Berklavörn - 01.06.1945, Síða 24

Berklavörn - 01.06.1945, Síða 24
RLYKJALUNDUR 1944 Ljósm. Sig. Guðmundsson. stofnunina og naut við það vandasama verk góðrar aðstoðar landlæknis, berkla- yfirlæknis og lögfræðings S. I. B. S., hr. hrm. Sveinbjarnar Jónssonar. Þann 8. des. 1944 samþykkti miðstjórnin á fundi reglu- gerð fyrir V'innuheimilið 'og ákvað að> leggja hana fyrir heilbrigðisstjórnina til samþykktar. Reglugerðin var svo staðfest af heilbrigðismálaráðherra þann 25. jan- úar 1945. Þá voru um þetta leyti búnar til heimilisreglur fyrir vistmenn Vinnu- heimilisins og enn fremur ákvæði sett um kaup og kjör þeirra, er á staðnum dveldu. Ákvörðunin um kaupgreiðslur til vist- manna og greiðslur þeirra til heimilisins var margvíslegum örðugleikum bundin, þar se.m hliðstæður voru engar til í land- inu. Þá var einnig um þetta leyti gengið frá samningum við heilbrigðisstjórnina um rekstursstyrk til stofnunarinnar vegna þeirra vistmanna, er ella þyrftu að dvelja á heilsuhælum. Var þetta létt verk og fljót- gert, þar sem enginn ágreiningur var milli samningsaðila og mikill skilningur og vel- vilji ríkjandi hjá heilbrigðisstjórninni í garð stofnunarinnar. Einnig fékkst frá Alþingi styrkur til greiðslu launa forstjóra og yfirlæknis Vinnuheimilisins. Opnun Vinnuheimilisins. Eins og fyrr er sagt, voru húsin full- búin í lok desember. í byrjun janúar ákvað miðstjórnin því að opna Vinnuheimilið 1. febrúar 1945, þar sem annar undirbún- ingur var vel á veg kominn. Og þó að eng- um væri að sjálfsögðu ljósara en miðstjórn- inni, að margt væri enn óunnið, svo stofn- unin væri eins og samtökin óskuðu að hún yrði í framtíðinni, og þó notast yrði við bráðabirgðahúsnæði fyrir vinnustofur og 8 BERIvLAV ORN

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.