Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kristín Lárusdóttir, sellóleikari, kennari, kvæða- og raftónlistar- maður, gaf nýverið út aðra sólóplötu sína, Himinglæva. Platan er sjálf- stætt framhald af fyrstu plötu henn- ar Hefring, sem hún gaf út haustið 2013 með eigin tónsmíðum, útsetn- ingum og sellóleik. „Hefring og Himinglæva eru dætur sjávar- gyðjunnar Ránar og jötunsins og sjávarkonungsins Ægis,“ segir Kristín. Hún segist hafa mikinn áhuga á íslenskum menningararfi, náttúru og veðráttu, sem spilar stóran þátt í tónlistarsköpun henn- ar. „Ægir átti níu dætur og nafn hverrar og einnar táknaði mismun- andi einkenni og bylgjur hafsins. Tvær af þeim voru Hefring og Him- inglæva; Hefring er rísandi alda en Himinglæva er þar sem maður get- ur séð himininn speglast í hafinu.“ Kristín er nýkomin heim frá Berlín, en hún hefur dvalið mikið í Þýskalandi undanfarna tvo vetur. „Ég hef verið að spila þó nokkuð mikið úti í Þýskalandi, og reyndar einnig verið með tónleika í Finn- landi, og það hefur gengið af- skaplega vel. Það hefur nánast alltaf verið fullt á tónleikum sem ég hef spilað á og fólk virðist vera bara mjög hrifið, sem ég er afar þakklát fyrir og ánægð með,“ segir Kristín. „Ég er líka mikið að reyna að koma mér á framfæri með því og ná mér í sambönd. Ég hef ekki enn fengið neinn umboðsmann eða út- gáfufyrirtæki og geri því flestallt sjálf í kringum útgáfuna mína, tón- leikabókanir og kynningu. Varðandi geisladiskinn minn sé ég sjálf um útsetningar og upptökur á lög- ununum mínum en hef þó fengið hjálp við hljóðblöndun og master- ingu. En mér finnst mjög gaman og gera flestallt sjálf varðandi tónlist- arferlið og sköpunina.“ Stundum mikið hark Það að koma sjálfri sér og tónlist sinni á framfæri segir Kristín geta verið erfitt og gjarnan mikið hark. „Það eru margir veggir sem maður labbar á og mörg nei sem maður fær. En það gerði mér gott að drífa mig út til Berlínar, því þótt það sé einnig mikið hark erlendis finn ég fyrir miklum áhuga og virðingu frá fólki þótt lítið peð sé og algerlega ókunn úti í hinum stóra heimi. Fólk í Þýskalandi og Finnlandi er mjög forvitið um mann og óhrætt við að prufa að sjá og hlusta á eitthvað nýtt,“ segir Kristín. „En undanfarin tvö ár hef ég í rauninni ekki verið mikið að skapa og sinna tónlistarsköpuninni, fyrir utan tónleikahald, vegna þess starfs sem ég hef verið að vinna við, að koma mér á framfæri. En það kem- ur vonandi bráðum meira svigrúm til þess trúi ég. Núna er viss bolti farinn að rúlla og tengslanet komið af stað hjá mér sem bætist bara vonandi við.“ Mikil gróska í íslenskri tónlist Kristín hefur spilað og unnið með fjölda tónlistarmanna, svo sem Sig- ur Rós, Svavari Knúti, amiinu, Pétri Ben og fleirum. Hún hefur spilað á selló frá því að hún var átta ára gömul en byrjaði í hefðbundnu for- skólanámi um sex ára aldur. „For- eldrar mínir töldu það dýrmætt og mikilvægt að setja okkur systurnar í tónlistarnám, það væri mikilvægt veganesti út í lífið. Sem það varð fyrir okkur báðar,“ segir Kristín, sem er klassískt menntaður selló- leikari. „Mamma lærði sjálf aðeins á píanó en pabba dreymdi alltaf um að læra en hafði ekki tök á því. For- eldrar mínir vildu því að við syst- urnar fengjum að læra og færum ekki á mis við tónlistarnámið og dýrmæti þess.