi hann ekki kært sig um neitt slíkt eftir að bréfið kom frá hans majesteti kónginum um árið. Hefur hann skrifað meira af svona löguðu? var spurt. Nei, aldrei svaraði Jón, og bætti við að hann hefði verið neyddur til að játa með pyndingum. Hvað hét þessi galdrakarl sem hann teldi að hefði komið göldrum á gang hjá þessum presti? „Torleff Torleffs- són,“ svaraði Jón. Varla þekktu aðrir háskólaráðs- menn en Worm bágbornar aðstæður á Íslandi, hvað þá að þeir hafi vitað nokkuð um mannlíf í búðaþyrpingum undir Jökli. Hins vegar hafði Worm örugglega veður af galdrahæfileikum kraftaskálda. Einhvern tíma þegar hann var rektor kom til hans íslensk- ur stúdent skelfingu lostinn yfir landa sínum sem hafði ort til hans rammt kvæði. Worm sendi eftir skáldinu sem gekkst við kveð- skapnum. Hann sá þó ekkert at- hugavert við innihaldið út frá sinni takmörkuðu þekkingu á íslensku. Stúdentinn brast í grát og sagðist glataður að eilífu. Hann útskýrði ým- is ill tákn í kvæðinu og sagði að það yrði honum mikil svívirða ef það bær- ist til Íslands. Galdurinn myndi fylgja honum hvert sem hann færi. Worm sá aumur á pilti og tók skáldið afsíðis, áminnti það um kristilegar skyldur og útskýrði dönsk lög gegn galdri. Ef stúdentinn veiktist, þó ekki væri nema vegna hræðslu, yrði hann að koma skáldinu í hendur yfirvalda. Skáldið lét segjast, viðurkenndi vont inntak kvæðisins og reif það í tætlur. Þessi saga er höfð beint eftir Worm og gætu menn freistast til að álykta að þarna hafi Jón lærði verið á ferð- innni. Það er ólíklegt en atvik sem þetta hefði bent eindregið til sektar hans. Hins vegar sýnir það ótta manna við ákvæðaskáldin. Svör Jóns í yfirheyrslunni eru lið- leg og skynsamleg. Hann lagði fram gögn sem voru greinilega skoðuð og á þeim tekið mark. Hann skýrir tilvist galdrakversins með því að hann hafi góða rithönd. Það staðfestir að hann hafi verið eftirsóttur skrifari. Engin nöfn finnast í heimildum sem sam- svara þeim tveim sem Jón nafn- greinir þó að nafn hins síðarnefnda minni á nafn Galdra-Leifa. Vel má vera að Jón hafi hagrætt sannleik- anum og dregið fjöður yfir kennslu- störf sín undir Jökli. Jón var greini- lega var um sig og kvaðst ekkert hafa fengist við galdur eftir tilskipun kon- ungs árið 1617, enda mátti með góð- um vilja líta á iðju hans sem lækn- ingar frekar en galdur. Fleira var ekki rætt á fundinum. Á næsta fundi þrem dögum síðar, 15. apríl, kvað háskólaráðið upp dóm sinn. Aftur voru átta menn í ráðinu auk rektors en ekki alveg þeir sömu. Brochmand var þar en ekki Longo- montanus. Ályktun ráðsins er gætin eins og um galdrakonurnar á fyrri fundum, yfirvegaðar athugasemdir en enginn ákafi í sakfellingu. Þeir fóru mildum höndum um ávirðing- arnar á hendur Jóni og voru ekki uppnæmir yfir gjörðum hans eða kunnáttu. Í ályktuninni segir að yfir- völd hefðu skipað ráðinu að gefa skriflegt álit á þessum íslenska Jóni Guðmundssyni sem sakaður væri um að hafa skrifað bók með ýmsum tákn- um sem lýst væri í útlegðardómnum. Út frá fyrirliggjandi gögnum og játn- ingu Jóns gæti ráðið hvorki sakfellt hann né sýknað með góðri samvisku. Því virtist kristilegt að kóngur sam- þykkti að málið yrði tekið upp að nýju og Jón vandlega yfirheyrður af lénsmanni og biskupi þar sem fyrri yfirheyrsla hefði verið óvenjuleg og