Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 87

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 87
DÆGRADVÖL 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Sýningaropnun í Gallerí Fold, laugardaginn 10. desember, kl. 15 Allir velkomnir Ísland fyrir börn og fullorðna Boðskort Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Linda Ólafsdóttir Sýning á frumteikningum úr barnabókinni Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunannna.     Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki pína fjölskyldumeðlimi til þess að vera þér sammála eða lúta vilja þínum. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið fúlt. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða og þitt að koma honum í skilning um það. Reyndu að eyða einhverjum tíma í einrúmi og safna kröftum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert eins og milli steins og sleggju í ákveðnu máli. Reyndu samt að halda ró þinni og ræddu við traustan vin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Því betur sem þú rannsakar málin þeim mun fljótari ertu að vinna þau og nærð betri árangri. Einhver hefur allt á hornum sér – ekki taka það nærri þér. Gakktu í burtu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Geðillska gærdagsins hefur vikið og þú ert eins og nýsleginn túskildingur. Losaðu þig við óþarfa drasl og dót og hnýttu lausa enda. Þú munt finna hversu frelsandi það er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mis- munandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Orð sögð í hita leiksins draga dilk á eftir sér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að vera háttvís ef þú stingur upp á umbótum í vinnunni. Þér finnst desem- ber besti mánuður ársins og nýtur þess að botn að stússast fyrir jólin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það ekki skemma fyrir þér, þótt einhverjir neiti að taka þig alvarlega og vilji slá öllu upp í grín. Félagslífið stendur í blóma, þú hefur aldrei verið vinsælli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þar sem vinnan hefur tekið allt of mikið af tíma þínum undanfarið er kominn tími til að hitta vini og vandamenn og njóta aðventunnar. Þú stendur á öndinni vegna upplýsinga sem þér berast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Eitthvað fyndið mun ýta þér upp úr hjólfarinu sem þú ert ofan í. Þú átt það til að mikla hlutina fyrir þér. Þú hefur of mikið á þinni könnu, komdu verkunum yfir á fleiri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Rómantíkin lætur á sér kræla, en úr allt annarri átt en þú áttir von á. Þú ert í essinu þínu í vinnunni og gerir allt til að auð- velda öðrum verkin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Gerðu áætlun. Hlustaðu ekki á úrtölur annarra, gríptu tækifærið strax og snúðu hlutunum þér í hag. Ólafur Steránsson hefur orð áþví, að stundum séu fyr- irsagnir í Mogga flott stuðlaðar og renni vel í vísu: Yfirtaks bjartsýnn á aðventu verð, þó umlyki skammdegið svarta, því bílasala’ er á blússandi ferð, og bankamenn hættir að kvarta. En Kerlingin á Skólavörðuholt- inu lætur sér fátt um finnast: Sökkva mega í Satans dý sótraftar af ýmsu tagi, bölvað er að búa í bavíanasamfélagi. Ég tek nú bara svona til orða, ætlaði alls ekki að tala illa um bav- íana. Ég get ekki ímyndað mér að samfélag þeirra sé jafn spillt og okkar. Sá Gamli gat ekki orða bundist: „Ýmsu tagi, kerling, ýmsu tagi! Vandaðu þig kerling!