Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 85

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 85
ÍSLENDINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Skipulags-, arkitekta- og verk- fræðistofuna ehf. í Reykjavík. Gestur hefur haldið fyrirlestra um skipulagsmál og byggingarlist hér á landi og erlendis, hefur ritað fjöl- margar greinar um þessi mál í blöð og tímarit, var ritstjóri Stefnis um skeið og var útgefandi og ritstjóri tímaritsins Arkitektúr og skipulag (AVS) í tvo áratugi. Gestur stofnaði Útimarkaðinn á Lækjartorgi með Kristni Ragnars- syni arkitekt árið 1978 og starf- ræktu þeir hann þar til Reykja- víkurborg hóf rekstur útimarkaðar á þessu svæði. Hann hefur átt sæti í stjórn Arki- tektafélags Íslands, Kvenréttinda- félags Íslands og félagsins Verk- efnastjórnun. Hann var einn af stofnendum umhverfissamtakanna Lífs og lands og síðar formaður þess. Þá var hann formaður Skipu- lagsfræðingafélags Íslands um skeið og forseti Rotaryklúbbsins Reykja- vík miðborg. Þá hefur hann setið í ýmsum nefndum, m.a. á vegum Reykjavíkurborgar og ríkisins. Gestur er fyrsti háskólakennari í skipulagsfræðum hér á landi og hef- ur um árabil rætt og ritað um mik- ilvægi skipulags á umhverfismótun, samspil mannlífs og umhverfis og gæði, hagkvæmni og tækni í gerð íbúðabygginga: „Við erum því miður enn að byggja allt of dýrt íbúðar- húsnæði fyrir ungt fólk. Í þokkabót er svo þetta húsnæði oft illa unnið, of oft með myglusveppi og tæknilega illa gert. Okkur skortir því enn upp- lýsta umræðu og gagnrýni á gerð, kostnað og gæði íbúðarhúsnæðis.“ Þá hafa Gestur og Árni Gunnars- son, fyrrv. alþm. og framkvæmda- stjóri NLFÍ í Hveragerði, unnið að sínu sameiginlega áhugamáli um heilsuþorp fyrir Íslendinga, með augastað á Flúðum og á Spáni. Fjölskylda Kona Gests er Guðbjörg Garðars- dóttir, f. 23.9. 1952, bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hún er dóttir Garðars Ingimarssonar bifvéla- virkja og Magneu Jónsdóttur hús- móður, sem er látin. Dóttir Gests og Guðbjargar er Guðrún Sóley, f. 4.9. 1987, bók- menntafræðingur sem sér með fleir- um um Morgunútgáfuna á Rás 2. Synir Gests og f.k.h., Ernu Ragn- arsdóttur, eru Ragnar Kristján, f. 4.8. 1964, kennari á Eyrarbakka, kvæntur Hildi Jónsdóttur og eiga þau níu börn, og Ólafur Hrólfur, f. 4.12. 1969, forritari í Reykjavík, en kona hans er Jódís Bjarnadóttir og á hann tvær dætur auk þess sem Jódís á tvo syni frá fyrra hjónabandi. Stjúpsonur Gests og sonur Guð- bjargar er Sveinn Björnsson, f. 17.12. 1970, verkfræðingur í Reykja- vík, en kona hans er Sveinbjörg Þór- hallsdóttir og eiga þau saman einn son auk þess sem Sveinn á dóttur frá fyrra hjónabandi og Sveinbjörg á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Systkini Gests: Valdimar, f. 13.8. 1926, d. 2.4. 2008, yfirflugumferðar- stjóri í Reykjavík; Ingileif Steinunn, f. 8.8. 1931, húsfreyja á Bólstað í Bárðardal; Kristján Guðmundur Ólafsson, f. 15.6. 1937, d. 28.10. 1963, menntaskólanemi. Foreldrar Gests: Ólafur Bergþór Hjálmarsson, f. 26.8. 1903, d. 30.8. 1986, bóndi og síðar efnisvörður hjá Olíuverslun Íslands, og k.h., Ragn- heiður Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1902, d. 7.4. 