Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 70
70 .
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016
BÆKUR
UNNARSTÍGUR 3
Hinn fjórtán ára gamli Grétar
Örn, sonur Eiríks Finns og Guð-
laugar, vaknaði ekki með látum
heldur rólega, og hélt í fyrstu að
eitthvað hefði dottið úr hillu í her-
bergi Auðuns Gunnars, eldri bróð-
ur síns, þar sem hann og yngsti
bróðirinn gistu þessa nótt. Það tók
hann smástund að átta sig á að-
stæðum en hann fann fyrir ein-
hverju sléttu sem lá skáhallt yfir
þeim bræðrum. Hann grunaði í
fyrstu að þetta væri loft herberg-
isins og hélt þá að þakið hefði gef-
ið sig undan snjóþunga. Grétar
fann að það var allt blautt í kring-
um hann og ætlaði að kveikja ljós.
Hann þreifaði meðfram gafli rúms-
ins eftir rofa sem þar var fyrir les-
ljósið ofan við rúmið en fann bara
fyrir snjó. Rofinn var ekki þarna
lengur.
Sjö ára bróðir Grétars, Smári
Snær, var vaknaður og spurði hvað
væri að gerast. Þá áttaði Grétar
sig á að eitthvað þrengdi að húsinu
að utan. Eins og risastór greip
hefði læst sig um heimili þeirra og
kreisti það nú hægt og rólega.
Herbergið virtist fara minnkandi.
Hvorugur var slasaður en þeir
voru hins vegar lokaðir inni í þessu
litlu rými og Grétar fann hvernig
innilokunarkenndin heltók hann.
Hann varð að beita sig hörku til að
halda ró sinni, leyfa ekki hræðsl-
unni að ná yfirhöndinni, aðallega
bróður síns vegna. Þeir heyrðu
einhver kunnugleg hljóð og Grétar
taldi þau koma frá gröfu sem væri
á ferð um götuna. Hann botnaði
ekkert í því hver væri að þvælast
um á vinnuvél um hánótt en hljóð-
ið róaði hann að einhverju leyti. Þá
áttaði hann sig á því að hljóðið
kom ekki að utan heldur úr rúm-
inu, frá fótboltaspili sem gekk fyrir
rafhlöðum og var í eigu eldri bróð-
ur þeirra. Í öllum látunum hafði
kviknað á því og það lá einhvers
staðar í rúminu hjá bræðrunum.
Grétar náði að krækja í það en gat
með engu móti slökkt á því og það
pirraði hann óendanlega.
Svo tók hann eftir svolítilli ljós-
skímu sem barst inn um gat ofan
við fótagafl rúmsins. Hann gat
með erfiðismunum troðið höfðinu
og öxlunum út um gatið. Hann hélt
að hann sæi þá fram á ganginn, en
svo var ekki. Ljósið kom að utan
og barst inn um gluggann á her-
berginu við hliðina. Grétar botnaði
ekki neitt í neinu, allt var einhvern
veginn á vitlausum stað. Þar sem
enginn virtist heyra í þeim ákvað
Grétar að reyna að komast út úr
prísundinni og leita að hjálp. Hann
fann meira fyrir gremju
en hræðslu á þessari
stundu og fannst óþol-
andi að ná ekki sam-
bandi við foreldra sína
sem hann taldi að svæfu
værum svefni annars
staðar í húsinu. Hann
náði að smeygja efri
hluta líkamans út um
litla gatið og hífði sig
svo upp í gegnum það.
Glufan var svo þröng að
hann reif bolinn sinn og rispaðist á
fótum við að smokra sér þar í
gegn. Hann kallaði til litla bróður
síns og sagði honum að bíða kyrr í
herberginu og reyndi að róa hann
eftir fremsta megni. Þegar augun
höfðu aðlagast myrkrinu sá Grétar
sér til skelfingar að hitt herbergið
var fullt af braki. Líkt og þar hefði
orðið kröftug sprenging.
