Berklavörn - 01.06.1945, Page 23

Berklavörn - 01.06.1945, Page 23
VINNUSKÁLARNIR Ljósm. F. Clansen. eflaust ekki ofsagt, að ef múrverkið hefði ekki verið leyst af hendi með óvenjulegum dugnaði og áhuga, myndi þetta ekki hafa tekizt. Það var unnið úti og inni að hús- unum, unnið við að leggja leiðslur fyrir heitt og kalt vatn í þau, það þurfti að lagfæra hei’mannaskálana, svo að þeir yrðu nothæfir sem vinnustofur, eldhús og borð- stofa. Verkinu miðaði vel áfram. Áhug- inn, sem ríkti í öllu starfinu, var ekki að- eins nauðsvnlegur til að l.júka ákveðnu verki, heldur gerði allt erfiðið skemmtilegt og minnisstætt. Og í lok desembermánaðar voru 5 hús fullbúin til íbúðar. Þeim áfanga var náð. Undirbúin starfrækslan. Margskonar störf önnur en byggingar- framkvæmdir varð að inna af hendi, áður en Vinnuheimilið gæti hafið starfsemi sína. Vélar voru keyptar og settar upp á vinnustofunum, saumavélar fyrir kven- fólkið, tré- og járnsmíðavélar fyrir karla. 12. nóvember kaus miðstjórnin 3 menn í bráðabirgðastjórn fyrir Vinnuheimilið og skyldi hún taka við störfum bygginga- nefndar þann 1. des. og enn fremur ann- ast nauðsynlegan undirbúning að byrjun rekstursins. Kosnir voru í stjórn Vinnu- heimilisins þeir Árni Einarsson formaður, Maríus Helgason ritari og Ólafur Björns- son. Þá var hafizt handa um að ráða starfs- fólk stofnunarinnar. Var Oddur Ólafsson ráðinn forstjóri og yfirlæknir stofnunar- innar og fröken Valgerður Helgadóttir yf irhj úkrunarkona. Síðari hluta hausts vann Vinnuheimilis- stjórn að því að útbúa reglugjörð fyrir BEEKLAVÖRN 7

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.