“ Og Kerlingin lét ekki standa upp á sig: Kannt að skjalla káta frú, kitla, digga og róta, skrambi ertu skondinn nú skítseiðið mitt ljóta! Ingólfur Ómar Ármannsson er áhyggjufullur: „Loksins, segi nú ekki annað: Eftir baks og óratíð enda á þrætur binda. Kostað hefur stapp og stríð stjórn að reyna að mynda.“ En Kristjana Sigríður Vagns- dóttir hefur sig yfir dægurþrasið: Fjallahringurinn, baðaður sólar- geislum: Fínsæll hrollur fór um mig, er fór ég í mitt ból. Sólin blessuð signdi sig, senn eru komin jól. Hólmfríður Bjartmarsdóttir heldur sig við jörðina: Alger snilld þessi yfirstétt og yndisleg þessi dómara frétt í Hæstarétti hafa menn rétt til að hagræða reglunum sínum. Nú hlýt ég að mega hundsa slatta af mínum. Guðrún Bjarnadóttir tekur undir með sínum hætti: Lítið var en lokið er, – lífsins reglum hendum burt og hagnað neglum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af bavíönum, hæstarétti og hóstnótt að baki Í klípu „VIÐ ERUM MEÐ SJÖ DAGA KÆLITÍMABIL – EF ÞÚ SKYLDIR SKIPTA UM SKOÐUN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERT ÞÚ UNGI MAÐURINN SEM ÆTLAR AÐ KAUPA BÓNDABÆINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að ástin er tímalaus. AHA! HVAÐ? ÉG SÁ AÐ ÞÚ DILLAÐIR RÓFUNNI ÞEGAR ÞÚ SÁST MIG. HEIMSKA RÓFA! ÞÉR LÍKAR VIÐ MIG! ÉG NÁÐI Í ÞETTA HÁLSMEN ÚR SKÍRA GULLI HANDA ÞÉR Í FRAKKLANDI! EN FÍNT! HVAÐ KOSTAÐI ÞAÐ? EINN LIÐSMANN! EN HANN SNÝR AFTUR ÞEGAR HANN ER GRÓINN SÁRA SINNA! LÍKFRYSTING EHF. Margir kannast við skopteikn-ingar Hugleiks Dagssonar. Hugleiki er ekkert heilagt og hann lætur ekkert tækifæri ónotað til að ganga fram af lesendum. Fjöldi bóka hans hefur komið út á ensku og blas- ir við ferðamönnum, sem rata inn í bókabúðir, þannig að útbreiðslan einskorðast ekki við Ísland. x x x Manuel Bogner, sem skrifar umvísindi og ýmislegt annað á vef þýska tímaritsins Die Zeit, kann greinilega að meta teikningarnar. Um helgina birtir hann stutta grein með fjölda teikninga á vef Die Zeit. x x x Þar segir hann að á síðu Hugleiksblasi við mynd af vingjarnlegum manni, sem brosi afslappaður í myndavélina, en innra með honum hljóti eitthvað myrkt að leynast. „Ein af bókum hans heitir „Ættir þú að hlæja að þessu“ og einmitt þá til- finningu vekja margar skopmynda hans,“ skrifar Bogner. „Í þeim er tekið á alvarlegum málum á borð við neyð flóttamanna eða mismunun gagnvart fötluðu fólki – og gráu bætt ofan á svart. Kannski finnst ekki öllum það fyndið og sumum jafnvel stuðandi. Í öllu falli vekja þær til umhugsunar.“ x x x Ein teikninganna sem birtar eru ávefsíðu Die Zeit sýnir mann- eskju á syllu á háhýsi. Hún hótar að fara fram af nema hún fái teikn frá Guði, bara eitthvert teikn. „Stökktu bara!“ segir þá rödd að ofan. Þetta er svartur húmor, en sennilega sak- lausasta teikningin á síðunni. x x x Á vefsíðunni hjá Die Zeit eiga les-endur þess síðan kost að láta vita hvernig þeim líka teikningarnar og skopskyn Hugleiks. 17.693 les- endur höfðu tekið afstöðu þegar Vík- verji skoðaði síðuna í gær. 79% þeirra kunnu að meta skopmyndir Hugleiks, 12% létu sér fátt um finn- ast og 9% fannst þær of illkvittnar. Bækur Hugleiks hafa verið gefnar út á ensku eins og áður sagði. Sam- kvæmt þessu gæti hann átt sóknar- færi hjá bókaþyrstum Þjóðverjum. vikverji@mbl.is Víkverji Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla hann í lofsöng. (Sálm 69:31) mbl.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.