Berklavörn - 01.06.1945, Blaðsíða 25
REYKJALUNDUR 1945
fl., þá var svo brýn þörf að heimilið tæki
til starfa, að það, sem ógert var, varð að-
eins hvöt til að láta ekki staðar numið
heldur halda áfram að koma Vinnuheim-
ilinu upp eins og það á að vera. Tilbúin
voru rúm fyrir 20 vistmenn og líklegt að
með vorinu myndi vera mögulegt að taka
á móti 20. Umsóknir um rúm höfðu bor-
izt og það frá fleirum en hægt var að
taka á móti. Um þessar mundir stóð yfir
almenn berklaskoðun í Reykjavík og vér
vissum, að slílc rannsókn hlaut að orsaka
að fleiri en ella þyrfti að taka á heilsu-
hælin. Og þýðingu heimilisins mun
kannske ekki hafa verið betur lýst en með
orðum Sigurðar Sigurðssonar, berklayfir-
læknis, er hann sagði, að með opnun
Vinnuheimilisins hæfist nýr þáttur í
Ljósm. F. Clansen.
berklavarnarmálum þjóðarinnar, þáttur,
sem nauðsynlegur væri, ef vel ætti að tak-
ast.
1. febrúar 1945, rann upp og leið eins
og allir aðrir dagar. Dagur, sem samtök
vor bundu miklar vonir við. Þann skugga
bar þó á daginn, að forseti sambandsins
gat ekki verið viðstaddur opnunina. Hann
lá mikið veikur á sjúkrahúsi.
Miðstjórnin hafði boðið heilbrigðismála-
ráðherra að vera viðstaddur opnunina.
Einnig var fréttamönnum blaða og út-
varps boðið. Séra Hálfdán Helgason pró-
fastur hafði lagt til að staðurinn yrði
nefndur Reykjalundur og miðstjórnin sam-
þykkti nafnið. Honum var einnig boðið
að vera viðstöddum opnunina og vígja
staðinn. Auk þessara boðsgesta voru við-
BERKLAVORN
9