Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 80

Morgunblaðið - 08.12.2016, Page 80
80 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 ✝ Nella Sólons-dóttir fæddist 6. mars 1942 í Reykjavík. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 28. nóvember 2016. Foreldrar Nellu voru Sigurbjörg Gísladóttir hús- móðir, f. 23. sept- ember 1916, d. 19. október 1992, og Sólon Lár- usson, járnsmiður og kennari við Iðnskólann í Reykjavík, f. 7. apríl 1915, d. 9. mars 2006. Bræður Nellu: Ragnar Lárus Sólonsson, f. 6. mars 1938, d. 11. september 2009, Gísli Grétar, f. 6. mars 1942, Theodór Júlíus, f. 16. október 1954, og Einar, f. 16. október 1954. Nella hóf skólagöngu sína í Miðbæjarskólanum og að hon- um loknum sat hún tvo vetur í kvöldskóla KFUM. Ævintýraþráin leiddi hana til Eng- lands þar sem hún var au-pair aðeins 16 ára gömul. Nella giftist Flo- yd Beatty árið 1974 í Bandaríkjunum, settust þau að í Maine. Þar bjó hún í rúma þrjá ára- tugi. Hún nýtti tím- ann vel og lærði til sjúkraliða, sem hún starfaði við í stutta stund að námi loknu. Nella starfaði lengst af á borgarskrifstofu í Topsham og Brunswik í Maine. Nella og Flo- yd slitu samvistum 2006, sama ár flutti Nella til Íslands, fyrst í íbúð sína í Huldulandi en síðar í Baugakór. Útför Nellu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 8. desem- ber 2016, klukkan 13. Í dag kveð ég hana Nellu frænku eða ömmu Nellu eins og hún er gjarnan kölluð á mínu heimili. Ég fékk þann heiður að kynnast Nellu í gegnum sambýlis- og barnsföður minn, hann Harald, en Nella var föðursystir Haraldar. Það eru líklegast liðin um sjö ár frá því að ég hitti Nellu fyrst, en þá bauð hún okkur Haraldi til sín í heimsókn og ég man eftir þeirri heimsókn eins og hún hafi verið í gær. Nella sat í stólnum sínum fyrir framan sjónvarpið að hlusta á geisladisk með gömlum íslenskum lögum og Haukur Morthens átti lagið. Það var mjög notalegt að koma til hennar og ég fann strax að þetta var einstök kona sem tók í höndina á mér, brosti svo fallega og bauð mig velkomna, velkomna í heimsókn og velkomna inn í fjöl- skylduna. Ég hafði heyrt margar sögur um hana Nellu, bæði frá Haraldi og hans systkinum og foreldrum og oftar en ekki voru sögurnar af Nellu sagðar með bros á vör og oft mátti sjá glott í augum þeirra sem sögðu þær. En það er engin furða þar sem Nella var ævintýrakona mikil og lenti í ævintýrum sem enginn annar gat lent í en það var einmitt meðal annars það, sem gerði Nellu svo einstaklega skemmtilega. Eftir að hafa verið í sambandi við Harald í einhvern tíma fór ég að venja komur mínar til Tedda tengdapabba á hverjum sunnu- degi. Á sunnudögum töfrar Teddi fram góðan mat og börnin hans, tengdabörn, barnabörn og Nella mæta öll og borða saman. Teddi og Nella áttu einstaklega gott og fallegt samband, þeirra vinskapur var meiri og dýpri en gengur og gerist hjá systkinum og fengum við hin að njóta góðs af því. Tíminn leið og við Nella kynnt- umst betur og urðum góðar vin- konur og við bjuggum okkur til okkar eigin hefð. Við reyndum að hittast í morg- unkaffi í hverri viku. Þá fór ég í bakaríið og náði í rúnstykki og að sjálfsögðu eitthvað sætt með, Nella hellti upp á kaffi og oftar en ekki fórum við á eitthvert flakk eftir kaffibollann og þá sagði Nella gjarnan: „Ertu viss um að þú treystir þér til að fara með mér, við vitum ekkert í hverju við gætum lent í dag?