Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 90

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 90
90 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í skáldsögunni Verjandinn eftir Ósk- ar Magnússon segir frá Stefáni Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni, sem glímir við heiftúðugt forræðis- mál. Íslensk móðir flýr til Íslands frá Bandaríkjunum með dóttur sína, en föður stúlkunnar hafði verið dæmt forræði vestan hafs. Hann ræður fyrrverandi sérsveitarmann til að ná í dóttur sína, en sú aðgerð fer úr- skeiðis og Stefán tekur að sér að verja föðurinn sem ákærður er fyrir barnsrán. Óskar Magnússon þekkir vel til málareksturs fyrir dómstólum hér á landi, þar sem hann starfaði sem lög- fræðingur áður en hann fór út í fyr- irtækjarekstur og sneri sér síðan að skáldskap. Augljós líkindi eru svo með málinu sem rakið er hér í upp- hafi og máli James Brian Grayson og Donald Feeney, sem hugðist ræna dóttur Grayson og íslenskrar konu í upphafi tíunda áratugar síðustu ald- ar, en Óskar var einmitt verjandi Grayson á sínum tíma. Fyrsta íslenska réttardramað - Verjandanum hefur verið lýst sem fyrsta íslenska réttardramanu og þótt eitt af því fyrsta sem maður læri í blaðamennsku sé að segja aldr- ei „fyrsta“ eða „stærsta“ er það kannski ekki fjarri sanni. „Ég fór beinlínis af stað með það í huga að skrifa slíka bók. Þeir sem skrifað hafa bækur þar sem lög og réttur hafa komið fyrir á und- anförnum árum hafa skrifað með blaðamann sem aðalpersónu eða lög- reglumann þó að Yrsa hafi verið með Þóru lögfræðing sem aðalpersónu. Munurinn á þessari bók og þeim sem komið hafa út síðustu áratugina er að í henni er löglærður maður að skrifa um lögfræðing. Það þekkjum við frá útlöndum þar sem þessir frægu rithöfundar eru löglærðir, eins og sá sem minn forleggjari hef- ur verið svo óskammfeilinn að líkja mér við, eða réttara sagt líkja við mig,“ segir Óskar og hlær. „Þeir eru löglærðir, hafa unnið við lög- mennsku og eru jafnvel lögmenn þannig að þeir eru að skrifa um nokkuð sem þeir þekkja og skilja til botns og það er það sem ég er að reyna þarna. Það eru oft langar ræður fyrir rétti í þeim bókum og það eru oft langar, langar yfirheyrslur. Mér hef- ur reyndar oft þótt aðdáunarvert hvað þeir geta haldið manni við efnið í löngum ræðum eða sérstaklega í löngum köflum þar sem er verið að spyrja og gagnspyrja endalaust. Það er samt einn grundvallarmunur sem gerir þetta heldur verra fyrir ís- lenska rithöfunda en fyrir útlenska eða útlenska lögfræðinga og hann liggur í kviðdómnum. Erlendur höf- undur hefur úr svo miklu að moða því hann er að tala við kviðdóminn og þá er hann að höfða til tilfinninga og getur talað ekki mjög lögfræðilega. Hér á landi gefur dómarinn ekki mikið fyrir tilfinningar. Í erlendum bókum eru óteljandi lýsingar á því þegar lögmaðurinn snýr sér að kviðdómnum, búinn að stúdera þennan kviðdómanda og hinn kviðdómandann, og þetta er rosalega stór þáttur í öllum þessum bókum. Til þess að bæta það upp að við höfum ekki kviðdóm nota ég fjöl- miðla, fjölmiðlafólk. Í þessari bók er fjölmiðlafólk alltaf viðstatt og það er alltaf eitthvað að gerast sem tengist fjölmiðlum – það er í raun alltaf verið að tala við það fólk. Einhvers staðar í bókinni segir að almenningsálitið skipti máli og þótt það eigi ekki að hafa það þá hefur það áhrif á dóm- arann. Þegar þú ert ekki að tala harða lögfræði ertu kannski að tala til þeirra sem eru viðstaddir í rétt- arsalnum og það er þá mest fjöl- miðlafólk sem síðan ber út boðskap- inn í sínum fjölmiðlum og þaðan fer hann til almennings og þaðan von- andi til dómarans, eða það er í það minnsta hugmyndafræðin sem ég er að leika mér með.