1991, húsfreyja. Úr frændgarði Gests Ólafssonar Gestur Ólafsson Ingileif St. Ólafsdóttir húsfr. í Önundarfirði Guðrún J. Guðmundsdóttir húsfreyja í Rvík Guðmundur Bjarnason b. í Önundarfirði Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfr. í Önundarfirði og í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Álftafirði Bjarni Jónsson hreppstj. í Álftafirði Valdimar Ólafsson yfirflug- umsjónarstj. í Reykjavík Ólafur Eggert Guðmundsson húsgagnasmiður Kristján Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli Þórunn Valdimarsdóttir sagnfr. og rithöfundur Soffía Hákonardóttir húsfr. á Hrafna- gili í Laxárdal Pétur Laxdal Guðvarðarson húsasmíðameistari á Sauðárkróki Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Kristín Ólafsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi, söngvari og varaform. Alþýðubandalagsins Halldór Kristjánsson rithöfundur og alþm. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld frá Kirkjubóli Kristján Bersi Ólafsson fyrrv. skólameistari í Flensborg Ásthildur Ólafsdóttir skólaritari í Hafnarfirði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmála- fræði við HÍ Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri í Hafnarfirði Guðbjörg Torfadóttir húsfr. í Önundarfirði Björn Zakkaríasson bóndi í Önundarfirði Guðbjörg Björnsdóttir húsfr. í Önundarfirði Hjálmar Guðmundsson skipasm. og b. í Önundarfirði Ólafur Bergþ. Hjálmarsson bóndi í Önundarfirði og síðar efnisvörður í Rvík Ólöf Jónsdóttir húsfr. í Önundarfirði Guðmundur Einarsson smiður og b. í Önundarfirði, systursonur Halldórs í Grafargili, langalangafa Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns, og afi Friðrikku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm. Guðmundur Jón Pálsson bóndi í Önundarfirði Hákon Pálsson bóndi á Hóli í Önundarfirði Óskar Vigfússon fæddist íHafnarfirði 8.12. 1931. Hannvar sonur hjónanna Epiphan- íu Ásbjörnsdóttur og Vigfúsar Vig- fússonar sjómanns. Afasystur Óskars voru Guðbjörg, amma Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, og Bjarnveig, amma Sturlu Böðvarssonar, fyrrv. ráð- herra. Foreldrar Vigfúsar voru Vig- fús Vigfússon, bóndi á Kálfárvöllum í Staðarsveit, og Sólveig, systir Brands, móðir Kristínar, konu Helga Pjeturss jarðfræðings. Foreldrar Epiphaníu voru Ásbjörn Gilsson, útgerðarmaður í Ólafsvík, og k.h., Hólmfríður Guðmundsdóttir, systir Sólveigar móður Karvels Ög- mundssonar útgerðarmanns. Eiginkona Óskars var Nicolína Kjærbech Vigfússon og eignuðust þau þrjú börn. Óskar ólst upp í Hafnarfirði en dvaldi hjá Guðbrandi Vigfússyni, föð- urbróður sínum, og konu hans, Elínu Snæbjörnsdóttur í Ólafsvík, 1940-47. Hann lauk barnaskólaprófi frá Lækj- arskóla í Hafnarfirði. Óskar var verkamaður hjá Rafha og Venusi í Hafnarfirði 1947-48, há- seti á ýmsum skipum 1948-68, var verkamaður við hafnargerð í Straumsvík 1968-71 og skrif- stofumaður hjá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar og Verkamannafélag- inu Hlíf 1971-76. Óskar sat í stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar frá 1966, var formaður þess frá 1973 og formaður Sjómanna- sambands Íslands 1976-94 en sat í stjórn þess til 2005. Óskar sat í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins frá 1977, í síldarútvegs- nefnd frá 1978, í stjórn og varastjórn Fiskveiðasjóðs frá 1982 og í ráðgjaf- arnefnd um stjórn fiskveiða 1983-90. Hann sat í miðstjórn ASÍ frá 1977, í sambandsstjórn Alþjóðasambands flutningaverkamanna frá 1982, í full- trúaráði Sjómannadagsins í Reykja- vík og Hafnarfirði 1970-85 og í stjórn Hrafnistu til dauðadags. Óskar lést 23.3. 