Berklavörn - 01.06.1945, Page 26

Berklavörn - 01.06.1945, Page 26
LOGSUÐUVERKSTÆÐI Ljósrn. F. Clausen. staddir þeir vistmenn, se.m komnir voru, ásamt miðstjórn og nokkrum meðlimum sambandsins. Auðvitað hefði sambandið einskis frekar óskað, en að fjölmenni gæti verið viðstatt þennan dag, en vér sáum oss ekki fært að gera til þess ráðstafan- ir vegna vöntunar á nægilega stórum húsa- kynnum. Kl. 3 hófst athöfnin með því að varaforseti sambandsins, Maríus Helga- son, í forföllum Andrésar Straumland for- seta, flutti ræðu og lýsti staðinn opnaðan. Því næst vígði séra Hálfdán staðinn, bauð íbúana velkomna í umdæmi sitt og árn- aði stofnuninni allra heilla. Heilbrigðis- málaráðherra, Finnur Jónsson, tók næst- ur til máls. Þakkaði hann S. 1. B. S. fyrir það brautryðjendastarf, sem hér væri haf- ið. Lýsti hann áhuga heilbrigðisstjórnar- innar á málefnum sambandsins og óskaði heimilinu allra heilla. Oddur Ólafsson yf- irlæknir flutti síðan ræðu og bauð vist- menn velkomna. Að lokum talaði Maríus Helgason. Þakkaði hann boðsgestum fyr- ir komuna, þakkaði einnig heilbrigðismála- ráðherra og prófasti fyrir þeirra góðu árnaðaróskir. Bauð vistmenn velkomna og sagði athöfninni lokið. 1. febrúar var liðinn. Starfræksla Vinnuheimilis S. í. B. S. var hafin. Fram- undan biðu ótal verkefni. Staðurinn var í sköpun. Aðeins fyrsta áfanga að settu rnarki var náð. Og það sem gat jafnvel orðið afdrifaríkast: Sambandið hafði tek- ið sér þann vanda á herðar að reka stofn- unina. Áttu þessi samtök sjúkra og fyrr- verandi sjúkra manna þá giftu til að bera, sem með þurfti til að þessum málum væri vel borgið? Úr því myndi reynslan ein geta 10 BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.