“ Sagan skáldskapur en aðstæður raunverulegar Líkindin með máli Grayson og Feeney sem rakið er í upphafi dyljast engum, þótt þeir kumpánar heiti núna Mason og Fenway, en það eru ekki nema líkindi því málið sem Stef- án glímir við í Verjandanum þróast í allt aðra og æsilegri átt. Eins og getið er var Óskar verj- andi Graysons og hann þekkti því vel til málsins, en hann segist ekki vera að skrifa um það mál, sem sannast náttúrlega á framvindunni í bókinni, þó að sagan sé mjög raunveruleg að hans mati. „Auðvitað er ég að leika mér með persónur og skreyta þær á tiltekinn hátt og þótt söguþráðurinn sé skáldskapur eru ýmsar aðstæður raunverulegar. Rannsóknarlögregla ríkisins var til dæmis á milli bílaverk- stæða í Kópavogi, sem var náttúrlega fráleitt, en þær lýsingar eru mjög ná- kvæmar,“ segir Óskar en bætir svo við eftir smá umhugsun, „En kannski ekki það sem stóð á skiltunum á bíla- verkstæðunum. En að ímynda sér það að það skuli geta gerst, bara fyr- ir pólitík – það þurfti að koma húsi í notkun. Samskipti lögmanna og dómara og samskipti lögmanna og lögreglu voru líka svona og ég held kannski að þau séu það að sumu leyti enn, en ég er ekki að segja að þetta sé slæmt. Ég held að það sé alltaf best, hvort sem það er í dómsmálum eða öðru, að menn læsist aldrei í þvergirðings- hætti, að alltaf séu einhverjir kanalar til að leysa mál. Það er líka svolítið verið að segja það í minni frásögn að ef menn nálgast mál með opnum hug eru stundum til ótrúlegar lausnir og í þessari sögu kemur fyrir ein lausn sem er merkileg í tilviki sem er eig- inlega óleysanlegt.“ Forræðismál eru nánast óleysanleg mál - Glíman á milli þeirra Mason og Helenu er harðvítug og þeirra nán- ustu taka þátt í henni af krafti og heift. Samt er það svo að barnið sem allt á að snúast um gleymist nánast, það er í sögunni, en enginn staldrar við og hugsar hvað sé því fyrir bestu – en þannig finnst manni það einmitt oft vera í forræðisdeilum. „Á þessum tíma var samt komið í lög að hagur barnsins skyldi vera í fyrirrúmi, en eins og sést á öllu sem ég lýsi í bókinni er barnið í algjöru aukahlutverki. Ég er samt ekkert að reka áróður, það er enginn sérstakur boðskapur um að feður eigi að fá börn eða að mæður eigi að fá börn. Boðskapurinn er miklu frekar sá að forræðismál eru nánast óleysanleg mál, þegar allt er stál í stál er engin patentlausn til. Það er það sem er verið að segja. Menn hafa reynt að búa til alls konar lausnir síðan en við erum enn að horfa upp á mál þar sem tekist er á um börn á milli landa og þau mál eru náttúrlega langerfiðust. Þeir sem hafa gefið sig í það að sinna málum af þessu tagi, jafnvel sérhæft sig í því – ég veit ekki hvernig tilfinningar svo- leiðis fólk hefur. Ég var ekki oft með svona mál, en þau eru rosalega erfið, óbærilega erfið, og ég tók þau ekki að mér nema þau bærust til mín vegna einhverra sérstakra tengsla.“ - Undir lokin á bókinni þegar upp úr hefur soðið allhressilega fer Stef- án lögmaður austur í sveitina til for- eldra sinna, á æskustöðvarnar, og um leið og hann kemst út úr borginni verður allt betra. Einhvern veginn fannst mér þú vera að lýsa sjálfum þér svolítið þar, þó að Stefán Bjarna- son eigi annars fátt sameiginlegt með Óskari Magnússyni, enda hefur þú búið í Fljótshlíðinni mörg undanfarin ár. „Ég held að það sé óhætt að viður- kenna það að maður fær annað sjónarhorn fyrir austan og öðruvísi andrúmsloft og öðruvísi viðhorf fólks. Það gengur meira að segja svo langt að ég hef orðið gaman af fugl- um,“ segir Óskar og skellir upp úr, „og hef ort um fugla. Ég er bæði far- in að hafa áhuga á fuglum og hef ver- ið sóknarnefndarformaður í tíu ár. Einhvern tímann hefði einhver vinur minn látið loka mig inn við þessar að- stæður, eða að minnsta kosti haft af þessu verulegar áhyggjur. Í Verjandanum vildi ég líka tengja Stefán síðustu bók, en hann er ein af persónunum í Látið síga piltar og þeir koma fleiri aðeins við sögu sem þar voru. Það er ég að gera vegna þess að mér þótti vænt um þá og þeir eru ágætlega lukkaðir. Mig langar til að vera lengur samferða þeim áfram og kannski getur það orðið.