“ Kristín hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi en einnig í raf- tónlist. „Í dag er mikil gróska í tónlistar- lífinu á Íslandi og ferðamenn hafa margir, auk náttúrunnar, áhuga á Íslandi vegna tónlistarinnar, tungu- málsins, sögu og margs fleira. Ég fæ t.d. oft spurningar í Þýskalandi um það hvernig eigi að bera fram hitt og þetta á íslensku og hvaðan tungumálið komi. Ég fæ einnig spurningar um sögu bókmenntanna og hvers vegna svo margir góðir tónlistarmenn komi frá Íslandi. Ein- hverra hluta vegna eru þó almennir kennarar og tónlistarkennarar ekki hátt settir þegar kemur að launa- málum, og ef þeir vilja fá betri laun þurfa þeir að selja einhver réttindi á móti, sem er mér algerlega óskilj- anlegt,“ segir Kristín. Allir nemendur einstakir Kristín hefur kennt tónlist í 20 ár og þykir afar vænt um nemendur sína. „Hver einn og einasti nemandi er einstakur og mikilvægur í mínum huga og dásamlegur á sinn hátt. En krakkar eru mismunandi og glíma við ýmislegt eins og fullorðna fólkið, hvort sem er óöryggi, kvíði, þrá- hyggja, tourette, þunglyndi, of- virkni eða einelti. Því er svo dýr- mætt að fá að fylgjast með þeim og leiðbeina þegar þau styrkjast og þroskast í gegnum tónlistarnámið. Þau læra að takast á við ögrandi verkefni, læra samhæfingu, sjálfs- aga, takast á við tilfinningarnar í gegnum tónlistina, læra tillitssemi í samspili og fá aukið sjálfstraust. Það er til dæmis ekki lítil æfing fyrir barn og ungling að þurfa að spila fyrir framan fullt af fólki og á sama tíma að ná að einbeita sér og gera vel. En samt þarf ávallt að vega að tónlistarskólunum, og það sem verst er, að tefla heilbrigð- iskerfinu gegn tónlistarskólunum og listinni almennt. Allt helst þetta í hendur og styrkir hvert annað. Vel- gengni í einum geira er hagur ann- ars geira og svo öfugt, og því þurf- um við að hlúa bæði vel að heilbrigðiskerfinu sem og tónlist og öðrum geirum í landinu. Það sem er síðan mikilvægt í þessu er að foreldrar hafi val fyrir börnin sín til þroska og menntunar. Hvort sem þeir telja tónlist, íþróttir, vísindi, dans, smíðar eða eitthvað annað mikilvægt fyrir börnin sín.“ Tónlistarnám dýrmætt veganesti  Tónlistarkonan Kristín Lárusdóttir gefur út sína aðra sólóplötu, Himinglæva  Finnur fyrir mikl- um áhuga erlendis  Segir það mikilvægt fyrir börn að styrkjast og þroskast í gegnum tónlistarnám Morgunblaðið/RAX Náttúrubarn Kristín Lárusdóttir hefur spilað á selló frá átta ára aldri og sækir innblástur m.a. í íslenska náttúru. Í tilefni af þremur sýningum í Hafnarhúsinu þar sem listamenn- irnir Yoko Ono, Erró og Richard Mosse takast á við stríðsátök og vonir um heimsfrið hefur síðustu fimmtudaga verið boðið upp á frið- arfundi. Í kvöld klukkan 20 er kom- ið að friðarfundi á vegum Félagsins Ísland-Palestína undir yfirskrift- inni „Friður og ólífur“. Á fundinum leitast Gunnar Ax- elsson og Falasteen Abu Libdeh við að svara því hvernig hægt sé að stuðla að friði með því að tína ólíf- ur. „Sl. ár hafa fjölmargir íslenskir sjálfboðaliðar á vegum félagsins starfað við ólífutínslu í Palestínu. Stór hópur fór héðan á vegum fé- lagsins í október. Gunnar og Fala- steen kynna starfið við ólífuupp- skeruna, sýna myndir og tala um friðsamleg mótmæli með ólífu- tínslu,“ segir í tilkynningu. Friður og ólífur í Hafnarhúsinu Von Eitt verkanna sem Yoko Ono sýnir. Aðalfundur Hins íslenzka fornleifa- félags 2016 fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 16. Að fundarstörfum loknum flytur Guðrún Alda Gísladóttir fornleifa- fræðingur erindi undir yfirskriftinni „Höfuðkambar: um hárgreiður fyrri alda á Íslandi“ og er fyrirlesturinn öllum opinn. „Kambar sem fundist hafa hér á landi eru allstórt og mikilvægt safn forngripa. Kambar endurspegla menningarleg einkenni og samtíma sinn betur en margir aðrir forn- gripir sem oft skortir greinileg ein- kenni sem breytast í tíma og er því erfitt er aldursgreina, sé samhengi þeirra óljóst. Heildstæð gerð- fræðiflokkun og samantekt um kamba mun því koma að gagni við að varpa ljósi á samhengi og aldur minja þar sem upplýsingar um uppruna eru brotakenndar. Kambar eru margir hagleiks- verk og úr fjölbreyttum efniviði og taka miklum breytingum á því tíma- bili sem hér verður til umfjöllunar, frá landnámi til um 1800,“ segir í til- kynningu, en rannsóknina vann Guðrún með Mjöll Snæsdóttur. Um hárgreiðslu fyrri alda á Íslandi Guðrún Alda Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.