ólögleg. Guð myndi launa og velsigna að eilífu slíka konunglega og kristi- lega þolinmæði. Hins vegar var galdrakonunni Jóhönnu Nielsdatter, barnfæddri á Skáni, hvorki sýnd mis- kunn né þolinmæði í bókun þennan sama dag. Mælt var með að hún yrði dæmd „till baal och brand“ með góðri samvisku út frá þeim gögnum sem lögð höfðu verið fram í réttinum .... Konungur fékk niðurstöðu há- skólaráðs og úrskurður hans átti að birtast strax eftir þing konungs og ríkisráðs sem kallað var herradagar. Yfirleitt voru herradagar á þrenning- arhátíð, sem árið 1637 bar upp á 4. júní, en að þessu sinni hafa þeir verið fyrr því úrskurður konungs er dag- settur 14. maí. Guðmundur fékk einn- ig leiðréttingu sinna mála og þeir feðgar fengu bréf konungs. Þó var raunum þeirra ekki lokið, því Jón segir fjandmenn þeirra hafa reynt að hindra framgang mála með hótunum og rógi til að koma í veg fyrir heim- ferð þeirra. Aðrir vildu láta þá sigla á skipi svikara sem laug því að Guð- mundur hefði strokið til Englands. Jón komst um síðir áleiðis til Ís- lands með Hafnarfjarðarskipi, ung- um kaupmanni sem fékk kóngsbréfið til varðveislu. Hann skyldi afhenda það Pros Mundt höfuðsmanni á Bessastöðum. Óvinur Jóns rægði hann við skipstjórann. Ef byr félli, skyldi hann fleygja Jóni fyrir borð og sjá hvort ekki rættist úr. Fjölkunn- ugir fjandmenn vildu ekki að hann kæmist til Íslands og gátu ekki látið hann í friði á skipinu. Jón kom sér svo vel við áhöfnina að enginn úr henni vildi gera honum mein. Hann og stýrimaðurinn skiptust á fróðleik. Stýrimaðurinn hafði verið á skipum konungs í leiðöngrum til Grænlands og sagði Jóni frá þeim. Hann sýndi Jóni líka uppteiknuð gögn um óbrætt silfur sem fundist hafði í grennd við Heklu. Jón hafði séð það í Kaup- mannahöfn meðan hann var þar. Það staðfestir enn að Jón hafi búið yfir persónutöfrum og átt auðvelt með að kynnast fólki. Hann taldi sig í lífs- hættu á heimleiðinni og segir að þá hafi ræst það sem spáð hafði verið fyrir honum með lófalestri sjö árum áður. Það bendir til að hann hafi þá þegar haft veður af hugmyndum Goc- leniusar um handarlínulist (sjá bls. 280). Skipið slapp í gegnum Reykja- nesröstina en fékk lakari byr en önn- ur skip. Enda var það úti fyrir Rosm- hvalanesi þar sem Flankastaðir voru en Jón var greinilega á þeirri skoðun að þar væri argasta galdrabæli. Hugsanegt er að þar hafi búið Tómas Hallsson sem hann taldi handbendi Olavs Pedersen. Þar voru mýs, meinkindur og skollar sem gert gátu mein. Skipið var því lengi á leiðinni síðasta spölinn til Hafnarfjarðar þar sem illa var tekið á móti Jóni. Jón Guðmundsson (1574-1658) var skáld, fræðimaður, læknir, náttúrufræðingur, listaskrifari, málari, tann- smiður, sjálflærður andófsmaður og fyrstur til að skrifa rit á íslensku um náttúru Íslands. Jón lærði og náttúrur náttúrunnar heitir ævisaga Jóns sem Viðar Hreinsson ritar. Hér er birt brot úr bókinni sem segir frá því er Jón gekk fyrir ráð Hafnarháskóla til að freista þess að fá útlegðardómi hnekkt. Tilvísunum er sleppt. Christen Sørensen Longo- montanus, stærð- og stjörnufræðingur. Ole Worm, læknir og forn- fræðingur. Thomas Fincke, stærð- og eðlisfræðingur. Jesper Brochmand, guð- og djöflafræðingur. Jón lærði fyrir háskólaráði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.