2006. Merkir Íslendingar Óskar Vigfússon 85 ára Vilborg Kristín Jónsdóttir 80 ára Eðvarð Lárus Árnason Gerða Ásrún Jónsdóttir Jón R. Ólafsson Unnur Jónsdóttir 75 ára Gestur Ólafsson Jensína Stefánsdóttir 70 ára Jose Francisco Terrazas Jón Örn Marinósson Kristinn A. Jóhannesson Oddný J. Eyjólfsdóttir Sigríður Sigursteinsdóttir Soffía Vala Tryggvadóttir Þorkell Þórðarson Þorvaldur Rafn Valsson Þóra Sverrisdóttir 60 ára Ásdís Rósa Baldursdóttir Guðmundur Þ. Gunnlaugsson Már Vilbergs Vilbergsson Nikulás Úlfar Másson Rósa Þórðardóttir Sigrún Alda Júlíusdóttir Sigurbjörg Karlsdóttir 50 ára Adam Roman Stpiczynski Agnar Hólm Jóhannesson Elisabeth J. Zitterbart Hrafnhildur Einarsdóttir Ingi Þór Sigurðsson Marek Szulc Ómar Ellertsson Þórður Waldorff Þórlaug Másdóttir 40 ára Arnar Hólm Ármannsson Atli Rúnar Hermannsson Birgir Steinn Björnsson Ðuro Beic Erlingur Ingi Brynjólfsson Gabriel Estocado Cumayas Gústav Smári Guðmundsson Haraldur Freyr Haraldsson Owen Haukur Dalmann Jensson Íris Sigurbjörnsdóttir Jennifer Louise McNamara Joseph Cati-An Doro-On Jón Óskar Gunnlaugsson Skarphéðinn Aðalsteinsson Þóra Gunnlaug Briem 30 ára Adam Dominik Lazarczyk Arnar Kári Hallgrímsson Arturas Krupinskas Guðmundur Freyr Aðalsteinsson Guðrún Elsa Bragadóttir Halldóra Halldórsdóttir Jón Brynjar Ólafsson Rimantas Pikelis Sveinn Héðinsson Örn Ingi Magnússon Til hamingju með daginn 30 ára Örn ólst upp á Húsavík og í Grímsey, býr á Akureyri, starfar hjá Slippnum á Akureyri og stundar nám í vélstjórn við VMA. Systkini: Daníela M. Ólafsdóttir, f. 1994; Lilja Sif Magnúsdóttir, f. 1993, og Bjarni R. Magnússon, f. 1998. Foreldrar: Magnús Þór Bjarnason, f. 1963, og Ás- gerður Arnardóttir, f. 1966. Örn Ingi Magnússon 40 ára Skarphéðinn ólst upp á Húsavík, býr á Ak- ureyri, lauk sveinsprófi í húsasmíði og hefur verið lögreglumaður í 17 ár. Maki: Sólveig Péturs- dóttir, f. 1978, læknir. Börn: Sólveig Lára, f. 2006; Grétar Ólafur, f. 2006, og Eyþór Að- alsteinn, f. 2014. Foreldrar: Aðalsteinn Jónasson, f. 1946, d. 1984, og Sólveig Þórð- ardóttir, f. 1950. Skarphéðinn Aðalsteinsson 40 ára Jón Óskar býr í Reykjanesbæ, lauk sveinsprófi í rafvirkjun, starfar hjá Johan Rönning og er formaður Rafiðn- aðarfélags Suðurnesja. Maki: Særún Björg Karls- dóttir, f. 1985. Dætur: Kamilla Rún, f. 2008, og Júlía Sara, f. 2011. Foreldrar: Gunnlaugur Rúnar Óskarsson, f. 1953, og Þorbjörg Guðrún Jóns- dóttir, f. 1957. Jón Óskar Gunnlaugsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Ertu í söluhugleiðingum? Guðrún Antonsdóttir Lögg.fasteignasali Ég sel hratt og vel. Mikil reynsla og þekking. Hringdu núna, 697 3629 ég svara í símann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.