“ - Þú sérð semsé fyrir þér að þú munir skrifa fleiri bækur um Stefán. „Já, mér þykir það ekki ólíklegt. Ég er ekkert bókmenntalega verser- aður en ég ímynda mér að ef hinum venjulega lesanda líkar við persónu, finnst hún áhugaverð, sé hann alveg til í að halda áfram að umgangast hana þannig að ég bý mig undir það að verjandinn eða lögmaðurinn lifi eitthvað áfram.“ Raunverulegt réttardrama  Í bókinni Verjandinn skáldar Óskar Magnússon sögu inn í raunverulegar aðstæður Morgunblaðið/Ófeigur Skáldskapur Í skáldsögunni Verjandanum er höfundurinn, Óskar Magnússon, að leika sér með persónur og skreyta þær á tiltekinn hátt, en þótt söguþráðurinn sé skáldskapur eru aðstæðurnar raunverulegar. Björgvin Helgi Jóhannsson gimbi18@gmail.com Útgáfan Möller Records fagnaði fimm ára afmæli sínu með útgáfu á safndisknum Best of Möller Records Vol. 1 sem sjá má á heimasíðu útgáf- unnar, http://mollerrecords.com/. Á disknum eru fjölbreytt lög úr raf- tónlistarsenunni á Íslandi, allt frá líf- legri danstónlist í rólega nánast dá- leiðandi geimtónlist, gömul og ný lög. Möller Records er plötuútgáfufyr- irtæki sem gefur aðallega út raf- tónlist. Félagarnir Jóhann Óm- arsson, einnig þekktur sem Skurken, og Árni Grétar Jóhannesson Future- grapher stofnuðu útgáfufyrirtækið árið 2011. Á Best of Möller Records Vol. 1 eru þrjátíu lög, öll einstök hvert á sinn hátt og eftir mismun- andi íslenska tónlistarmenn. - Núna eru 5 ár síðan Möller Re- cords var stofnað, hvað varð til þess að tveir ungir tónlistarmenn ákváðu að stofna útgáfufyrirtæki? „Forlagið var stofnað af Future- grapher og Skurken í Vesturbænum heima hjá tónlistarmanninum Jó- hanni undir miklu bjórþambi, Bón- us-beikonsnakksáti og miklum áhuga á raftónlist. Okkur vantaði vettvang til að gefa út eigin tónlist og ákváðum að stofna eigið útgáfu- fyrirtæki. Þetta var í janúar 2011,“ segir Árni Grétar. Árni segist hafa byrjað að semja tónlist í tölvu þrettán ára gamall og eiga því tuttugu ára afmæli í raf- tónlist í þessum mánuði. „Ég notaði ýmis forrit og ýmsar græjur, eins og trommuheila, synthesizer og fleira og hef gefið út undir mörgum nöfn- um.“ Raftónlistarbransinn fer stækk- andi um heim allan og ekki síst á Ís- landi að sögn Árna. „Hér á landi er hann orðinn mjög stór. Það er rosa- lega fjölbreytt tónlistarlíf og raf- tónlistin blómstar að mínu mati. Fullt af stefnum hefur litið dagsins ljós á undanförnum árum, t.d. cloud rap, trap, dubstep og fleira og gaml- ar stefnur hafa verið mótaðar betur – bæði fyrir „Jón og Gunnu“ og jaðarrotturnar,“ segir Árni. - Möller Records hefur gefið út ýmsa raftónlistarmenn í gegnum ár- in. Hvað vakti fyrir ykkur með því að taka saman safnplötu? „Pælingin var fimm ára afmæli Möller Records í ár, 2011-2016. Ég og Steve Sampling, Stefán Ólafsson, völdum lögin og þá lög frá öllum þeim sem hafa gefið út hjá forlaginu á þessum fimm árum. Sumir hafa farið og fetað nýjar leiðir, eða eru í dag að gefa út hjá öðrum, en þetta er samt ein risastór fjölskylda. Allir eru skyldir á einhvern hátt. Mikil ást.“ - Raftónlist er auðvitað gríðarlega stórt fyrirbæri. Hvernig tónlist- arstefnur gefur Möller Records að- allega út? „Ég myndi segja að þetta væri bara allt frá IDM, braindance, weirdcore, house, techno og ambi- ent. Þetta er bara svona samsafn af helstu stefnum raftónlistarinnar. Möller er nördalegri en flestar út- gáfur. En samt gott stöff. Góð raf- tónlist til að hafa heima í bakgrunni og getur virkað á dansgólfinu.“ Ein risastór fjölskylda  Möller Records fagnar fimm ára afmæli með safnskífu Morgunblaðið/Eggert Afmæli Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson og Frosti „Bistro Boy“ Jónsson eru höfuðpaurar útgáfunnar Möller Records sem stendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.