Hann ákvað að freista þess að
fara út um glugga á herberginu við
hliðina og reyna svo að komast inn
í húsið annars staðar frá. Hann
kallaði aftur til Smára og sagði
honum að hreyfa sig hvergi, hann
ætlaði rétt að skjótast og ná í for-
eldra þeirra. Glerið í glugganum
var mölbrotið og festingin laus svo
hann komst auðveldlega út í snjó-
inn. Um leið og hann sökk upp að
lærum í blautum snjónum heyrði
hann Gunnar frænda sinn og ná-
granna kalla til sín og spyrja hvort
allt væri í lagi. „Já, ég ætla bara
að hlaupa og vekja mömmu og
pabba,“ svaraði Grétar og hljóp
fyrir hornið. Þá sá hann að þakið
var farið af húsinu. Þá fyrst áttaði
hann sig á því að þakið hafði ekki
bara gefið sig undan snjóþunga,
eins og hann hafði haldið, og þeir
Smári voru ekki þeir einu sem
höfðu lent í hremmingum. Eitthvað
miklu alvarlegra hafði gerst. Í
nokkrar sekúndur stóð Grétar Örn
stjarfur í hálfgerðu losti. Gunnar
var horfinn aftur inn. Hann var
aleinn. Einn í einhverri undarlegri,
hvítri veröld þar sem ríkti graf-
arþögn. Bjargarlaus.
Hann ráfaði í átt að húsi Guð-
jóns frænda síns en hélt jafnvel að
hann stefndi í öfuga átt því húsið
var hvergi að sjá, aðeins enda-
lausar snjóöldur. Hann gekk upp á
eina þeirra, þar sem heimili þeirra
Guðjóns og Bjarnheiðar átti að
vera, og þegar hann leit til hliðar
sá hann að efri hæðin á því húsi
hafði flotið með flóðinu tugi metra
frá grunninum.
Í minningu Grétars var blanka-
logn en mikil snjókoma. Að
minnsta kosti fannst honum mikil
kyrrð yfir öllu. Hann hélt áfram
ferðinni eins og í leiðslu.
Þá heyrði hann kallað til
sín: „Hver er þetta?“
Grétar sagði til sín og þá
hrópaði maðurinn að
hann yrði að hlaupa í
skjól og finna hús þar
sem hann gæti hringt í
neyðarnúmer, stórt snjó-
flóð hefði fallið á eyrina.
Grétar sá ekki hver það
var sem kallaði til hans.
Hann heyrði heldur ekki
lengur í litla bróður sínum. Þá var
eins og rynni á hann æði. Hann
hljóp af stað út í náttmyrkrið, ber-
fættur á nærfötunum.
Aðeins ein hugsun komst að: að
hlaupa yfir á Brimnesveg til
Magneu oddvita og Páls Önund-
arsonar, foreldra Halldórs Gunn-
ars, vinar hans. Grétar var nánast
í annarlegu ástandi í þessari
undraveröld. Í öllu myrkrinu sá
hann samt skært ljós sem hann
áttaði sig ekki á hvaðan barst.
Eins og í leiðslu hljóp hann yfir
endalausar snæöldurnar, fram hjá
kirkjunni. Hann fann ekki fyrir
kulda en nú var aðeins farið að
blása aftur, hann var með vindinn í
fangið og náði varla andanum í
kófinu. Hann hægði aðeins á sér
við kirkjuna. Þegar hann kom að
samkomuhúsinu kom hann auga á
gat á skúr skammt frá og stakk
höfðinu þar inn andartak til að
fylla lungun af súrefni. Adrenalínið
sem flæddi um líkamann rak hann
áfram. Áfram, fram hjá samkomu-
húsinu og upp á Brimnesveginn.
Hafnarstræti 41
Þorkell Yngvason vaknaði við
bylmingshögg sem kom á hús
þeirra bræðra við Hafnarstræti. Í
kjölfarið fann hann óbærilegan
kulda. Hann hrökk upp og hélt í
fyrstu að þakið hefði fokið af hús-
inu í óveðrinu. Hann fálmaði í
myrkrinu í leit að slökkvaranum
en svo rann það upp fyrir honum
að líklega væri ekkert rafmagn á
húsinu ef þakið hefði fokið af.
