Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 101

Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 101
MENNING 101 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Díana Rós A. Rivera dianarosarivera@gmail.com Sigrún Jónsdóttir, tónskáld og hljóðfæraleikari, sendi frá sér plöt- una Hringsjá í ágúst á þessu ári. Platan er frumraun Sigrúnar sem sólólistamanns en hún flutti lög af plötunni á tveimur viðburðum á Airwaves í nóvember síðastliðnum. Sigrún hefur lengi verið viðloðandi íslensku tónlistarsenuna auk þess sem hún hefur leikið m.a. með Björk, Sigur Rós og Florence and the Machine. Það má með sanni segja að Sig- rún spanni vítt svið í tónlistinni. Hún lærði á klarínett sem barn og fór svo að læra á básúnu á ung- lingsárunum. „Um leið og maður er búinn að læra á eitt hljóðfæri getur maður farið að spila á alls konar,“ segir hún. Ekki margar stelpur sem spila á brasshljóðfæri En hvernig fer Sigrún Jónsdóttir á Íslandi að því að spila með tón- listarmönnum úti í heimi? „Það var frekar fyndið, tilviljanir í bland við annað, “ segir Sigrún. Þannig hafi það verið árið 2007 þegar Björk var að leita að málm- blásturshljóðfæraleikurum í Wonderbrass-hljómsveitina fyrir tónleikaferð sína Volta World Tour. „Það eru ekki það margar stelpur sem spila á brasshljóðfæri á Íslandi, sérstaklega ekki árið 2007 og hvað þá á aldursbilinu sem Björk var að leita eftir, á milli tví- tugs og þrítugs. Ég var 17 ára á þeim tíma og kom því ekki til greina í fyrstu en svo vantaði bás- únuleikara og ég var fengin til að vera með.“ Í kjölfarið var svo haft samband við hana og hún fengin til liðs við Florence and the Machine á þeirra tónleikaferðalagi. „Þetta hefur meira og minna gerst vegna þess að ég er stelpa og hef sérhæft mig í að spila á hljóðfæri sem er al- gengara að strákar leiki á og fólki finnst skemmtileg tilbreyting að sjá stelpur spila á þannig hljóð- færi.“ Hún bætir við að tónlistar- samfélagið á Íslandi sé lítið og þegar t.d. Sigur Rós vantaði bás- únuleikara hafi fólk ekki verið lengi að benda á hana. „Þetta er svona maður þekkir mann á Ís- landi, bransinn hérna heima er svo heimilislegur.“ Að vera hinum megin við borðið Eftir þessa miklu reynslu lang- aði Sigrúnu að halda áfram í tón- listinni en prófa eitthvað nýtt og hóf hún nám á nýmiðlabraut við Listaháskóla Íslands. „Án þess að gera lítið úr því þá er maður sem hljóðfæraleikari svo mikið í því að vinna verkefni fyrir aðra. Maður er mikið að redda öðrum í því sem þeir eru að búa til. Mig langaði að búa eitthvað til þar sem ég mundi stjórna og ráða og ég væri að skapa. Mig langaði að prófa að vera hinum megin við borðið.“ Á útskriftartónleikum Sigrúnar var flutt verk eftir hana fyrir fjóra hljóðfæraleikara, klarínett, víólu, selló og kontrabassa, auk þess sem hún vann rafverk úr sama efniviði. Sigrún spilaði ekki sjálf og tókst því þarna á við alveg glænýtt hlut- verk sem tónsmiður. „ Ég fékk bara að hlusta og vera áhorfandi. Það var mjög góð tilfinning.“ Ný smáskífa væntanleg Hún hélt áfram við tónsmíðarnar og eins og áður kom fram gaf hún út sína fyrstu plötu, Hringsjá, í ágúst. Þar fetar hún enn á nýjar slóðir því að auk þess að semja verkið syngur hún, sem hún segist alltaf hafa verið feimin við. „Ég er orðin svo vön því að vera alltaf með hljóðfærið fyrir framan mig. Maður verður berskjaldaðri þegar maður syngur. Ég þurfti að syngja á tónleikaferðalaginu með Florence and the Machine en ég fann svo sterkt að mig langaði að prófa að gera það sjálf.“ Sigrún heldur ótrauð áfram í tónlistinni en hún hlaut nýlega styrk frá Hljóðritasjóði Stefs til út- gáfu á nýrri smáskífu sem kemur út á morgun. Útgáfutónleikar verða svo haldnir 18. desember á Húrra. „Þetta verður í annað sinn sem ég kem fram með mína tónlist, ég hef aðeins einu sinni gert það áður, á Airwaves núna í nóvember, sem var mikil áskorun fyrir mig. Það er alla vega nóg á döfinni,“ segir Sigrún. Þess má að lokum geta að hlusta má á Hringsjá á slóðinni: https://soundcloud.- com/beinteins89/sets/hringsja. Morgunblaðið/RAX Berskjaldaðri „Ég er orðin svo vön því að vera alltaf með hljóðfærið fyrir framan mig. Maður verður berskjaldaðri þegar maður syngur,“ segir tónskáldið, básúnuleikarinn og söngkonan Sigrún Jónsdóttir. „Tilviljanir í bland við annað“  Sigrún Jónsdóttir, tónskáld og hljóðfæraleikari, sendir frá sér nýja smáskífu  Hefur leikið með Björk, Sigur Rós og Florence and the Machine á tónleikaferðalögum Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í fjórða sinn dagana 16. til 18. júní 2017 í Reykjavík. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa upplýst að meðal tónlistarmanna og hljómsveita sem fram koma eru Foo Fighters, The Prodigy, Rich- ard Ashcroft, Dubfire, Pharoahe Monch, Foreign Beggars, Dusky og Kerri Chandler. The Prodigy á Sec- ret Solstice 2017 Stuð Elektrósveitin Prodigy á tónleikum sínum í Höllinni árið 2004. Dómnefnd Hins íslenska glæpa- félags tilkynnti í gær hvaða fimm bækur eru til- nefndar til Blóð- dropans 2017 fyrir bestu glæpasögu ársins 2016. Í stafrófs- röð höfunda eru tilnefnd Arn- aldur Indriðason fyrir Petsamo; Jónína Leósdóttir fyrir Konuna í blokkinni; Lilja Sigurðardóttir fyr- ir Netið; Ragnar Jónasson fyrir Drunga og Yrsa Sigurðardóttir fyr- ir Aflausn. Alls komu út fimmtán glæpasög- ur á þessu ári og hafa þær aldrei verið fleiri. Í dómnefnd eru Krist- ján Jóhann Jónsson, Guðrún Ög- mundsdóttir og Vera Knútsdóttir. Blóðdropinn verður venju sam- kvæmt afhentur í júní. Tilnefnd til Blóð- dropans 2017 Yrsa Sigurðardóttir FANGAR HINN SANNA ANDA JÓLANNA Miðasala og nánari upplýsingar SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 8, 10 SÝND KL. 5.40 SÝND KL. 8, 10.45 SÝND KL. 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.