‘‘ og hló, enda lenti Nella í hinum ótrúlegustu ævintýrum, bara við það eitt að kíkja í matvörubúðina. Mér þykir ofboðslega vænt um allar sögurnar sem Nella hefur sagt mér. Sér í lagi sögurnar frá Ameríku og frá því að Haraldur var úti hjá henni. Ég veit að hon- um þykir vænt um þær minningar líka, rétt eins og Nellu. En elsku amma Nella, núna er víst komið að kveðjustund. Það var svo sannarlega yndislegt að fá að kynnast þér og mig langar að þakka þér fyrir allar minningarn- ar sem ég og börnin mín eigum um þig. Núna ertu haldin á vit nýrra ævintýra og þú munt segja okkur frá þeim öllum þegar við hittumst næst. Jóhanna Birna Hrólfsdóttir. Í dag kveð ég frábæra konu, fyrirmynd og vinkonu. Í dag verð- ur Nella mín jarðsungin. Það er mér erfitt að byrja að skrifa minningarorð um þig, elsku Nella mín, þú hefur verið stór hluti af öllu mínu lífi og ert ein af mínum mikilvægustu manneskj- um. Þó þú hafir búið í Bandaríkj- unum alla mína barnæsku, þá höf- um við alltaf verið nánar. Þú lagðir þig mikið fram við að við- halda góðu sambandi, á hverjum afmælisdegi beið mín fallegt af- mæliskort frá uppáhaldsfræn- kunni í Ameríku. Reglulega fékk ég að hringja til þín og þú þreytt- ist aldrei á að svara sömu spurn- ingunum frá mér: „Hvað er klukk- an hjá þér?“ „Hvað segir Skuggi gott?“ og „Hvenær kemurðu til okkar næst?“ Þú varst nefnilega þeim hæfileika gædd að gefa fólki í kringum þig óskerta athygli og áhuginn var einlægur. Heimsóknir þínar til Íslands man ég eins og þær hafi gerst í gær. Við vorum svo heppin að þú gistir hjá okkur og ég gat setið með þér tímunum saman þar sem þú sagðir mér skemmtilegar sög- ur, hlustaðir á mínar og alltaf hlógum við að öllu. Við erum nefnilega svo líkar í okkur, báðar svo miklir klaufar, elskum allt sem glitrar og skemmtum okkur best þegar við vorum að njóta lífsins, hvort sem það voru okkar reglu- legu lönsar, leikhúsferðir eða verslunarleiðangrar. Það var allt- af gaman hjá okkur, eða „perfect“ eins og þú sagðir alltaf. Við feng- um að kynnast hvor annarri á dýpri hátt þegar þú flytur til Ís- lands. Sögurnar verða dýpri og persónulegri og ég fæ að sjá þig sem sterka konu sem hefur gengið í gegnum mörg erfið tímabil en alltaf lent á báðum fótum, reynsl- unni ríkari. Ég hef alltaf dáðst að þér og hvernig þú tókst á við lífið með bjartsýni, húmor og gleði að vopni. Þú hafðir alltaf mikinn húmor fyrir sjálfri þér og sást allt- af það skemmtilega og góða í litlu hlutunum í lífinu. Hversdagsleik- inn felur í sér ótal skemmtilegar uppákomur sem þú varst svo dug- leg að benda mér á. Því auðvitað ætlum við ekki að gera líf okkar erfiðara en það þarf að vera. Þú minntir mig reglulega á það og ég er þér ævinlega þakklát því þetta er lykillinn að hamingjusamara lífi. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég rita þessi orð. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið svona flotta bónusmanneskju í líf mitt, þakklát fyrir allar stundirnar okk- ar saman, þakklát fyrir allar ljúfu og góðu minningarnar okkar. Ég get ekki annað en hugsað til þín þegar ég rölti milli búða, þegar ég sé skemmtileg kisumyndbönd, þegar strákarnir mínir gera eitt- hvað sniðugt sem ég veit að þú hefðir hlegið þig máttlausa yfir, þegar ég sé ísbúðina okkar, þegar ég drekk úr fallegum kaffibolla eða þegar það er akkúrat tími fyr- ir eitt ískalt hvítvínsglas. Allar þessar hversdagslegu stundir minna mig á þig og ég ætla að grípa þessar stundir og njóta eins og þú, Nella mín; bjartsýn, já- kvæð og með hláturinn að vopni. Eins og við sögðum svo oft: „Við erum heppnar með hvor aðra.“ Ég elska þig, Nella mín, og þú munt alltaf vera sú kona sem ég lít upp til og er stolt að líkjast. Þín Margrét. Nella Sólonsdóttir ✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fæddist á Norð- urhvoli í Mýrdal 27. nóvember 1946. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. nóv- ember 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristján Bjarnason, f. 9. maí 1901, d. 13. júní 1983, og Kristín Friðriks- dóttir, f. 4. maí 1910, d. 23. október 2008. Systkini hennar eru Bjarni, Elínborg, Ester, Magnús, Þórarinn, Sigurður og Friðrik sem lést 13. mars 2015. Sigríður eignaðist tvær dæt- ur með fyrrverandi eig- inmanni sínum, Gunnari Þor- valdssyni, f. 5. ágúst 1945, d. 13. júlí 2009. Dætur þeirra eru: 1. Andrea, f. 24. nóv- ember 1964, maki Sturla Örlygsson. Börn: Elena, Kara og Dagur. 2. Brynja, f. 8. des- ember 1965, maki Gunnar Örn Erl- ingsson. Börn: Hörður, Gréta og Brynjar. Sigríður starfaði lengst af sem veitingamaður. Hún ólst upp í Mýrdalnum og fluttist svo á Selfoss, bjó einnig í nokkur ár á Eyrarbakka. Síð- ustu ár hefur Sigríður verið búsett í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Jólin eru að ganga í garð og ljósin sem þeim tilheyra lýsa upp skammdegið, en lífsljósið hennar Siggu okkar er slokknað. Það er með sorg og söknuði sem við Bjössi ætlum að minnast þín með nokkrum orðum.Við vorum svo heppinn þegar við fluttum í Hául- indina að fá ykkur Gumma sem nágranna. Með okkur varð góð vinátta og mikið voru þeir karl- arnir glaðir þegar það kom í ljós að þeir væru báðir ísfirskir púkar. Hún Sigga var þvílík dugnaðar- kona, það stoppaði hana ekkert. Þegar ég leitaði til hennar um að- stoð var alltaf sama svarið: Já, Erla mín, komdu bara. Við Bjössi áttum margar góðar stundir með Siggu og Gumma. Við áttum það til að taka í spil, hlusta á músík og syngja svolítið með og þegar Sigga bað Gumma sinn að fara með nokkrar vísur þá tísti í henni og hún ljómaði af gleði. Gummi hristi stundum hausinn þegar við vorum að horfa á íþróttaleiki sam- an, við Sigga urðum stundum svo- lítið æstar, enþað var ekkert á við það þegar KR var að spila, þá heyrðist nú aðeins hærra í minni. Eitt sinn KR, alltaf KR. Sigga, við eigum þér margt að þakka, þú varst snillingur í höndunum, þú heklaðir og prjónaðir svo marga flotta hluti sem við fengum líka að njóta. Allar þínar góðu ísfirsku jóla- kökur sem okkur var oft boðið í eða voru stundum sendar yfir og ekki má gleyma góðu pönnukök- unum þínum, sem voru líka oft heimsendar. Þú varst svo ánægð þegar þú gast glatt aðra. Að lok- um viljum við þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Elsku Gummi, Brynja, Andrea og fjölskylda, megi góðar minningar gefa ykkur styrk. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.V.) Erla og Sigurbjörn (Bjössi). Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Á svipuðum tíma fluttumst við til Selfoss og stofnuðum þar heim- ili, hún kom úr Mýrdalnum, hafði náð sér í eiginmann frá Selfossi og ég kom með minn með mér frá Reykjavík. Eiginmenn okkar voru vinnufélagar og strax við fyrstu kynni okkar Siggu smullum við saman eins og tvíburasystur. Mikið var oft gaman hjá okkur og samgangurinn á milli heimil- anna mikill þegar við hlupum á milli með litlu krílin okkar undir handleggnum bara til að fá smá- kaffisopa og reykja eina til tvær sígarettur og spjalla smávegis. Það stóð aldrei neitt í veginum fyrir henni Siggu minni þegar hún fyrst kvenna geystist hér um göt- ur á skellinöðrunni sinni, hávaxin, grönn og yndislega falleg, með sítt, dökkt hár, alltaf með geisl- andi bros og húmorinn í lagi. Aldr- ei féllust henni hendur, sama hvað gekk á í tilverunni, meistarakokk- ur var hún og ekki vílaði hún fyrir sér að gera upp gamalt hús á Eyr- arbakka þegar henni datt það í hug og flutti síðan í það með fjöl- skyldunni. Ég fluttist líka í burtu en stuttu eftir að ég kom heim aftur kom hún líka aftur og við smelltum okkur þá saman í Iðnskólann á Selfossi og mikið var gaman hjá okkur á skólabekk með öllum strákunum sem voru lítið eldri en börnin okkar. Allar okkar samverustundir voru gefandi og aldrei lognmolla þar yfir, við liggjandi á gólfinu að taka upp snið á okkur eða krakk- ana, ferðalögin sem við fórum í saman, útilegurnar böllin, partíin, váá, hvað það var oft gaman hjá okkur. Svo liðu árin og börnin urðu fullorðin og fluttu í burtu og það gerði Sigga líka og samverustund- irnar urðu færri, en taugin á milli okkar slitnaði aldrei, við áttum vináttu án skilyrða og verð ég endalaust þakklát fyrir okkar samverustundir sem munu veita mér yl um ókomna tíð. Elsku Andrea og Brynja. Þeg- ar sorg knýr dyra eru orð fátæk- leg og lítið í raun hægt að segja, en hugurinn til ykkar er og verður ávallt sá sami. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Farðu í friði, elsku hjartans Sigga mín, og Guð blessi minningu þína, þú verður á hlaðvarpanum og tekur fagnandi á móti mér þeg- ar þar að kemur. Vináttukveðjur, Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý). Sigríður Kristjánsdóttir Mig langar að minnast vinar og fyrrverandi sam- starfsmanns, Sig- urðar Þórðarsonar, stöðvar- stjóra í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Sigurður hóf störf í stöðinni 1968 og reisti sér þar hús 1970. Ég var þá sviðsstjóri laxeldis- og hafbeitarmála hjá Veiðimálastofnun og vann mikið með Sigurði á 18 ára starfsferli hans í stöðinni. Sigurður starf- aði á uppgangstímum í starf- semi stöðvarinnar þegar heimt- ur laxaseiða voru hvað bestar og átti hann mikinn þátt í því með natni sinni í framleiðslu göngu- seiða. Sigurður var sannur skip- stjóri á sinni skútu í Kollafirði. Hann var góður yfirmaður, sjálfur duglegur og ósérhlífinn og naut virðingar allra sem með honum störfuðu. Eldisstöðin var á fyrstu árum hans með opnar safnþrær fyrir kalt vatn uppi í Esjuhlíðum. Kollafjörður getur að vetrarlagi verið veðravíti í norðaustanáttum og bylur getur þá valdið verulegum vandræðum í opnum safnþróm. Sigurður og menn hans þurftu því oft að vakna um miðj- ar nætur, ef truflun varð á vatnsrennsli, og fara upp í Esju- hlíðar þótt varla væri stætt úti við. Þar kom reynsla, útsjón- arsemi og elja Sigurðar að góð- um notum og ekki taldi hann þetta eftir sér. Sigurði varð oft ekki svefnsamt ef von var á vondum veðrum, enda samvisku- semin einstök. Starfsmenn sinntu oft bæði viðhaldi stöðvarinnar og uppeldi seiða og kom sér þá vel hversu handlaginn og vandvirkur Sig- urður var og til stöðvarinnar réðust margir einstakir verk- Sigurður Þórðarson ✝ Sigurður Þórð-arson fæddist 4. apríl 1928. Hann lést 21. nóvember 2016. Útför Sigurðar fór fram 3. desem- ber 2016. menn, sem störfuðu lengi við hlið Sig- urðar við fjölbreytt verkefni. Við Sigurður fór- um stundum saman í ferðir sem tengd- ust rannsóknum í laxeldisstöðinni. Eina slíka fórum við árið 1972 með augnhrogn til Nor- egs og síðan á fisk- eldisráðstefnu í Svíþjóð. Á ráð- stefnunni hittum við Åke Håkanson, fyrirrennara Sigurð- ar í Kollafirði, þjálfari hans og aðalkennara í eldi laxaseiða. Sem sjómaður var Sigurður van- ur að meðhöndla fisk og hann fór létt með að tileinka sér seiðaeldið. Þessi ferð var ein- staklega ánægjuleg enda Sigurður frábær ferðafélagi. Einnig er minnisstæð ferð á jeppa með nýkreist hrogn úr Laugardalsá við Djúp, en í þeirri ferð þurftum við að grafa okkur í gegnum snjóskafla á Þorskafjarðarheiði í kapphlaupi við suðvestanátt sem var að skella á. Er þetta nokkuð lýs- andi fyrir þau vandamál sem Sigurður þurfti að leysa í störf- um sínum en ég held að í orða- bók hans hafi yfirleitt verið um lausnir að ræða en ekki stór vandamál. Það var mikil eftirsjá þegar Sigurður ákvað að láta af störf- um í Kollafirði 1986, en þá voru tímarnir breyttir og einkarekn- um fiskeldisstöðvum, sem sótt- ust eftir starfsmönnum með reynslu, fjölgaði mikið. Einnig var rekstur Laxeldisstöðvarinn- ar orðinn mun öruggari með endurbótum Sigurðar á vatns- rennsli og útbúnaði. Fyrir hönd þeirra sem störf- uðu með Sigurði að hafbeitar- og fiskeldisrannsóknum í Kolla- firði langar mig að þakka Sig- urði fyrir samstarf sem aldrei bar skugga á og votta Andreu og fjölskyldunni samúð mína. Blessuð sé minning Sigurðar Þórðarsonar. Árni Ísaksson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR (Maggý), til heimilis að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, áður Brimhólabraut 5, lést mánudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. desember klukkan 13. . Elías Gunnlaugsson, Hjördís Elíasdóttir, Hannes Thorarensen, Björk Elíasdóttir, Stefán Örn Jónsson, Viðar Elíasson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fóstri, afi og langafi, JÓN ÓLAFSSON, húsgagna- og innanhússarkitekt og kennari, Skógarseli 43, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 6. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Birna Sigurjónsdóttir, Guðný Sif Jónsdóttir, Halldór Eyþórsson, Tómas Árni Jónsson, María Jónsdóttir, Helga Aðalheiður Jónsdóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Gunnar Björn Melsted, Rannveig Gissurardóttir, Björg Melsted, Heimir Örn Herbertsson, Páll Melsted, Jóhanna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.