Hann reis á fætur, fór fram á
gang og kallaði á tvíburabróður
sinn og Lilju. Ekkert svar. Þá varð
honum litið út um gluggann en sá
ekkert nema hvítt. Hann var enn
ekki búinn að átta sig á því sem
gerst hafði. Svo tók hann eftir því
að dyrnar að herbergi Þorleifs
voru ekki á sínum stað. Hann var
enn utangátta þegar hann leit aft-
ur út um gluggann og þá rann það
upp fyrir honum að flóð hlyti að
hafa fallið úr Eyrarfjalli. Skyndi-
lega sá hann hreyfingu fyrir utan
húsið. Þorkell barði í gluggann
sem var nærri frosinn aftur, opn-
aði hann og reyndi að greina hver
væri á ferðinni. Þetta var Grétar
Örn, sonur Eiríks Finns, sem
þarna klofaði yfir risavaxna skafl-
ana, berfættur og á nærfötunum
einum klæða. Þorkell náði að opna
gluggann og hrópaði að honum að
koma sér strax í skjól í næsta hús
og hringja í lögregluna, láta vita af
flóðinu. Grétar Örn virtist í miklu
uppnámi og sinnti í engu kalli Þor-
kels heldur hljóp áfram og hvarf
honum fljótlega sjónum í hríð-
arkófinu.
Þá kom eins konar fítonsandi yf-
ir Þorkel. Í stjórnlausum tryllingi
réðst hann á allt sem á vegi hans
varð til að komast inn til bróður
síns. Hann náði að brjótast inn á
baðherbergið en sá þá að það var
orðið helmingi minna en áður,
veggurinn var kominn alveg upp
að baðkerinu. Þá sá hann inn í her-
bergi bróður síns og áttaði sig á að
það vantaði hornið í herbergið þar
sem rúm Þorleifs og Lilju hafði
staðið. Þau voru horfin. Hann dró
djúpt andann og reyndi að hugsa
skynsamlega. Ekki dygði að fara
út svona illa klæddur, svo hann
fann til buxur, sokka og inniskó.
Ekki var meira af fötum að hafa á
efri hæðinni og neðri hæðin var
kjaftfull af snjó.
Þorkell braut glugga og bjóst til
að stökkva til jarðar af annarri
hæð. Fallið varð þó ekki mikið,
þéttur snjórinn náði alveg upp að
efri hæðinni.
Þá heyrði hann angistaróp El-
ínar, sem hrópaði á hjálp. Hann
fraus í sporunum. Ópin nístu inn
að hjartarótum. Hann stóð augna-
blik ráðvilltur á götunni og reyndi
að finna út hvert hann ætti að
snúa sér. Bæði þjálfun hans og
reynsla úr starfinu með björg-
unarsveitinni gerðu að verkum að
hann hljóp ósjálfrátt í átt til þeirra
sem kölluðu á hjálp, Elínar og
Gunnars. En þá mundi hann eftir
bróður sínum. Hinum helmingnum
af sjálfum sér. Hann yrði að hjálpa
Þorleifi og Lilju. Þorkell kallaði til
Elínar að hann gæti ekki komið til
aðstoðar, hann þyrfti sjálfur að
reyna að koma tveimur öðrum til
bjargar.
Í risastórri greip
Morgunblaðið/RAX
Nóttin sem öllu breytti
heitir bók Sóleyjar Eiríks-
dóttur og Helgu Guðrúnar
Johnson um snjóflóðið á
Flateyri 26. október 1995
sem varð tuttugu manns
að bana. Í kaflanum sem
hér fer á eftir er sagt frá
íbúum á Unnarstíg 3 og
Hafnarstræti 41. Tilvís-
unum er sleppt.
Snjóflóð Hornið hvarf
af Hafnarstræti 41.
Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið.
Fást í öllum helstu matvöruverslunum
og í fiskborði stórmarkaðanna.
Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn