Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 104

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 104
 Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Sig- ríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran syngja á jólatónleikum í Seltjarnar- neskirkju í kvöld kl. 20. Um meðleik sjá Lenka Mátéová orgelleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari. Jólatónleikar í Seltjarnarneskirkju FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 343. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Aðstoðarmaður Trump rekinn … 2. 15 ára játar morðin í Kristiansand 3. „Okkur þykir þetta fyrirkomulag … 4. „Ég átti satt að segja ekki von á þessu“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jólatónleikar tónleikaraðarinnar Á ljúfum nótum verða í Fríkirkjunni í dag kl. 12 til styrktar Bráðamóttöku Landspítalans. Fram koma Hanna Dóra Sturludóttir, Einar Clausen, Ágúst Ólafsson og Lilja Eggertsdóttir ásamt hljómsveit og kór. Hátíðarstund í Frí- kirkjunni í hádeginu Á föstudag Austan og norðaustan 8-15 m/s. Rigning eða slydda, en yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mild- ast syðst á landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda á norðanverðu landinu. Mun hægari vindur og rigning með köflum sunnan heiða, einkum suðaustanlands. Hiti 0 til 8 stig. VEÐUR „Ég er sannarlega stoltur hvernig okkur hefur gengið síðustu átján mánuði. Strákarnir hafa verið frá- bærir og vissulega er skemmtilegt að mæta í vinnuna þegar vel gengur,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari þýska 2. deildarliðs- ins TV Hüttenberg. Liðið kom upp úr 3. deild í vor og er nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði 2. deildar eftir 15 umferðir. »2 Strákarnir hafa verið frábærir Ásgeir Sigurgeirsson hefur verið ósigrandi í efstu deild Þýskalands í skotfimi með loftskammbyssu í vet- ur. Hann býr þó á Íslandi en fer í þriggja daga keppnisferðir til Þýska- lands til að skjóta fyrir lið sitt, Ötlin- gen. Þetta er þriðja tímabil hans með liðinu. „Mér finnst mjög skemmtilegt að fara þarna út að keppa. Þarna eru áhorfendur sem hafa mikinn hávaða, þannig að þetta er að- eins öðruvísi stemn- ing,“ segir Ásgeir. »4 Hávaði á deildaleikjum í skotfimi í Þýskalandi „Mér hefur liðið mjög vel hjá Eskils- tuna. Þetta er frábær klúbbur og gott umhverfi. Ég taldi best fyrir mig á þessum tímapunkti að vera þarna áfram. Þar líður mér vel og ég hef rými til að þroskast enn meira,“ segir Glód- ís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem hefur samið á ný við Eskilstuna, eitt besta lið Svíþjóðar, þrátt fyrir áhuga frá Englandi. »1 Taldi best fyrir mig að vera þarna áfram ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Erfiðlega hefur gengið að mynda ríkisstjórn undanfarnar vikur. Gunnar Geir Vigfússon lætur það ekki á sig fá og bíður rólegur eftir því að mynda enn eina ríkisstjórn Ís- lands, en enginn hefur myndað eins margar og hann. Gunnar G. Vigfússon er enginn venjulegur ljósmyndari heldur hefur hann sérhæft sig í opinberum ljós- myndatökum og myndar mest prúðbúið fólk. Hann hefur til dæmis myndað embættistökur forseta Ís- lands frá 1976, alls 11 sinnum, op- inberar heimsóknir forseta Íslands innanlands og opinberar heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja og annarra sérstakra gesta hingað til lands auk sendiherra erlendra ríkja, þegar þeir afhenda forsetanum trún- aðarbréf sitt. „Ég myndaði fyrstu opinberu heimsókn Margrétar Danadrottn- ingar til Kristjáns Eldjárns 1973 og fyrsta ríkisstjórnarmyndin, sem ég tók, var af fráfarandi stjórn Ólafs Jóhannessonar 1976. Sama dag tók ég mynd af nýrri ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar,“ segir Gunnar. Ljósmyndarinn á ekki langt að sækja fyrirmyndina. Hann lærði ljósmyndun hjá föður sínum, Vigfúsi Sigurgeirssyni, og tók við af honum eftir að hafa unnið með honum lengi. Vigfús myndaði til dæmis þjóð- stjórnina 1939, utanþingsstjórnina 1942 og síðan margar ríkisstjórnir þar til hann hætti. „Þetta er langur tími en frá 1976 hef ég myndað 45 ríkisstjórnir með mannabreyt- ingum.“ Gunnar segir að ekki sé erfitt að mynda ríkisstjórn. „Þetta er alltaf sama uppstillingin,“ segir hann og bætir við að fyrirsæturnar séu ávallt ljúfar sem lömb. „Það hafa aldrei komið upp nein vandamál.“ Ríkisstjórnir koma og fara og breytingar eru gerðar af og til. Gunnar segist aðeins muna eina dagsetningu í þessu sambandi. „Mér er minnisstæðust ríkisstjórnin sem mynduð var 8. febrúar 1980,“ rifjar hann upp. „Þá lá við að mynduð yrði utanþingsstjórn en Gunnar Thor- oddsen klauf sig frá Sjálfstæð- isflokknum og myndaði mjög umtal- aða ríkisstjórn.“ Hann bætir við að Kristján Eldjárn forseti hafi verið mjög ánægður með myndun stjórn- arinnar og Halldóra, eiginkona hans, hafi boðið sér að setjast með þeim inn í stofu og skála við þau í tilefni dagsins. „Þegar ég kom inn stóð Kristján upp, heilsaði mér innilega og sagði: „Jæja, Gunnar minn Geir. Hvernig finnst þér að vera búinn að sameina Sjálfstæðisflokkinn í nafn- inu þínu?““ Alltaf til taks Stjórnmálin eru óútreiknanleg en Gunnar hefur alltaf verið til taks, þegar ríkisstjórn hefur verið mynd- uð. „Svo undarlega vill til að ég hef alltaf verið heima á þessum tíma,“ segir hann og leggur áherslu á að hann hafi aldrei þurft að gera sér- stakar ráðstafanir til þess að geta mætt á Bessastaði á réttum tíma. „Reyndar þurfti ég einu sinni að breyta um gang vegna þess að breyting á ríkisstjórn var fyrirhuguð en svo varð ekki af henni á þeim tíma. Núna er ég til dæmis nýkom- inn úr fríi og ekkert á förum á næst- unni, því tilbúinn hvenær sem er.“ Staðan sem slík er ekki opinber staða heldur er kallað á Gunnar þeg- ar á þarf að halda. „Þetta er hefð,“ segir hann og bætir við að gott sé að hafa festu á hlutunum. „Filmusafnið og myndirnar eru á einum stað og auðvelt að grípa til mynda ef þarf.“ Gunnar segir að starfið sé alltaf jafn skemmtilegt og bendir á að þó uppstillingin sé alltaf eins séu engar tvær myndir eins. Hann á sér enga uppáhalds ríkisstjórn og bíður alltaf rólegur eftir þeirri næstu. „Ég var spenntur til að byrja með enda merkilegt að fá að mynda ríkis- stjórnina en þetta er komið upp í vana. Ég mynda bara ríkisstjórn þegar á þarf að halda.“ Auðvelt að mynda ríkisstjórn  Gunnar Geir Vigfússon hefur myndað fleiri ríkisstjórnir en nokkur annar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisstjórnir Gunnar Geir Vigfússon ljósmyndari hefur myndað 45 ríkisstjórnir með mannabreytingum og hanga myndirnar uppi í Stjórnarráðshúsinu. FYLGIR BLAÐINU Í DAG!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.